Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 37
rauðvínsflösku sem kostar 1.190 krónur
renna því tæpar 740 krónur til ríkisins eða
rúmlega 60 prósent. Afgangurinn er inn-
kaupsverðs en álagning framleiðenda er
oftast um 10 prósent af heildarverði.
Afleiðing af þessari háu álagninu ríkisins á
vínverð er að hér á landi kosta ódýr vín
hlutfallslega mikið. Fínni og betri
vínin eru ekkert mikið dýrari hér en
víða annars staðar. Ekki eru teikn á
lofti um að gjald á léttvíni verði
lækkað.
ÞEIR HÆFUSTU LIFA AF
Í raun er öllum heimilt að flytja inn
léttvín en mjög erfitt getur reynst
fyrir umboðsaðila að koma vörum
sínum inn á sölulista ÁTVR. Það sem
fæst með því að vín fari inn á sölulista
ÁTVR er að álagningin lækkar í 13
prósent en er 19 prósent í reynslusölu.
Þegar vín nær inn á sölulista ÁTVR er
það selt í vínbúðum þess og fer
dreifingin í rauninni eftir því
hversu mikið selt. Fjöldi vöru-
tegunda í vínbúðum ÁTVR er
fyrirfram ákveðinn og er
misjafnt eftir stærð búð-
anna hversu margar vöru-
tegundir eru í boði. Minn-
stu búðirnar selja 100 teg-
undir en svo fjölgar þeim
ört eftir stærð búðanna. Í
þeim búðunum eru flestar
tegundir af bjór vegna þess
að hann hefur selst í mestu
magni að undanförnu. Létt-
vínin eiga því erfitt upp-
dráttar í útbreiðslu í smær-
ri verslunum.
Veitingastaðir með vín-
veitingaleyfi geta keypt
beint af umboðunum og fá
þau þá oft afslátt af álagn-
ingu þeirra. Í kringum 30
prósent af seldu magni fer
til vínveitingastaða. Veitin-
gastaðirnir sleppa ekki við
áfengisgjaldið og skila-
gjaldið. Veitingastaðirnir
leggja svo margfalt ofan á
innkaupsverðið. Fólk í ferð-
aþjónustu hefur barist
fyrir því að verð á áfengi
verði lækkað því ferða-
menn kvarta sáran yfir háu
verði á áfengi meðan annað
verðlag þykir í lagi.
Stærstu umboðsaðilarn-
ir eru meðal annars Karl K.
Karlsson, Glóbus, Ölgerðin,
Vífilfell, Austurbakki, Rolf
Johansen & Co. og Eðalvín.
ÁTVR býður einnig upp á
sérpantanir á vínum gegn
hærri álagningu.
NÝI HEIMURINN
Þrír heimshlutar bera höfuð og herðar yfir
aðra í neyslu léttvíns. Langmest er selt af létt-
víní í Vestur-Evrópu eða fyrir um sex þúsund
milljarða króna árið 2003. Þar á eftir kem Asía
en þar var selt léttvín fyrir hátt í tvö þúsund
milljarða árið 2003. Bandaríkin koma
skammt á eftir. Aðrir heimshlutar á
borð við Austur-Evrópu, Suður-Ame-
ríku, Ástralíu, Afríku og Mið-Austur-
lönd selja mun minna af léttvíni.
Fleiri lönd og heimshlutar eru
farnir að láta til sín taka í vínfram-
leiðslunni en áður því þá voru vín frá
Evrópu allsráðandi. Vín frá nýja
heiminum hafa notið aukinna vin-
sælda á kostnað hinna hefðbundnu
vína frá til dæmis Frakklandi og Ítal-
íu. Nýja heims vín koma frá löndum á
borð við Ástralíu, Suður-Afríku og
Argentínu. Einn af kostum nýja
heimsins er að veðurfar þar er
stöðugra en vínuppskeran veltur á
veðráttunni. Þar með velta gæði
vínsins á veðráttunni. Vín frá
Nýja heiminum eru jafn-
framt gerð til þess að drek-
ka strax og þurfa því ekki
að lofta. Einnig eru þau
ekki jafn viðkvæm og önn-
ur vín þar sem þrúgan er
harðgerðari.
Frakkland, Ítalía,
Bandaríkin, Argentína,
Ástralía og Þýskaland eru
helstu framleiðslulöndin
en væntanlega munu vín
frá nýja heiminum saxa
hratt á forskot hinna.
EKKI ÓDÝRARA Í MAT-
VÖRUVERSLUNUM
Margir eru fylgjandi því
að selja eigi léttvín í mat-
vöruverslunum en með
óbreyttri álagningu ríkis-
ins myndi verðið líklega
ekkert lækka. Álagning umboðsaðilana er um
tíu prósent af verðinu eins og er og þrátt fyrir
að hún lækkaði töluvert væri söluverðið nán-
ast það sama. Þjónusta ÁTVR hefur batnað að
undanförnu og opnunartíminn lengdur. Versl-
unum ÁTVR hefur einnig fjölgað á undan-
förnum árum en á sama tíma lúta þær
ákveðnum reglum ÁTVR um vöruúrval.
Lítil von er á lækkunum á áfengisgjaldinu
á næstunni. Tekjur ríkisins eru miklar af
gjöldum ríkisins á léttvín en verðið virðist
ekki hafa mikil áhrif á neyslu léttvíns, að
minnsta kosti ekki miðað við söluaukninguna
á því á undanförnum árum.
Verðið á léttvíni verður til þess að um
munaðarvöru er að ræða og því einhver tak-
mörk fyrir því hversu mikið fólk drekkur. En
háa verðið leiðir líka til þess að verslanir sem
selja hráefni til víngerðar gera það gott. Hægt
er að brugga sitt eigið vín með litlum til-
kostnaði en að sama skapi með mikilli
fyrirhöfn. Getur kostnað-
urinn við hverja flösku
þá farið niður í það sama
og ódýrt vín kosta er-
lendis.
Vínmarkaðurinn virð-
ist vera í nokkuð föstum
skorðum hér á landi og
dafnar vel í þeirri blekk-
ingu að um menningu sé að
ræða. Hvort um er að ræða
menningu eða ekki er ekki
hægt annað en að líta þróun-
ina jákvæðum augum. Í
það minnsta fyrir þá sem
trúa því að hófleg áfeng-
isneysla sé meinholl.
Drostdy-Hof Cape Red
Pasqua Cabernet Merlot Venezie
Concha y Toro Frontera Cabernet
Sauvignon
Le Cep Merlot
Le Cep Chilean Cabernet Sauvignon
Chardonnay
Bodegas Hijos de Alberto Gutierrez
Carlo Rossi California Red
Jean-Claude Pepin Herault
Pasqua Merlot delle Venezie
Gato Negro Cabernet Sauvignon
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 13
Ú T T E K T
HUGAÐ AÐ ÞRÚGUNUM Sölutölur ÁTVR sína svart á hvítu að neysla léttvíns stóreykst hér á landi á ári hverju. Aukning í
sölu rauðvíns og hvítvíns hefur verið á milli 10 til 20 prósent síðustu ár og töldu viðmælendur Markaðarins að sú þróun
héldi áfram. Milli áranna 2003 og 2004 jókst sala á rauðvíni um 11 prósent og sala á hvítvíni um 18 af hundraði.
S A L A R A U Ð V Í N S
Á Í S L A N D I
E F T I R L Ö N D U M
Suður – Afríka 13%
Ástralía 12%
Frakkland 15%
Chile 19%
Bandaríkin 7%
Þýskaland 2%
Ítalía 17%
Spánn 14%
Önnur lönd og sérpantanir 1%
Virðisaukaskattur 234,18 kr.
13% álagning 109,96 kr.
Skilagjald 9,43 kr.
Áfengisgjald 386,13 kr.
Verð frá heildsala 450,3 kr.
(um 10% meðalálagning)
M E S T S E L D U
R A U Ð V Í N I N Í Á T V R
SAMSETNING VERÐS Hér að ofan sést
skipting á verði 12% rauðvíns sem kostar
1190 kr. út úr verlsunum ÁTVR.