Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 8
29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Sauma þurfti níu spor fyrir ofan leggangaop: Dæmt fyrir hrottafengna nau›gun DÓMSTÓLAR 42 ára gamall maður var dæmdur í þriggja ára fang- elsi í gær fyrir hrottafengna nauðgun á fyrrum sambýliskonu sinni. Verknaðurinn stóð í um klukkustund í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu að kvöldi mánudagsins 12. júlí í fyrra. Hann þarf að auki að greiða henni eina milljón króna í skaða- bætur. Maðurinn reif konuna úr föt- unum, ógnaði henni og þvingaði til samræðis bæði í svefnher- bergi og inni á baði, en þar tróð hann einnig salernispappír í leggöng hennar. Konan hlaut af marbletti og hrufl, auk þess sem sauma þurfti með níu sporum sprungu fyrir ofan leggangaop hennar. Dómurinn tók ekki til greina neitun mannsins á verkn- aðinum, en hann kvaðst hafa komið ölvaður á heimili konunn- ar umrætt kvöld til að kvarta undan símaónæði. Dómurinn segir fjarstæðukennda skýringu mannsins, að konan hafi sjálf veitt sér áverka á kynfærum. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir margvísleg um- ferðarlagabrot og fyrir að hafa í nokkur skipti haft í fórum sín- um fíkniefni af ýmsum toga, en þau brot játaði maðurinn. Gerð voru upptæk 19,17 grömm af maríhúana, 3,84 grömm af hassi og 15,84 grömm af amfetamíni sem lögregla lagði hald á. -óká Erlendir fjársvikarar hóta fólki öllu illu Rukkarar erlendra fjársvikafyrirtækja hringja hiklaust í fólk heim a› kvöldlagi og hóta flví öllu illu ef fla› grei›i ekki tiltekna „skuld.“ Fjölmargir forrá›amenn íslenskra fyrirtækja hafa or›i› fyrir slíkum hótunum. FJÁRSVIK Þess eru dæmi að erlend auglýsingasvikafyrirtæki hringi í forsvarsmenn íslenskra fyrir- tækja heim að kvöldlagi og hóti þeim öllu illu ef þeir greiði ekki fyrir veitta „þjónustu.“ Starf- semi erlendu fjárplógsfyrirtækj- anna snýst um að fá fyrirtæki til að samþykkja skráningu í gagna- banka, að því er virðist án endur- gjalds. Í smáu letri sem fylgir skilmálum er hins vegar kveðið á um að greiða þurfi háar fjárhæð- ir fyrir skráninguna. Reikningar upp á 70 þúsund krónur, sem er algeng upphæð, koma því for- ráðamönnum fyrirtækja í opna skjöldu. Þetta segir Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. SVÞ hafa nú varað sérstaklega við þessum svikafyrirtækjum, sem einkum láta til sín taka á vorin og sumrin. Sigurður segir, að svo virðist sem þeir sem stunda þessa iðju telji að auðveldara sé að villa um fyr- ir sumarafleysingafólki heldur en starfsmönnum sem hafa meiri reynslu. Svikararnir beiti sífellt nýjum aðferðum svo erfitt er að varst þá. „Við höfum fengið fjölmargar ábendingar og beiðnir um aðstoð undanfarnar vikur frá Íslending- um sem hafa lent í klóm fyrir- tækja sem stunda fjárplógsstarf- semi,“ segir Sigurður og bætir við að mest sé kvartað undan skráningarfyrirtækinu European City Guide. „Ef reikningar frá þessu fyrir- tæki eru ekki greiddir er skuld- urum hótað hörðum innheimtuað- gerðum og ærnum viðbótar- kostnaði. SVÞ ráðleggja fyrir- tækjum að greiða ekki slíka reikninga nema þau telji sig hafa efnt til skuldanna,“ bætir hann við. European City Guide er skráð á Spáni. Það er fyrirtækið Silver Stone Management einnig, sem sérhæfir sig í því að svíkja út fjármuni með því að bjóða mikla ávöxtun peninga með lítilli fyrir- höfn og telja Íslendingum trú um að nú sé tækifærið til að hagnast á sterkri stöðu krónunnar. SVÞ hafa fengið kvörtun frá aðila sem lagði inn þúsundir bandaríkja- dala á bankareikning fyrirtækis- ins í von um skjótfenginn gróða en peningarnir hurfu fljótt og ekki hefur enn náðst í fulltrúa fyrirtækisins, sem áður var svo vinsamlegur og hjálpfús í símtöl- um og bréfasendingum, að sögn Sigurðar. jss@frettabladid.is www.btnet.is. • • Frelsaðu félagann! www.btnet.is Kynntu þér málið... aðeins á • • Frelsaðu félagann! • • Átt þú félaga með allt of lítinn hraða og takmarkað niðurhal? • • Átt þú félaga sem þráir að hafa óheftann aðgang að netinu? • • Eða viltu bara fá þér góða ADSL tenginu á frábæru verði? Ef þú ert með BTnet getur þú bent félaga þínum á BTnet og þú færð einn mánuð frían í staðinn og félagi þinn líka. Ef þú frelsar fleiri félaga færðu frían mánuð fyrir hvern þann félaga sem skráir sig á btnet.is. Ef þú þekkir ekki neinn sem er með ADSL hjá BTnet þá getur þú samt skráð þig á netinu og fengið frían mánuð. Flottustu leikjaþjónar landsins! www.btnet.is >> • • þú og félagar þínir fá fría áskrift! extra light V16 • • Ótakmark að niðurhal ! 3.890 kr. á mánuði allt innifalið m.v. 12 mánaða samning! Sakaður um fíkniefnasölu og samræði við barn: Neitar sök og vill ekki tjá sig DÓMSTÓLAR Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð Hér- aðsdóms Suðurlands yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um fíkniefnasölu og kynferðismök við stúlku undir 14 ára aldri. Mað- urinn var handtekinn á miðviku- daginn fyrir viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag, en það rennur út á morgun. Í dómskjölum kemur fram að lögreglan á Selfossi hafi frá 20. maí hlerað síma mannsins og hafi sú hlerun margsinnis leitt til handtöku fólks með talsvert magn fíkniefna. Sjálfur er maðurinn sagður hafa verið varkár í sölu- starfsemi og við afhendingu efna. Við handtöku fundust í fórum mannsins tveir hassmolar og meintur skuldalisti vegna fíkni- efnaviðskipta. Alls segist lög- regla hafa hlerað um 1.900 símtöl í síma mannsins og fengið upp- lýsingar um fjölda kaupenda, auk stærri dreifingaraðila. Þá vakn- aði grunur um að maðurinn hefði haft samræði við stúlku undir lögaldri og telur lögregla nauð- syn á skýrslutöku í Barnahúsi vegna þess. Maðurinn harðneitar sök og neitar að mestu að tjá sig um sakarefni. Brot hans eru sögð geta varðað allt að 12 ára fang- elsi. -óká HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Fjölskipaður dómur kvað upp þriggja ára fangelsisdóm yfir rúmlega fertugum manni í gær fyrir nauðgun og fleiri brot. Dóminn kváðu upp héraðsdómararnir Símon Sigvaldason, Arn- grímur Ísberg og Sigríður Ingvarsdóttir. HJÁLPARBEIÐNIR Sigurður Jónsson framkvæmdastjóri SVÞ hefur fengið fjölmörg símtöl frá forráðamönnum íslenskra fyrirtækja sem lent hafa í klóm svikafyrirtækja. Hann varar íslenska lögfræðinga við að taka að sér innheimtustarfsemi fyrir þau. Upplýsingar um þessi fyrirtæki eru á vefsíðu SVÞ. ÖLFUSÁRBRÚ Á SELFOSSI Lögregla á Sel- fossi hleraði tæplega tvö þúsund símtöl í síma manns sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um umfangsmikla fíkniefnasölu á Suðurlandi. Maðurinn er einnig grunaður um samræði við stúlku undir lögaldri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.