Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 14

Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 14
14 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR Mikil umræða hefur skapast um það undan- farna daga hvort umfjöllun tímaritsins Hér & nú um einkahagi og skilnað tónlistarmanns- ins Bubba Morthens hafi verið siðleg og eðli- leg eða yfir höfuð lögleg. Í íslenskum lögum eru ákvæði um ákveðnar takmarkanir á tján- ingarfrelsi sem hér verður bent á en les- endum látið eftir að dæma um hvað á við. Stjórnarskráin Samkvæmt 73. grein stjórnarskrár lýðveldisins eru allir frjálsir skoðanna sinna og sannfæringar og hefur hver maður rétt á að láta þær skoðanir sínar í ljós en verður þó að ábyrgjast þær fyrir dómi. Tjáningar- frelsi má þó setja skorð- ur til að verja siðgæði manna, réttindi og mannorð. Í 71. grein stjórnarskrárinnar er það svo tekið fram að allir skuli njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Einu takmark- anirnar þar á lúta að sérheimildum svo sem eins og um húsleitir ef grunur leikur á lög- broti. Mannréttindasáttmáli Evrópu Í Mannréttindasáttmála Evrópu sem er orð- inn að lögum hér á Íslandi segir í 8. grein um friðhelgi einkalífsins að sérhver maður eigi rétt á friðhelgi einkalífs síns, fjölskyldu, heimilis og bréfaskipta. Í sama sáttmála er kveðið á um tjáningarfrelsi sem skuli vera réttur sérhvers manns. Svipaðar takmarkanir gilda þó þar og í stjórnarskránni, því tjáningar- frelsi takmarkast við að það má ekki ganga á siðgæði manna, mannorð eða réttindi. Hegningarlög og viðurlög Í almennum hegningarlögum eru tvö ákvæði sem vissulega hljóta að skerða tjáningarfrelsi hvers og eins. Það eru 234. grein og 235. grein en í þeim segir að hver sem meiðir æru annars með orðum eða athöfnum eða ber slíkt út skuli sæta sektum eða allt að eins árs fangelsi og að sá sem dróttar að öðrum manni einhverju því sem verða myndi virðingu hans til hnekkis eða þá ber slíka aðdrótt- un út skuli sæta sömu viðurlög- um. Takmörk fyrir flví hva› má segja FBL-GREINING: TJÁNINGARFRELSI OG FRIÐHELGI EINKALÍFSINS fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ GISTINÆTUR Í APRÍL Heimild: HAGSTOFAN -6,6% REYKJAVÍK NORÐUR KOSNINGAR 11,6% NÚ 5,0% -2 ÞINGMENN -7,1% REYKJAVÍK SUÐUR KOSNINGAR 11,3% NÚ 4,2% -1 ÞINGMAÐUR -9,8% NORÐVESTURKJÖRDÆMI KOSNINGAR 21,7% NÚ 11,9% -1 ÞINGMAÐUR -20,5% NORÐAUSTURKJÖRDÆMI KOSNINGAR 32,8% NÚ 12,3% -2 ÞINGMENN -9,1% SUÐURKJÖRDÆMI KOSNINGAR 23,7% NÚ 14,6% -7,0% SUÐVESTURKJÖRDÆMI KOSNINGAR 14,9% NÚ 7,9% MISSA EKKI ÞINGMANN MISSA EKKI ÞINGMANN 2 0 0 1 6 1 .9 5 5 2 0 0 2 5 8 .3 7 4 2 0 0 3 6 5 .7 1 9 2 0 0 4 7 1 .4 2 2 2 0 0 5 7 7. 5 5 8 Framsókn getur misst helming flingmanna Framsóknarflokkurinn gæti tapað allt að helmingi þingmanna sinna ef kosið væri nú samkvæmt könnun Gallup frá því í byrjun mánaðarins. Könnunin var hluti af þjóðarpúlsi Gallup þar sem mæld var afstaða kjósenda til einstakra stjórnmála- flokka. Í könnuninni mældist Fram- sóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi á landsvísu sem er lægsta fylgi sem flokkurinn hefur nokkurn tímann mælst í þjóðarpúlsi Gallup en flokkurinn hlaut 17,7 prósent at- kvæða í kosningunum 2003 og 12 þingmenn kjörna. Þetta er sami fjöldi og flokkur- inn fékk í kosningunum 1999 en flokkurinn tapaði 0,7 prósent at- kvæða á milli þeirra kosninga. Úr- takið í könnun Gallup var 2.344 manns á aldrinum 18 til 75 ára. Svarhlutfall var 61 af hundraði en hafa ber í huga að mjög lítið úrtak er í hverju kjördæmi fyrir sig eins og áður hefur komið fram í Frétta- blaðinu. Slíkt getur skekkt áreiðan- leika könnunarinnar. Hrun í norðausturkjördæmi Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær tapar flokkurinn rúmlega 20 prósentustigum í könnun Gallup í norðausturkjördæmi og tapar hann hvergi jafn miklu fylgi á landinu. Þar fékk hann fjóra þingmenn kjörna í síðustu kosningum en sam- kvæmt könnun Gallup fengi hann einn kjördæmakjörinn þingmann í kjördæminu og hugsanlega uppbót- arþingmann. Fréttablaðið hefur stuðst við út- reikninga sérfræðings við forsend- ur á reiknuðum þingmannafjölda hvers kjördæmis en þar sem úrtak Gallup í hverju kjördæmi var mjög lítið getur verið um óáreiðanlegar tölur að ræða auk þess sem ekki eru bein áhrif á milli fylgis flokkanna og þingmannafjölda í hverju kjör- dæmi. Fylgi í öðrum kjördæmum getur haft þar mikil áhrif og hefur haft það, til að mynda í síðustu þing- kosningum. Forsætisráðherra af þingi Samkvæmt könnuninni myndi flokkurinn einnig missa tvo þing- menn í Reykjavíkurkjördæmi norð- ur en þar eru fyrir Halldór Ás- grímsson, formaður flokksins, og Árni Magnússon félagsmálaráð- herra. Sama á við um Reykjavíkur- kjördæmi suður en Fréttablaðið sagði frá því um síðustu helgi að fylgi flokksins í kjördæminu væri langt fyrir neðan kjörfylgi og dygði líklega ekki til að flokkurinn fengi þar kjördæmakjörinn þingmann. Eina kjördæmið þar sem öruggt er að flokkurinn myndi halda sínum þingmanni væri suðvesturkjör- dæmi þar sem flokkurinn héldi sín- um eina þingmanni. Það kjördæmi þar sem flokkurinn tapar hvað minnstu fylgi hlutfallslega er hins vegar suðurkjördæmi þar sem Guðni Ágústsson hefur leitt lista framsóknarmanna. Mögulegt er þó að flokkurinn myndi tapa einum þingmanni þar þótt það sé ólíklegt og hann myndi að öllum líkindum fá uppbótarþingmann. Geta tapað helmingi þingmanna Mögulegt er að Framsóknarflokk- urinn geti tapað helmingi þing- manna sinna miðað við könnun Gallup. Hér hafa þó aðrir þættir einnig áhrif svo sem fylgi annarra flokka og sérstaklega Frjálslynda flokksins en flokkurinn hefur nú þrjá þingmenn en fékk fjóra kjörna og mældist með tiltölulega lítið fylgi í könnuninni og aðeins 10,4 prósent í norðvesturkjördæmi. Það kjördæmi hefur verið sterkasta kjördæmi flokksins og hefur verið eina kjördæmið þar sem flokkurinn hefur fengið kjördæmakjörinn þingmann. Auk þess er ljóst að ákveðnar kjördæmabreytingar munu eiga sér stað með tilfærslu þingmanna milli kjördæma og er ekki tekið tillit til þess við útreikninga sem þessi sam- anburður nær til. Ekkert breytir þó því að Framsóknarflokkurinn er í sögulegri lægð og þarf mikið að breytast hjá flokknum til að hann nái kjörfylgi. Næsti þjóðarpúls Gallup verður birtur í byrjun júlí. hb@frettabladid.is Árni Magnússon Birkir Jón Jónsson Dagný Jónsdóttir Halldór Ásgrímsson Jónína Bjartmarz Kristinn H. Gunnarsson ÞESSIR ÞINGMENN EIGA Á HÆTTU AÐ MISSA SÆTI SITT ÞINGFLOKKUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Aðeins helmingur þingmanna flokksins munu verða þingmenn áfram ef marka má niðurstöðu þjóðarpúls Gallup. Framsóknarflokkurinn er í mikilli kreppu sam- kvæmt sko›anakönnun Gallup. Flokkurinn tapar alls sta›ar fylgi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.