Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 32
Samskiptakerfi smáfugla virðast í ýmsum tilfellum vera miklu há- þróaðri og flóknari en vísinda- menn hafa hingað til gert sér grein fyrir. Smáfuglinn hettumeisa gefur frá sér viðvörunarhljóð þegar rándýr nálgast og lætur þar með frændsystkin sín vita. Þetta eru ekki ný tíðindi fyrir vísindamenn en eftir að hafa fylgst betur með meisunni hefur komið í ljós að kerfið er mun flóknara en fyrst var talið. Í rannsókninni voru gerðar upptök- ur á viðbrögðum meisunnar við ná- vist þrettán ólíkra tegunda ránfugla og tveggja annarra rándýra. Í ljós kom að meisan lætur frá sér fleiri og hærri tíst eftir því sem meiri hætta stafar af rándýrinu. Návist smáuglu framkallaði því á þriðja tug tísta en stórir ránfuglar á borð við erni framköl luðu bara tvö tíst. Þetta skýrist af því að stóru ránfuglarnir eiga erfiðara með að veiða meisur heldur en þeir smærri. - þk MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN8 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Jón Skaftason skrifar Microsoft tölvurisinn og raf- tækjaframleiðandinn Toshiba hafa skrifað undir samstarfs- samning sem felur í sér sam- vinnu við þróun svokallaðra Hd-dvd-spilara og mynddiska. Mikil samkeppni er í þróun næstu kynslóðar dvd- spilara en þar takast á tvær gerðir; annars vegar Hd-dvd og hins vegar Blu ray-tækni sem Sony styður og þróar. Blu ray-diskar hafa meira minni, 50 gígabæta á meðan Hd-dvd hafa 30. Hd-dvd-diskarnir eru hins vegar mun ódýrari í framleiðslu enda framleiðsluferlið svipað og við þró- un hefðbundinna dvd-diska. Sony og Microsoft hafa árangurs- laust reynt að komast að samkomu- lagi um hvora tæknina beri að nota og því stefnir allt í stríð á borð við það sem framleiðendur VHS og Betamax myndbandstækja háðu við lok áttunda áratugarins. Komist fyrirtækin ekki að niðurstöðu um hvora gerðina beri að nota óttast sérfræðingar að ringul- reið verði á markaðnum og að neytendur hiki við að taka í gagnið nýjar vör- ur. „Herra Gates er gríðar- lega öflugur bandamaður í baráttunni,“ sagði Atsu- toshi Nishida forseti Tos- hiba en fyrirtækið er í út- varðasveit þeirra sem styðja Hd-dvd-tæknina. Bill Gates sagði að þrátt fyrir samninginn væri Microsoft ekki að taka neina afstöðu: ,,Það að við tökum þrátt í frekari þróun Hd-dvd tækninnar þýðir ekki að við séum að taka afstöðu með annar- ri hvorri fylkingunni“. Sony sendi í kjölfar samkomulagsins frá sér til- kynningu: ,“Microsoft ber við hlutleysi er kemur að Blu-ray og Hd-dvd, svo við höfum ekkert yfir samningnum að kvarta“. Samkomulagið náði einnig til annarra þátta á borð við samvinnu við þróun fartölva og fleira: „Enn og aftur höfum við sýnt fram á einarðan stuðning okkar við nýsköpun og frumkvöðlastarf- semi“, sagði Gates ánægður með samninginn. Microsoft og Toshiba í eina sæng Microsoft og Toshiba hyggjast vinna saman að þróun svokallaðrar Hd- dvd-tækni. Mikil samkeppni er í þróun næstu kynslóðar mynddiska og stefnir allt í stríð á borð við það sem framleiðendur VHS og Betamax myndbandstækja háðu á árum áður. Nýr forstjóri Sony-samteypunn- ar boðar að fyrirtækið muni leggja áherslu á færri vörur í framtíðinni í stað þess að taka þátt í samkeppni á mörgum ólík- um sviðum. Töluvert tap hefur verið á rekstri Sony á siðustu misserum. Félagið hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að beina sjónum sínum að of mörgum ólíkum vör- um. Niðurstaðan hefur verið sú að flestar vörurnar skila ekki hagnaði til fyrirtækisins. Nýi forstjórinn, Howard Stringer, vill breyta þessu og leggja áherslu á DVD spilara, sjónvarpstæki og afspilunartæki fyrir stafræna tónlist. - þk Microsoft hefur nú hlýtt sam- keppnisyfirvöldum í Evrópu- sambandinu og sett á markað nýja útgáfu af Windows XP stýrikerfinu. Þessi útgáfa inni- heldur ekki Windows Media Player. Útlit er fyrir að sala á nýju útgáfunni verði mjög léleg og hafa tölvuverslanir hreinlega sleppt því að panta birgðir af þessari útgáfu. Media Player frá Windows hefur verið eitt helsta umkvörtunarefni keppinauta sem segja að með því að gefa Media Player með stýrikerfinu sé fótunum kippt undan rekstri þeirra sem vilja selja sína spilara. - þk LOGNIÐ Á UNDAN STORMINUM? Bill Gates stjórnarformaður Microsoft og Atsutoshi Nishida forseti Toshiba handsala samning um þróun næstu kynslóðar dvd-tækni. Framleiðendur skiptast í tvær fylkingar og stefnir allt í harðvítugt viðskiptastríð. Smáfuglarnir vita sínu viti Samskiptakerfi smáfugla er flóknara en talið var. HD-DVD DISKUR Minni diskana er 30 gígabæt og eru þeir talsvert ódýrari i framleiðslu en svokallaðir Blu-ray diskar. Talið er að farsímaframleiðand- inn Motorola muni í haust bjóða upp á nýja tegund af síma sem býður upp á að notandinn geti keypt tónlist í i-Tunes tónlistar- búð Apple. Samningar Apple og Motorola við Cingular, stærsta farsímafyr- irtæki Bandaríkjanna, munu vera langt á veg komnir en mikil leynd hvílir yfir samningunum. Tæknilega stend- ur fátt í vegi fyr- ir því að hægt sé að bjóða upp á þjónustuna en samningar um skiptingu á t e k j u n u m eru flóknari viðfangs. - þk Unnið er að því að hanna staðla til þess að skilja á milli ill- kynja og góðkynja hugbúnað- ar sem vefsíður senda inn á tölvur. Mörg fyrirtæki sem setja svokallaðar kökur (e. cookies) inn á tölvur telja að hreinsi- búnaður sé forritaður til þess að taka of grimmilega á slíkum viðbótum og flokki saklausan hugbúnað sem hættulegan. Forritin sem settar eru inn á síður gesta eru kölluð ýmist „spy- ware“ eða „adware“ en þótt nafngiftirnar séu neikvæðar bjóða slík forrit upp á ákveðin þægindi. Þau losa gestina undan því að þurfa í sífellu að skrifa inn lykilorð auk þess sem þau gera það mögulegt að vefsíður muni eftir notkun gestsins sem getur falið í sér þægindi. Á hinn bóginn geta slík laumuforrit falið í sér að njósnað er um alla netnotkun og upplýsingar sendar til baka til geymslu í gagna- bönkum og jafnvel til þjófnaðar á verðmætum upplýsingum. Þá er algengt að óprúttnir aðilar reyni að koma vírusum og annarri óáran í dreifingu með slíkum laumuforritum. - þk SLEGIST Á NETINU Fólk getur fengið ýmsar óværur inn á tölvuna sína þegar það heim- sækir síður á netinu. GREINDUR SMÁFUGL Hettumeisa gef- ur frá sér mismunandi hljóð eftir því hversu hættuleg rándýr nálgast. i-Tunes á Motorola Rifist um laumuforrit Deilt er um hvernig eigi að skilgreina hvers kyns forrit séu æskileg og óæskileg á netinu. Sjónvarpið hefur forskot Ungmenni í Evrópu eru enn hrifnari af bæði sjónvarpi og út- varpi heldur en internetinu. Þetta kemur fram í nýrri könn- un þar sem mælt var hversu miklum tíma ungmenni verja í notkun ýmissa miðla. Rannsóknin náði til fólks á aldrinum 15 til 24 ára og í ljós kom að af þeim tíma sem varið var við notkun afþreyingar- og fréttamiðla var 31 prósent fyrir framan sjónvarpið, 27 prósent við útvarpsviðtækið, 24 prósent á Internetinu en aðeins tíu pró- sent af tímanum fór í lestur dag- blaða og tímarita. - þk KÓSÍ STUND VIÐ SJÓNVARPIÐ Ung- menni í Evrópu kjósa sjónvarpið helst allra afþreyingarmiðla. Sony skerpir áherslurnar VILJA NÁ FYRRI HÆÐUM Sony sló í gegn með Walkman snælduspilaranum og vill nú ná forystu í framleiðslu tækja sem spila stafræna tónlist. Enginn áhugi á nýju Windows
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.