Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 16

Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 16
Bandaríkin og Bretar hófu innrás í Írak hinn 19. mars 2003. Fram að þeim tíma hafði George Bush hald- ið því fram að Saddam Hussein gæti komist hjá styrjöld með því að gefa heiminum nákvæmar upp- lýsingar um þau gereyðingarvopn, sem hann hefði undir höndum og undirgangast að þeim yrði eytt með óyggjandi hætti. Forsetinn hélt áfram að hamra á þessu jafn- vel í ræðu sinni 16. október 2002 eftir að þingið hafði gefið honum heimild til þess að lýsa yfir stríði, þegar honum þætti það óhjá- kvæmilegt. Þá sagði hann að eina ósk Bandaríkjamanna væri að af- stýra þeirri ógn við heimsfriðinn, sem stafaði frá Írak. Vonandi væri unnt að gera það með friðsamleg- um hætti. Það væri nú undir Saddam Hússein komið. Hinn 1. maí síðastliðinn, undir lok kosningabaráttunnar í Bret- landi, birti Lundúnablaðið Sunday Times orðrétt leyniskjal frá 23. júlí 2002, fundargerð frá fundi Tony Blairs og helstu ráðgjafa hans í utanríkis- og öryggismálum. Þar kom greinilega fram að Bush hafði að minnsta kosti þremur mánuðum fyrir áðurnefnda ræðu sína til þingsins ákveðið að ráðast inn í Írak og ekkert sem Írakar gerðu eða kusu að láta ógert hefði breytt þeirri ákvörðun. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw skýrði nefnilega frá því á þessum fundi að Bush hefði þegar gert upp hug sinn. Tíma- setningin ein væri ekki ákveðin enn. Átyllan risti þó grunnt. Saddam væri ekki ógnun við ná- grannaríkin og hefði minni getu til þess að beita gereyðingarvopnum heldur en Líbía, Norður-Kórea og Íran. Því ættu Bretar að hjálpa til við að skapa lögmæta ástæðu fyrir stríði með því að fara með málið fyrir Öryggisráðið, þó svo að eng- inn áhugi væri fyrir því í Was- hington. Allir vita svo hvernig fór. Átyll- an reyndist engin; Saddam átti engin gereyðingarvopn. Allur und- irbúningur styrjaldarinnar var byggður á lygum, fölskum veru- leika sem var búinn til í Was- hington með því að hagræða skýrslum leyniþjónustanna og laga staðreyndir eftir hentugleik- um. Eftir á er svo sökinni varpað á njósnastofnanirnar og reynt að láta líta svo út að pólitíkusarnir hafi unnið að málinu í góðri trú! Bandarísku stórblöðin New York Times og Washington Post hafa beðið lesendur sína afsökun- ar á því að hafa gleypt allar lygar stjórnvalda hráar og þannig látið nota sig sem tæki til þess að gera almenningsálitið móttækilegt fyr- ir stríði. En hvernig getur það gerst að á fjölmiðlunar- og upplýsingaöld geti ráðamenn vafið fjölmiðlum um fingur sér og fengið þá til þátt- töku í markvissri lyga- og áróðurs- herferð, sem steypir heiminum út í styrjöld? Fréttamaður frá New York Times átti athyglisvert viðtal við einn af æðstu ráðgjöfum Bush for- seta, í fylgitímariti blaðsins í des- ember síðastliðnum. Blaðamaður- inn velti fyrir sér hvar stjórnvöld drægju línurnar milli staðreynda og pólitískrar stefnu: „Ráðgjafinn sagði að menn eins og ég (þ.e. fréttamenn og frétta- skýrendur) tilheyrðu „því sem við köllum veruleikatengda samfélag- ið“, sem hann skilgreindi nánar sem „fólk, sem heldur að lausnir finnist með yfirvegaðri rannsókn á greinanlegum veruleika.““ Ég kinkaði kolli og muldraði eitthvað um grunnreglur upplýsingar og raunhyggju. Hann greip frammí fyrir mér. „Þannig virkar veröldin ekki lengur“, hélt hann áfram. „Núna erum við heimsveldi, og þegar við grípum til aðgerða þá sköpum við okkar eigin veruleika. Og meðan þið eruð að velta þeim veruleika fyrir ykkur – af mikilli yfirvegun vonandi – þá grípum við til annarra aðgerða og sköpum með því nýjan veruleika sem þið byrjið svo að gaumgæfa og þannig koll af kolli. Við erum gerendur sögunnar og þið... það hlutskipti sem ykkar bíður er að þið fáið að kanna gaumgæfilega hvað það er sem við erum að gera.“ Þó svo að á yfirborðinu líti þessi röksemdafærsla út fyrir að vera lærð úttekt á trú og trúar- brögðum fer því fjarri. Í rauninni er þetta röksemdafærsla fyrir valdinu og áhrifum þess á sann- leikann. Rökin eru þau að valdið geti skapað sannleikann í sinni mynd: Valdið muni að lokum ákvarða veruleikann, eða að minnsta kosti þann veruleika sem fólk flest viðurkennir. Og það er þetta sem skiptir sköpum. Stjórn- völd kæra sig kollótt um hverju lesendur virtra fjölmiðla, eins og New York Times, trúa, það sem skiptir máli er hvað hægt er að fá hinn breiða fjölda til að trúa, hvaða blekkingum þarf að beita, hvaða lygar þarf að spinna upp til þess að skapa það andrúmsloft að hægt sé að hefja stríð. Og meðan almenningur hefur ekkert við það að athuga að stjórnvöld umgang- ist sannleikann, veruleikann og staðreyndirnar, með þessum hætti munum við fá meira af svo góðu. ■ S ú hugmynd Gunnars I. Birgissonar, hins nýja bæjar-stjóra í Kópavogi, sem sagt var frá í gær, hefur áreiðan-lega vakið mikla athygli tónlistarunnenda og von um að nú loks sjái fyrir endann á húsnæðisvandræðum Íslensku óp- erunnar. Vandræðagangurinn varðandi það að Íslenska óper- an fái inni í fyrirhuguðu tónlistar- og ráðstefnuhúsi við Reykjavíkurhöfn hefur eflaust haft áhrif á að þessi hugmynd er nú lögð fram. Lengi vel virtist sem Óperan ætti alls ekki að fá inni í hinu nýja húsi, en nú mun vera gert ráð fyrir að henni verði troðið þar inn, án þess að hægt verði að halda þar full- komnar óperusýningar. Því hefur verið borið við að ekki sé með góðu móti hægt að reisa tónlistarhús sem jafnframt hýsi starfsemi óperu, en nú er komin fram hugmynd sem á eftir að útfæra í smáatriðum, þar sem höggvið er á þann vandræða- hnút sem þessi mál hafa verið í. Við fyrstu sýn virðist einboð- ið að Óperan flytji í Kópavog. Íslenska óperan er 25 ára um þessar mundir, og hefur búið við ákaflega þröng húsakynni í Gamla bíói við Ingólfsstræti. Gamla bíó er ekki óperuhús, heldur kvikmyndahús af gamla skólanum, þar sem reyndar hafa verið haldnir margir eftir- minnilegir tónleikar í áranna rás. Íslenska óperan keypti Gamla bíó fyrir höfðinglega gjöf kaupmannshjónanna Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Það er fyrst og fremst drifkrafti Garðars Corters og hóps í kringum hann að þakka að Íslenska óperan er til. Innan hópsins hefur ríkt mik- ill frumherjakraftur og búast má við að með hugmynd Gunn- ars I. Birgissonar bæjarstjóra eflist hópurinn til nýrra átaka. Bæjarstjórinn segir að hugmyndin um Óperuna í Kópa- vogi sé ekki nema nokkurra vikna gömul og hrinda mætti henni í framkvæmd fljótlega, þannig að fyrsta óperan yrði frumsýnd eftir 2-3 ár. Þá verður nýja tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn varla fokhelt með sama áframhaldi, þannig að nú þurfa menn þar á bæ væntanlega að endurskoða hönn- unarforsendur, því varla verða tvö óperuhús á höfuðborgar- svæðinu. Á menningartorfunni fyrir neðan Kópavogskirkju er nú þegar rekin blómleg menningarstarfsemi og óperuhús myndi styrkja þessar stofnanir og þær svo aftur Óperuna. Það verður væntanlega auðvelt verk fyrir bæjarstjórann Gunnar I.Birgisson að sannfæra menntamálaráðherrann, sem er líka sjálfstæðisþingmaður í Kraganum, um að heppilegast sé að hætta við að troða Íslensku óperunni inn í tónlistarhús- ið fyrirhugaða, en að betra sé að reisa nýtt sérhæft óperuhús í miðju höfuðborgarsvæðisins. Íslenska óperan er sjálfseignarstofnun sem á húsnæðið við Ingólfsstræti, og hún þarf að sjálfsögðu að leggja fram krafta sína við Óperuna, auk Kópavogsbæjar og ríkisins. Það er að sjálfsögðu óperufólkið sem hefur reynsluna og þekkinguna varðandi reksturinn og verkefnaval, og innan raða þess eru listamennirnir sem standa að óperusýningunum. ■ 29. júní 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON FRÁ DEGI TIL DAGS Vald og veruleiki Hlutleysi og siðferði Eiríkur Jónsson mætti sveit manna í umræðum í Íslandi í dag og Kastljósi í fyrradag vegna umfjöllunar vikuritsins um Bubba Morthens og eiginkonu hans. Það verður að teljast frekar óheppilegt fyrir mann sem boðaður er í viðtal af þessu tagi að geta ekki búist við því að mæta þeim, sem kappræða á við, með sömu for- merkjum og fólk er vant. Slíkur var ákafinn í máli stjórnenda beggja þátta í eina áttina að Eiríkur þurfti á stóra sínum að halda og rök- ræddi við fleiri en einn enda stjórnend- urnir allir fyrirfram búnir að taka ákveðna afstöðu í málinu. Um hlutleysi blaðamanna má lesa í siðaskrá Blaða- mannafélagsins sem allir stjórnendur höfðu að eigin sögn vel á hreinu. Fjöldahreyfing Ársskýrslu Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins hefur verið beðið með nokk- urri eftirvæntingu og nú verið send víða. Í skýrslunni er að finna margt áhugavert en ekki síst hefur orðaval í skýrslunni hlotið athygli fyrir margra hluta sakir. Í skýrslunni er sífellt talað um „hreyfingar sjúkrabíla“ sem eiga að hafa aukist mjög frá árinu á undan en einnig kemur fram að „útköll vegna mengunaróhappa“ séu 112 sem er umtalsverð fjölgun frá árinu á undan. Vilhjálmur þagnar Vilhjálmur Bjarnason geystist fram völl- inn í öllum umræðunum um dularfulla þýska bankann sem keypti ráðandi hlut í Búnaðarbankanum. Skyndilega í kjöl- far yfirlýsinga, sem bárust í gær, frá þýska bankanum og Eglu mun Vilhjálmur hafa dregið í land og ekki ætlað að tjá sig meira um málið. Ekki er vitað hvað réð af- stöðu Vilhjálms en styrkur S-hópsins og ítök virðast vera mikil. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Gunnar I. Birgisson hefur látið gera uppdrátt að óp- eruhúsi í Kópavogi sem yrði reist á næstu 2-3 árum. Óperuna í Kópavog 16 HÓTEL ALLAN HRINGINN N†TT HÓTEL Á VOPNAFIR‹I KJÖRINN ÁFANGASTA‹UR Á AUSTURLANDI hjalmar@frettabladid.is Rökin eru flau a› valdi› geti skapa› sannleikann í sinni mynd: Valdi› muni a› lokum ákvar›a veruleikann e›a a› minnsta kosti flann veruleika sem fólk flest vi›urkennir. ÓLAFUR HANNIBALSSON Í DAG UM SPUNAMEISTARA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.