Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 39

Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 39
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 15 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Hagnaður Nike íþróttavöruframleiðandans var á fyrsta ársfjórðungi tæpir 25 milljarðar króna sem er mun meira en sérfræðingar gerðu ráð fyrir. Forsvarsmenn fyrirtækisins þakka aukinni eftirspurn eftir íþróttaskóm af dýrustu gerð og hagstæðu gengi lykilgjaldmiðla: ,,Skórnir sem þeir hafa sett í hillurnar hafa selst. Svo einfalt er það“, sagði Jim Wright hjá Delaware Mana- gement, sem á stóran hlut í Nike, og bætti við: ,,Converse var gríðarlegur fengur og keypt á hár- réttum tíma“. Nike keypti fyrir skömmu Converse skófyrir- tækið sem framleiðir klassísku Chuck Taylor skóna sem slá reglulega í gegn. Skórnir eru í dag geysiútbreiddir og vinsælir jafnt meðal rokk- hljómsveita og íþróttamanna. Nike var stofnað árið 1972 af Phil Knight og seldi hann upphaflega íþróttaskó út um skottið á skutbifreið sinni. Nike er í dag stærsti íþrótta- vöruframleiðandi veraldar. Knight hefur að mestu hætt afskiptum af rekstrinum en er þó enn titlaður stjórnarformaður. -jsk Nike græðir og græðir Methagnaður hjá Nike. Aukin eftirspurn eftir skóm af dýrustu gerð og hagstætt gengi lykilgjaldmiðla skiptu sköpum. SKÓRNIR SEM LEBRON JAMES KLÆDDIST Í STJÖRNULEIKNUM Nike hefur aldrei vegnað betur. Mikil aukning hefur orðið á sölu dýrari gerða af skóm og er það ekki síst að þakka mönnum á borð við Lebron sem þykja góðir fulltrúar fyrirtækisins út á við. stöðugt á toppnum Ferðaboxin frá Mont Blanc eru hönnuð með það í huga að hafa sem minnsta vindmótstöðu en jafnframt mikið rými. Þrjú handtök og ferðaboxið er komið á toppinn Margar þægilegar aðferðir eru til að geyma ferðaboxin frá MONT BLANC Í ferðaboxunum frá Mont Blanc er tjakkur sem auðveldar lestun og losun 19 49 / T A K T ÍK / 1 6. 6’ 05 VLADIMÍR PÚTÍN Rússneski forsetinn hefur sett það markmið að tvöfalda landsframleiðsluna fyrir árið 2010. Viðskiptaráðherrann segir það hins vegar ekki raunhæft. Ráðherra andmælir Viðskiptaráðherra Rússlands, German Gref, segir með öllu ómögulegt að tvöfalda lands- framleiðslu fyrir árið 2010 en það er yfirlýst markmið Vla- dimírs Pútín forseta. Hagvöxtur hefur minnkað í Rússlandi undanfarið og verður samkvæmt spám 5,5 prósent á þessu ári, en var 7,1 prósent í fyrra. Gref segir hins vegar að ómögulegt sé að gera þær endur- bætur á iðnaði í landinu sem þurfi til að ná markmiðinu: „Þetta er ekki raunhæft mark- mið,“ sagði Gref á ríkisstjórnar- fundi og bætti við: „Olíuvinnslan hefur drifið hagvöxtinn áfram of lengi til að hægt sé að innleiða breytingar á einni nóttu“. Ekki er vitað hvernig Vladimír Pútín bregast við þess- um ummælum Grefs en hann er ekki beinlínis þekktur fyrir að taka á málum með silkihönskum. - jsk Hennes & Mau- ritz vex áfram Sérfræðingar fullir efa- semda á áframhaldandi velgengni. Tekjur Hennes & Mauritz sem og hagnaður hafa vaxið hratt á und- anförnum árum. Sérfræðingar telja að velgengni félagsins eigi eftir að minnka með tímanum. Reiknað er með því að tekjur fé- lagsins hafi aukist um 13 prósent og hagnaður á hlut um 30 pró- sent. Sérfræðingar eru farnir að mæla með því að fjárfestar haldi eða selji bréf í Hennes & Mauritz. Hlutabréf í fyrirtækinu kosta nú 29 evrur og hafa hækk- að um rúm 60 prósent frá ára- mótum. -dh

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.