Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 25
 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 28 63 6 06 /2 00 5 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 28 63 6 06 /2 00 5 Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 02.05.2005–01.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf Landsbankans 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingar- sjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verð- bréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og úrdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is Flókin samskipti Smáfuglarnir vita sínu viti Vínmarkaðurinn Léttvín best í hófi Heilarannsóknir Stjörnur eiga taugar Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 29. júní 2005 – 7. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Valdabarátta | Átök standa um völd í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Fjölmargir stofnfjáraðilar hafa fengið tilboð í hluti sína. Fjár- málaeftirlitið óskar eftir skýringu frá stofnfjáreigendum. Mikil viðskipti | 14 milljarða króna viðskipti hafa verið með bréf í Íslandsbanka undanfarna daga. Engar tilkynningar hafa borist frá Kauphöllinni um hverj- ir standa á bak við kaupin. Engin blaðra | Sérfræðingar segja ekki hættu á verðfalli á fast- eignamarkaði hér á landi á næst- unni þrátt fyrir miklar hækkanir að undanförnu. Haldi verð áfram að hækka er þó ekki loku fyrir það skotið að verðfall verði síðar. Olíuæði | Verð á olíu fór í vikunni yfir 60 dali á fat. Er það einsdæmi í sögunni. Sérfræðingar sjá ekk- ert lát á hækkunum og óstöðug- leikinn á markaðnum er slíkur að smávægilegustu atvik geta valdið verðhækkunum. Allt á að fara | Sumarútsölur fara nú að hefjast og standa fram yfir verslunarmannahelgi. Kaup- menn segja útsölur standa yfir of lengi og draga úr sölu á nýjum sumarvörum. Innistæðulausir | Sextán yfir- menn ítalska matvælarisans Parmalat hafa verið ákærðir fyrir fjársvik og skjalafals. Ellefu ját- uðu sekt og hlutu strax dóm. Eng- in innistæða var á reikningi fyrir- tækisins sem sagður var innihalda 250 milljarða króna. Bláa Hreyfing | Bláa lónið hefur fest kaup á líkamsræktarstöðinni Hreyfingu. Velta sameinaðs fé- lags verður á annan milljarð króna og starfsmenn 150. Enn stórviðskipti með hlutabréf Íslandsbanka: Baugsmenn líklegastir Hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 9,5 milljarða króna skiptu um hendur í gær. Engar tilkynningar voru sendar Kauphöllinni og ekk- ert fékkst uppgefið hverjir stæðu á bak við þessi viðskipti. Fyrir helgi voru seld bréf í bankanum fyrir tæpa fjóra millj- arða og var hluti þeirra bréfa samkvæmt heimildum í eigu Jóns Helga Guðmundssonar. Um- fang viðskiptanna frá því á föstu- dag var orðið svo mikið að þau væru tilkynningaskyld ef einn aðili væri að kaupa. Karl Wernersson hefur reynt í samstarfi við Jón Ásgeir Jóhann- esson og fleiri fjárfesta að kom- ast að samkomulagi við Straum um kaup á þeirra eignarhlut í Ís- landsbanka. Straumur er ekki á þeim buxunum að selja sín bréf nú sem stendur. Seljandi í þessum viðskiptum var ekki tilkynningaskyldur og beinast því böndin að bankanum sjálfum og að hann hafi safnað eigin bréfum til þess að selja til samstarfsmanna núverandi stjórnarmeirihluta. Líklegastir til þess að vera kaupendur eru Baugur og tengdir aðilar. Enginn var fáanlegur í gær til að stað- festa neitt um viðskiptin. Björgvin Guðmundsson skrifar Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Markaðarins átti Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa og SÍF, félagið Serafin Shipping. Ekki hefur legið fyrir hver var eigandi félagsins þrátt fyrir að það hafi verið sjötti stærsti eigandinn í Icelandic Group við sameiningu Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjóvíkur í byrjun sumars. Serafin fékk um sex prósent hlutabréfa í sameinuðu félagi í skiptum fyrir hlut sinn í Sjóvík. Þegar svo stór eignarhlutur er á hönd sama aðil- ans er honum skylt að gefa Kauphöll Íslands ákveðnar upplýsingar samkvæmt lögum um verð- bréfaviðskipti. Það var ekki gert. Í staðinn var hlutabréfum Serafin Shipping í Icelandic Group skipt niður á tvö félög; Fordace Limited sem fékk 4,47 prósenta hlut og Deeks Associates Ltd. með 1,49 prósenta hlut. Hvorugt þessara félaga réð þá yfir meira en fimm prósent hlutafjár og þau voru því ekki tilkynningarskyld í Kauphöllinni. Ólafur Ólafsson vildi ekki staðfesta í síðustu viku að hann ætti Serafin Shipping. Í samtali við blaðamann sagðist hann ekki kannast við Fordace Limited sem var á lista yfir tíu stærstu hluthafana í Icelandic Group. Ekki náðist í hann við vinnslu þessarar fréttar. Fjármálaeftirlitið skoðar nú viðskiptin og þá sér- staklega hlut Serafin Shipping. Eftirlitinu ber með- al annars að fylgjast með því að nauðsynlegar lög- bundnar upplýsingar séu gefnar upp á skiplögðum hlutabréfamörkuðum. Sé brotið gegn lögum um verðbréfaviðskipti varðar það sektum – liggi þyngri refsing ekki við brotinu samkvæmt öðrum lögum. Ólafur var stjórnarformaður SÍF þegar félagið seldi Sjóvík, sem hann var hluthafi í, söluhluta SÍF í Ameríku síðastliðið haust. Þá höfðu margar til- raunir verið gerðar til sameiningar SÍF og SH. F R É T T I R V I K U N N A R 8 12-13 9 Starfslokasamningur Sparisjóðs Hafnarfjarðar við Björn Inga Sveinsson, fyrrum sparisjóðs- stjóra, gæti numið 50 milljónum króna samkvæmt heimildamönn- um Markaðarins en ekki hefur verið gengið endanlega frá hon- um. Þegar samið var við Björn Inga um kaup og kjör af fyrrver- andi sparisjóðsstjórn var fallist á að hann fengi ríflegar bætur ef breytingar yrðu á yfirstjórn sparisjóðsins. Björn Ingi lét af störfum skömmu eftir að ný stjórn náði völdum í sparisjóðnum í lok apríl síðastliðnum. Hann tók við af Þór Gunnarssyni um síðustu áramót og var því aðeins fjóra mánuði í starfi áður en til starfsloka kom. Magnús Ægir Magnússon var ráðinn í stað Björns Inga. Páll Pálsson, stjórnarformaður SPH, sagðist lítið geta tjáð sig um þessi mál nema að lögfræðingar sparisjóðsins væru að skoða málið. Björn Ingi Sveinsson vildi heldur ekki tjá sig um þessi mál að svo stöddu en sagði að málið yrði til lykta leitt á næstu vikum. - eþa Útrásarvísitalan lækkar: Low & Bonar hækkar mest Útrásarvísitalan lækkar um 1,5 prósent milli vikna en krónan hefur styrktst á sama tíma. Low & Bonar er félagið sem hækkar mest milli vikna en gengi þess hækkaði um 8,5 prósent. Fjögur félög lækkuðu um meira en þrjú prósent þegar tekið hafði verið tillit til hækkandi gengis en það eru Somerfield, EasyJet, Scri- bona og Finnair. DeCode er eina félagið utan Low & Bonar sem hækkaði milli vikna. Gengi þess var 8,45 Bandaríkjadalir á hlut. Sjá síðu 6. -dh Ólafur Ólafsson átti Serafin Shipping Eigandi huldufélagsins í Icelandic Group var Ólafur Ólafsson í Samskipum. Fjármálaeftirlitið skoðar viðskipti Serafin Shipping. Starfslok Björns Inga Sveinssonar fyrrverandi sparisjóðsstjóra SPH enn í athugun: Gæti fengið 50 milljónir fyrir 4 mánuði HÖFUÐSTÖÐVAR ICELANDIC GROUP Fr ét ta bl að ið /G VA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.