Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 34

Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 34
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Átökin um völd og stofnfé, sem eiga sér stað innan Sparisjóðs Hafnarfjarðar, eiga rætur sínar að rekja til óánægju margra stofnfjár- eigenda með rekstur sjóðsins á undanförnum árum. Samstaða stofnfjáreigenda er lítil þessa stundina og berjast tvær fylkingar um völdin. Inn í þetta spilast svo að verðmæti stofnfjárbréfa hefur margfaldast eftir að fjármálayfirvöld féllust á að heimilt væri að versla með þau á yfirverði. SITUR EFTIR Sparisjóður Hafnarfjarðar var rekin með 319 milljóna króna hagnaði á síðasta ári og var af- koman borin uppi af gengishagnaði af verð- bréfaviðskiptum. Þrjú rekstrarár þar á undan var samanlagður hagnaður um 350 milljónir króna og arðsemi langtum minni en hjá SPRON, Sparisjóði vélstjóra og öðrum stór- um sparisjóðum. Þótt sparisjóðurinn hafi ekki átt við rekstrarvanda að stríða hefur hann tapað miklum fjármunum vegna útlánatapa. Hann hefur afskrifað 1,3 milljarða króna á síðustu fjórum rekstrarárum og lagt inn á afskriftar- reikning tæpa tvo milljarða á sama tímabili til þess að mæta frekari töpum. Sparisjóður- inn tapaði miklum fjármunum vegna útlána sem veitt voru í góðærinu í kringum aldamót- in. Víst er að verðmæti sparisjóðsins aukast til muna með betri arðsemi og meiri hagnaði. Miklar mannabreytingar hafa orðið í æðstu röðum. Þór Gunnarsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, lét af störfum um áramótin eftir langt starf. Eftirmaður hans, Björn Ingi Sveinsson, stoppaði ekki nema fjóra mánuði í starfi og Ingimar Haraldsson aðstoðarsparis- sjóðsstjóri kaus að skipta um lið þegar ný stjórn tók til starfa. Skýra má þá hallarbyltinguna í vor út frá þessu: Margir stofnfjáreigendur voru orðnir þreyttir á getuleysi sjóðsins til þess að takast á við vandann á sama tíma og allar fjármála- stofnanir hafa verið á mikilli siglingu og vildu því að eitthvað yrði gert. Einnig var vilji einhverja stofnfjáreigenda til að selja stofnfjárbréf sín og það yrði ekki gert nema með nýjum herrum. Skömmu fyrir aðalfund sparisjóðsins í apríl barst inn á skrifstofu sparisjóðsstjóra framboðslisti til stjórnar sem myndaður var gegn gömlu stjórninni. Gamla stjórnin féll svo í hnífjafnri stjórnar- kosningu. KAUPANDINN KEMUR Í LJÓS Á morgun, fimmtudag kemur í ljós hver keypti stofnfjárbréf í SPH sem lögmenn á vegum stjórnar höfðu milligöngu fyrir. Fjár- málaeftirlitið (FME) hefur kallað eftir upp- lýsingum frá öllum stofnfjáreigendum, hvort þeir hafi selt bréf sín eða fengið tilboð í þau og hvort virkur meirihluti hafi myndast utan um eignarhald í sjóðnum. Ekki er vitað til annars en að stofnfjáreigendur hafi almennt svarað bréfi FME, enda virðist eftirlitið hafa fullan rétt á því að kalla eftir þessum upp- lýsingum. Fréttablaðið og DV sögðu frá því á fimmtudaginn í síðustu viku að viðskipti væru hafin með bréf í SPH að undirlagi nýrr- ar stjórnar. Fullyrt hefur verið að 30 stofn- fjáraðilar hafi selt um 320.000 króna hluti sína fyrir 46 milljónir króna. Fjöldinn hefur ekki fengist staðfestur en vitað er að margir hafa gefið vilyrði fyrir sölu til þriðja aðila. DV fullyrti í gær að tilboð til stofnfjáreig- enda hafi verið hækkað í tæpar 100 milljónir króna. Eru þá fjárfestar tilbúnir að kaupa stofnfé á sama virði og eigin fé SPH. Viðskipti með stofnfjárbréf lúta allt öðrum lögmálum en við- skipti með hlutabréf því sam- þykki sparisjóðsstjórnar þarf fyr- ir framsali bréfanna. Samkvæmt þessu er ekki hægt að komast yfir sparisjóð nema að stjórn hans fallist á framkvæmdina. Ef kaupandi ætlar sér að ná virkum eignarhluta þarf sam- þykki Fjármálaeftirlits að liggja fyrir. Virkur eignarhluti telst vera tíu prósent eða meira af hlutafé eða stofnfé. Því er ekki hægt að segja að einhver stofn- fjáreigandi hafi selt bréf sín formlega. VIÐKVÆMT MÁL Páll Pálsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Hafnarfjarðar, hefur bent á að á sama tíma og allt leiki á reiðiskjálfi vegna áhuga margra stofnfjáreigenda í sparisjóðnum að selja stofnfé sitt, hafi yfir 60 prósent stofnfjár skipt um hendur í SPRON án þess að nokkuð hafi borið á gagn- rýni. Stofnfjármarkaður SPRON hóf göngu sína í október 2004 og fóru fyrstu viðskipti fram á genginu 5. Gengið hækkaði fljótlega upp í 6,5 og fór hæst í 8,6 rétt áður en stofnfjárútboði SPRON lauk í maí síðastliðinum. Þá hafði stofnfé SPRON verið þrefaldað, úr 600 millj- ónum í 1.800 milljónir. Viðbrögð bæjarbúa í Hafnarfirði hafa verið mjög blendin, enda er SPH sterkur hluti af hafnfirsku samfélagi. Guðmundur Árni Stef- ánsson lýsti sölunni sem „ráni um hábjartan dag“. Á honum mátti skilja að stofnfjár- eigendur væru að komast yfir SPH án þess að geta gert tilkall til hans. Viðbrögð margra annarra Hafnfirðinga hafa verið á sama veg og getur sú neikvæða umræða sem hefur orðið um sparisjóðinn rýrt verðmæti hans. Ljóst er að margir stofnfjáreigendur, sem rætt hefur verið við, selja ekki bréfin sín hvað sem tautar og raular. Verðmæti stofn- fjárbréfa í SPH liggja að stærstum hluta í því að einn og sami aðilinn komist yfir öll bréfin. Aðeins þrír stofnfjáreigendur sem eiga 6,6 prósent stofnfjár geta hindrað aðila sem á restina af bréfunum. Það er alveg sama hvað stofnfjáreigandi á með beinum eða óbeinum hætti, hámarksatkvæðisréttur miðast alltaf við fimm prósent. Sérstaða Sparisjóðs Hafnarfjarðar er ein- nig mikil. Stofnfjáreigendur eru fáir í saman- burði við aðra sparisjóði á suðvesturhorninu. Alls eru þeir 47 og voru útvaldir. Stefna nýrr- ar stjórnar var meðal annars að fjölga í röðum stofnfjáreig- enda en hún telur sig ekki hafa tvo þriðju hluta eigenda á bak við sig til þess að breyta sam- þykktum sjóðsins. Margir hafa óskað eftir því að gerast stofnfjáreigendur, þar á meðal starfsmenn. TVÆR FYLKINGAR Hálfgerð pattstaða er komin upp innan stofnfjáreigenda- hópsins í SPH. Eins og áður sagði vilja nokkrir ekki selja bréfin sín og geta því komið í veg fyrir að ráðandi aðili fari sínu fram. Minnihluti stofn- fjáreigenda, sem kenndur er við Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi stjórnarformann, og eldri stjórn, er ósáttur við vinnubrögð núverandi stjórnar í tengslum við sölu stofnfjárbréfanna og breyt- ingar á yfirstjórn bankans. Margir hafa ekki enn fengið tilboð í bréfin sín. Deilurnar um SPH verða varla leystar nema með því að báðar fylkingar sættist. En hvað hyggst huldukaupandinn eða kaup- endurnir gera við sparisjóðinn? Getur verið að hann vilji breyta sparisjóðnum í hlutafélag? Sá sem nær yfirtökunum í sparisjóðnum getur gefið út nýtt stofnfé fyrir nokkra milljarða og breytt honum í hlutafélag þannig að sjálfs- eignarstofnunin, sem verður til við breyting- una og fær hlutabréf sem falla ekki í skaut stofnfjáreigenda, verði í miklum minnilhluta. Þar með er komið raunverulegt eignarhald á alla sjóði SPH sem auðveldar innri og ytri vöxt hans. Aðeins tveir sparisjóðir eru hlutafélög, Netbankinn.is sem er í eigu SPRON, og Spari- sjóður Kaupþings. Kaupandinn í sjónmáli Tvær fylkingar deila um völdin í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Á morgun dregur sennilega til tíðinda þegar hugsanlegur kaupandi kemur í ljós. Ekkert gæti orðið af stofnfjárkaupum vegna innbyrðis deilna stofnfjáreigenda. Eggert Þór Aðalsteinsson fer yfir stöðu mála í þessum rótgróna sparisjóði. SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Á morgun, fimmtudag kemur í ljós hver keyp- ti stofnfjárbréf í SPH sem lögmenn á vegum stjórnar höfðu milligöngu fyrir. Ljóst er að margir stofnfjáreigendur, sem rætt hefur verið við, selja ekki bréfin sín hvað sem tautar og raular. Verð- mæti stofnfjár- bréfa í SPH liggja að stærstum hluta í því að einn og sami aðilinn komist yfir öll bréfin. ▲ Nokkrir af núverandi og fyrrverandi stjórnendum SPH MATTHÍAS Á. MATHIESEN, fyrrverandi stjórnarformaður PÁLL PÁLSSON, stjórnarformaður SPH ÞÓR GUNNARSSON, fyrrverandi sparisjóðsstjóri BJÖRN INGI SVEINSSON, fyrrverandi sparisjóðsstjóri INGIMAR HARALDSSON, fyrrverandi aðstoðarsparisjóðsstjóri

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.