Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 18
Bakpoki
Góður bakpoki getur skipt sköpum á göngu um fjöll og firnindi. Gefðu þér góðan tíma í að
finna rétta pokann og mátaðu hann áður en þú kaupir hann. [ ]
Sumarbúðir
fjöskyldunnar í Básum
10. – 15. júlí
Í þessum sumarbúðum taka börnin foreldra eða aðra forráðamenn með. Skipulögð
dagskrá alla dagana; leikir, göngur, ævintýri, varðeldur, söngur, glens og grín. Dagskrá-
in miðast við aldurinn 9-12 ára og geta hinir fullorðnu tekið þátt að vild. Yngri systkini
eru velkomin og þegar hægt er taka þau þátt í dagskránni.
Verð: Gisting í skála 16400/18800 kr. fyrir fullorðna og 9300/10600 kr. fyrir börn,
gisting í tjaldi 14400/16800 kr. fyrir fullorðna og 8000/9300 kr. fyrir börn. Systkinaaf-
sláttur er 15%.
Innifalið í verði: Ferðir fram og til baka, gisting, morgunverður alla daga, þátttaka í
dagskrá og lokamáltíð á fimmtudagskvöldi.
Leiðbeinendur: Stefán Már Guðmundsson og Stefán Magnússon sem eru af góðu
kunnir fyrir störf sín með börnum.
Eyrarbakki
var í aldaraðir verslunarstaður Sunnlendinga.
Í dag eru þar varðveitt mörg gömul hús sem
bera vitni um merka fortíð og setja fallegan
svip á staðinn. Hægt er komast í beina snert-
ingu við fortíðina og fræðast um söguna í
Byggðasafni Árnesinga í Húsinu frá 1765 og
Sjóminjasafninu á Eyrarbakka.Húsið
Söfnin eru opin kl. 11-17 alla daga í júní, júlí og ágúst,
kl. 14-17 um helgar í apríl, maí, sept. og okt.
Á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Sími 483 1504 · www.husid.com
AQUIS handklæði
í ferðalagið
Í bakpokann, ferðatöskuna, sundið,
líkamsræktina ofl.
Taka lítið pláss, létt, þurrka vel,
þorna fljótt, alltaf mjúk.
Dreifing: Daggir s: 462-6640
www.daggir.is
Riðið á slóð Brennu-Flosa
Bjarni Eiríkur, skólastjóri Reiðskólans Þyrils, verður leiðsögumaður í Njáluferðunum.
Reiðskólinn Þyrill býður upp á spennandi
hestaferðir á Njáluslóðir. Ferðirnar henta öll-
um og eru skemmtileg leið til að skoða landið
og kynnast sögunni um leið.
Í sumar býður Reiðskólinn Þyrill upp á skemmtileg-
ar hestaferðir um Njáluslóðir á hverjum sunnudegi.
Bjarni Eiríkur Sigurðsson, skólastjóri reiðskólans,
segir að ferðir af þessu tagi hafi verið afar vinsælar
undanfarin sumur enda góð útivist í skemmtilegu
umhverfi. „Ferðirnar henta öllum og menn þurfa
ekki að vera þaulreyndir hestamenn til þess að koma
með. Við erum með alls konar hesta og ferðirnar eru
sniðnar að þörfum hópsins. Það er líka misjafnt hvað
túrinn er langur. Stundum erum við á baki í klukku-
tíma og stundum í þrjá. Það fer allt eftir hópnum
hverju sinni,“ segir Bjarni, sem sjálfur er leiðsögu-
maður í ferðunum.
Reiðskólinn Þyrill útvegar allt sem þarf fyrir
ferðina og að auki er boðið upp á morgunverðarhlað-
borð áður en lagt er af stað og grill að ferð lokinni.
Lagt er af stað frá Torfastöðum í Fljótshlíð og riðið
þaðan á slóð Brennu-Flosa. Áð er við Klitnafoss og
svo haldið á Njálusetrið á Hvolsvelli þar sem hlýtt er
á fyrirlestur um Njálu. „Við höfum fengið ýmsa val-
inkunna menn til þess að flytja fyrirlestra sem
tengjast Njálu. Í fyrra fóru þessir fyrirlestrar fram
í ferðinni sjálfri en nú ætlum við að hafa þá á Njálu-
setrinu. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og menn
þurfa ekki að fara í hestaferðina til þess að hlýða á,“
segir Bjarni.
Þeir sem hafa áhuga á að ríða á slóð fornkappanna
geta nálgast allar nánari upplýsingar og skráð sig í
ferðirnar í síma 899 4600. thorgunnur@frettabladid.is
Hress hópur er að leggja af stað
í fjórhjólaferð þegar blaðamaður
rennir í hlað á Indriðastöðum.
Ingólfur Stefánsson hjá fyrir-
tækinu Eskimós er að undirbúa
fólkið, kenna því á hjólin og fara
vel og vandlega yfir öll öryggis-
atriði. Hann brýnir fyrir því að
stoppa í tíma ef einhver hræðsla
geri vart við sig.
Spenningurinn er mikill, allir
eru komnir í galla og með hjálma
á höfuð. Svo er lagt af stað eftir
gömlum slóða sem liggur milli
túna og farið rólega. Ilmur gróð-
urs fyllir vitin og golan leikur
við kinn. Ferðinni er heitið upp á
fagran ás fyrir ofan bæinn en
þaðan sést yfir Skorradalsvatn
og vítt um byggð í Borgarfirði.
Sumir tvímenna á hjólunum.
Golan leikur við kinn
Að ferðast um á fjórhjóli er eitt af því hægt er að gera á Ind-
riðastöðum í Skorradal.
útivist }
Elliðaárdalurinn er skemmtilegt útivist-
arsvæði.
Gengið með Orku-
veitunni í sumar
Í SUMAR VERÐUR BOÐIÐ UPP Á
FERÐIR AF ÝMSU TAGI UNDIR LEIÐ-
SÖGN VÍSINDAMANNA.
Göngu- og fræðsluferðir Orkuveit-
unnar hafa verið vinsælar undanfarin
ár og í sumar verður ýmislegt í boði
fyrir þá sem vilja rölta um í náttúr-
unni og fræðast um leið.
Næstu þriðjudaga verður gengið um
Elliðaárdalinn en viðfangsefnið er
aldrei það sama. Gróðurfar, fuglalíf
og skordýr eru meðal þess sem
skoðað verður í ferðunum.
Umsjónamenn eru Einar Gunnlaugs-
son, jarðfræðingur og Kristinn H.
Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur.
Allar nánari upplýsingar um ferðirn-
ar, dagsetningar og tímasetningar
má finna á heimasíðu Orkuveitunnar
www.or.is.
Svæðið á Njáluslóðum er fallegt. Hér eru reiðmenn á ferð við
Klitnafoss.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
U
N