Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 1
Leitar a› 500 sta›-
genglum – tveir fá a›
segja átta setningar
CLINT EASTWOOD:
▲
SÍÐA 30
FÓLK
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
STARFSLOK Björn Ingi Sveinsson,
sem var sagt upp störfum sem
sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar eftir hallarbyltingu í
sjóðnum, kann að fá 50 milljónir
króna í starfslokagreiðslur fyrir
fjögurra mánuða starf.
Björn Ingi var ráðinn til starfa
um síðustu áramót af stjórninni
sem þá var við völd. Þegar samið
var við Björn Inga um kaup og
kjör var fallist á að hann fengi ríf-
legar bætur ef breytingar yrðu á
yfirstjórn sparisjóðsins. Þær eru
metnar á um 50 milljónir króna
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins. Nýja stjórnin sagði Birni
Inga upp þegar hún komst til
valda og réði annan sparisjóðs-
stjóra.
Ekki hefur verið gengið frá
starfslokum Björns Inga. Hvorki
Páll Pálsson, stjórnarformaður
Sparisjóðsins, né Björn Ingi
vildu tjá sig um efni starfsloka-
samningsins meðan málið er
ófrágengið.
Helgi Vilhjálmsson í Góu er
stofnfjáreigandi í Sparisjóði
Hafnarfjarðar. Hann segir það al-
veg úti í mýri að reka sparisjóðs-
stjóra eftir svona stuttan tíma,
sérstaklega með viðlíka starfs-
lokasamning. „Þessir menn voru
ekki að kaupa bankann til að reka
hann. Ég fer ekki svona með pen-
ingana sem ég vinn mér fyrir.
Svona fara menn bara með pen-
inga sem þeir hafa ekki aflað sér
sjálfir,“ segir Helgi um nýja
stjórn Sparisjóðs Hafnarfjarðar.
Sjá Markaðinn í miðju blaðsins - eþa/oá
Nýtt v
iðski
ptabl
að
með Frét
tablaðinu
alla miðvikudaga
Sögurnar • Tölurnar • Fólkið
Auglýsingasími 550 5000
FER AÐ RIGNA SUÐAUSTAN TIL
SÍÐDEGIS Í DAG Annars yfirleitt þurrt
og skýjað með köflum víða um land, síst þó
sunnan til. Hiti almennt 11-16 stig
VEÐUR 4
MIÐVIKUDAGUR
29. júní 2005 - 173. tölublað – 5. árgangur
BETRI NOTAÐIR BÍLAR
Þrjúhundruð
og fimmtíu
þúsund króna
afsláttur
af sérvöldum bílum
Spunameistarar
Bandarísk stjórnvöld kæra sig kollótt
um hverju lesendur virtra fjölmiðla
trúa, segir Ólafur Hannibalsson. Það
sem skiptir máli er
hvað hægt er að fá
hinn breiða fjölda til
að trúa, hvaða blekk-
ingum þarf að beita
til þess að skapa
það andrúmsloft
að hægt sé að
hefja stríð.
UMRÆÐAN 16
Afslöppuð tónlist
Tónlistarsystkinin
Ellen Kristjánsdóttir
og bróðir hennar
Kristján, eða KK,
ætla í tónleika-
ferðalag um
landið sem
hefst í kvöld.
SÍÐA 24
Tony Pulis rekinn frá Stoke
Íslendingafélagið Stoke City í enska
boltanum rak í gær
knattspyrnustjóra sinn,
Tony Pulis, aðeins
tveimur mánuðum eftir
að hafa gert við
hann nýjan
samning.
Eftirmaður
Pulis verður
tilkynntur á
blaðamanna-
fundi síðar í
dag.
ÍÞRÓTTIR 20
Jákvætt vi›horf til
stær›fræ›i mikilvægt
JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR:
Í MIÐJU BLAÐSINS
● nám ● ferðir
▲
GAMLI OG NÝI TÍMINN Herskip af öllum stærðum og gerðum fylltu Solent-sund, nærri Portsmouth á Englandi, í gær í tilefni þess að í ár
eru 200 ár liðin frá hinni sögufrægu orrustu við Trafalgar. 21. október 2005 gjörsigraði breski flotinn undir stjórn Nelsons sjóheri Frakka og
Spánverja skammt undan Trafalgar-höfða á Spáni en orrustan leiddi að lokum til fullnaðarsigurs Breta á herjum Napóleons Bónaparte.
EINKAVÆÐING Eignarhlutar þýska
bankans Hauck&Aufhäuser í
Búnaðarbankanum er ekki getið
í ársreikningi hans eins og gefið
var í skyn í tilkynningu frá
bankanum á mánudag sem var
send fjölmiðlum á ensku og ís-
lensku.
Þegar tilkynningarnar tvær
eru bornar saman er í ensku til-
kynningunni sagt að hlutur
þýska bankans í Eglu hafi verið
færður í reikningsskil bankans.
Í íslensku þýðingunni er hins
vegar sagt að bréfin hafi verið
„bókuð í ársreikningi bankans.“.
Í ársreikningi þýska bankans er
hlutarins í Eglu eða Búnaðar-
bankanum hins vegar ekki getið
með beinum hætti hvorki fyrir
árið 2003 né fyrir árið 2004.
„Yfirlýsing Hauck&Afhäuser
á mánudag varð til með þeim
hætti að fyrirsvarsmenn Eglu
áttu samtöl við fyrirsvarsmenn
þýska bankans og upplýstu þá
um umræðuna sem átt hefur sér
stað í fjölmiðlum hérlendis á
undanförnum vikum, þar sem
meðal annars er dregið í efa
eignarhald þeirra á hlutum í
Eglu. Í kjölfar þessa ákvað
þýski bankinn að senda frá sér
sína yfirlýsingu,“ segir Kristinn
Hallgrímsson, lögmaður Eglu.
Guðmundur Hjaltason, end-
urskoðandi og framkvæmda-
stjóri Eglu, mun að eigin sögn
hafa þýtt tilkynningu Eglu yfir á
íslensku og fyrirtækið Athygli
sá svo um að koma tilkynning-
unum til fjölmiðla.
Árni Þórður Jónsson hjá At-
hygli segir að fyrirtækið hafi
aðeins séð um að senda tilkynn-
inguna en segist ekki vita hver
skrifaði hana.
„Tilkynningunni var snarað
yfir á íslensku til þess að hún
kæmist til fjölmiðla sem fyrst.
Ef áhöld eru uppi um óná-
kvæmni í þýðingunni þá er ekki
við þýska bankann að sakast,“
segir Kristinn.
Í tilkynningunni kemur ekk-
ert fram um hvort þýski bank-
inn hafi verið raunverulegur
eigandi hlutarins í Búnaðar-
bankanum.
Kristinn segir að í samtölum
við fyrirsvarsmenn þýska bank-
ans hafi verið ljóst að eignir
voru færðar í efnahag bankans
undir veltubók og eðlilegt væri
að fyrirsvarsmenn bankans
myndu staðfesta það. - hb
VEÐRIÐ Í DAG
Samningar hafnir við fyrrverandi sparisjóðsstjóra eftir fjögurra mánaða starf:
50 milljóna starfslokasamningur
M
YN
D
/A
P
Búna›arbanka ekki
geti› í ársreikningi
Ekkert er minnst á Búna›arbankann í ársreikningi fl‡ska bankans Hauck &
Aufhäuser. Engin sta›festing á eign bankans í tilkynningu hans. Misræmis
gætir í fl‡›ingu framkvæmdastjóra Eglu á tilkynningu fl‡ska bankans.
Fléttulisti hjá VG í Reykjavík:
Kynjakvóti í
prófkjöri
SVEITARSTJÓRNARMÁL Vinstrihreyf-
ingin grænt framboð í Reykjavík
ætlar að boða til prófkjörs 1. októ-
ber þar sem valið verður fólk í sex
efstu sæti á lista, hvort sem hreyf-
ingin býður fram ein eða með
Reykjavíkurlistanum. Á félags-
fundi VG í gær var samþykkt til-
högun prófkjörsins og forvals á
framboðslista. Reglurnar kveða á
um að karl og kona skipist til skipt-
is í sæti á lista.
„VG hefur nú tekið afstöðu til
þess hvernig valdir verða fulltrúar.
Þá eru tímamót út af fyrir sig að
prófkjörsleið skuli farin, en það
hefur ekki verið gert áður, heldur
hefur verið raðað á lista,“ segir
Svandís Svavarsdóttir formaður
kjördæmisráðs Vinstri grænna í
Reykjavík. -óká
SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR Félagsfundur
Vinstri grænna í Reykjavík samþykkti að
allur framboðslisti flokksins skuli vera
fléttulisti, þar sem skiptast á karl og kona.
Jóhannes Páll II:
Bætist í tölu
helgra manna
VATÍKANIÐ, AP Undirbúningur er haf-
inn að því að taka Jóhannes Pál II,
fyrrum páfa, í tölu dýrlinga.
Nefnd sem kanna á hvort hann
hafi lifað lífi að hætti helgra manna
hefur tekið til starfa, og taka nú við
vitnaleiðslur og önnur rannsóknar-
vinna til að ganga úr skugga um
það. Einnig þarf að sanna að eftir
dauða hans hafi tvö kraftaverk
komið til vegna Jóhannesar Páls II
áður en hann verður gerður að dýr-
lingi.
Ljóst er að Jóhannes Páll II nýt-
ur mikillar hylli meðal kaþólikka og
margir líta þegar á hann sem dýr-
ling. ■