Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 40

Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 40
Í mars síðastliðnum birti Stand- ard & Poor’s skýrslu um áhrif öldrunar á hagkerfi fimm af hel- stu iðnríkjum heims; Bandaríkj- anna, Bretlands, Þýskalands, Frakklands og Ítalíu. Skýrslan var ekki spá heldur aðeins fram- reikningur á núverandi þróun í ríkisfjármálum. Samkvæmt hon- um verða skuldir ríkisins í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum orðnar meira en 200% af landsframleiðslu um miðja öldina. Ennfremur verða ofannefnd ríki búin að missa fjárfestingahæfismat sitt undir lok fjórða áratugarins (orðin speculative grade eða junk bonds í stað investment grade). Með óbreyttri þróun kann því að lengjast í röð þeirra ríkja sem fara fram á niðurfellingu skulda eftir því sem líður á öldina. Standard & Poor’s telja þetta til marks um nauðsyn aðhalds af hálfu ríkja en í síðasta mánuði birtu þeir skýrslu yfir sveigjan- leika í ríkisfjármálum. Norður- löndin og það sem er í skýrslunni kallað gamla Evrópa koma verst út úr þeirri samantekt. Sem bet- ur fer var Ísland ekki flokkað sem Norðurland heldur með því sem kallað er frjálslynda Evrópa. Ísland er í þriðja sæti á eftir Ír- landi og Sviss hvað varðar sveigjanleika í ríkisfjármálum. Því er gjarnan haldið fram í um- ræðum hér á landi að flest það sem gott getur talist og hent hef- ur undanfarinn áratug eða svo sé EES-samningnum að þakka. Sú spurning hlýtur því að vakna hvers vegna Evrópa heldur sig ekki frekar við hann en stjórnar- skrána sem kjósendur keppast við að hafna um þessar mundir. Um miðbik mánaðarins var haldin ráðstefna hjá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands um áhrif öldrunar og breyttrar aldurssamsetningar á hagkerfi heimsins. Í fjölmiðlum var varpað fram þeirri spurn- ingu hvort við hefðum efni á ell- inni? Svarið er vitanlega já! Spurningin er miklu fremur hvernig við sníðum okkur stakk eftir vexti í framtíðinni. Fæst ríki hafa stöndug lífeyr- iskerfi eins og við Íslendingar. Í Evrópu og Bandaríkjunum hafa verið svokölluð gegnumstreym- iskerfi þar sem innborganir eru greiddar jafn harðan út úr lífeyr- issjóðum í stað þess að fjárfest hafi verið fyrir það sem greitt er inn í kerfin, líkt og gert er hér á landi. Þeir sem nú eru á vinnu- markaði halda þannig uppi þeim sem setjast í helgan stein. Þetta gegnumstreymiskerfi gekk ágætlega fyrir eftirstríðskyn- slóðina á meðan barneignir voru miklar og tiltölulega fátt fólk var á eftirlaunaaldri. Hins vegar eru nú að verða róttækar breytingar á aldurssamsetningu þjóða eftir því sem meðalaldur lengist og barneignum fækkar. Einn frummælanda á ráð- stefnunni við HÍ, Laurence J. Kotlikoff, hefur í bók sinni, The Coming Generational Storm, bent á að hlutfall þeirra sem fá greitt úr lífeyriskerfinu á móti þeim sem greiða í það muni hækka úr 20,6% nú í 35,5% árið 2030. Þetta þýðir annað af tven- nu; annað hvort hækka skattar verulega frá því sem nú er, eða greiðslur sjóðanna verða minnk- aðar með lægri greiðslum og/eða lengri vinnualdri. Á Íslandi eru eignir lífeyris- sjóða hins vegar um 100% af landsframleiðslu og kerfið svo gott sem að fullu fjármagnað. Til samanburðar má nefna að Olíu- sjóður Norðmanna er um 67% af landsframleiðslu Noregs. Á ráð- stefnunni kom fram í máli Agnar Sandmo frá Viðskiptaháskóla Noregs að Noregur væri með gegnumstreymiskerfi. Saman- borið við önnur lönd stöndum við Íslendingar hlutfallslega vel, þó ef til vill sé það vegna þess hver- su illa aðrir standa. Einungis hluti vandans er nefnilega vegna lífeyrisskuld- bindinga, heilbrigðismál eru miklu stærri kostnaðarliður vegna öldrunar. Kotlikoff er frumherji í svokölluðum kyn- slóðareikningum, en í þeim er reynt að núvirða tekjur óbreytts skattkerfis í framtíðinni og draga frá núvirt gjöld óbreyttra laga. Hann segir halla Bandaríkj- anna í kynslóðareikningum vegna heilbrigðismála um fjór- um sinnum stærri en vegna líf- eyriskerfisins. Það er málaflokk- ur með óendanlega fjárþörf, en fólk getur ekki komið sér saman um reglur um hvað eigi að ráða úthlutun. ÆSKA GEGN ELLI Þetta ástand hefur vitanlega leg- ið ljóst fyrir í langan tíma og vek- ur því furðu að ekki skuli verið búið að bregðast við aðsteðjandi vanda, eða hvað? Í flestum lönd- um er kosningaþátttaka einna mest á meðal eldri borgara og því nauðsynlegt að halda stuðningi þeirra til að ná kjöri. Stjórnmála- menn hafa því forðast að ræða vandann af ótta við að styggja kjósendur. Kjörtímabil eru að jafnaði til fjögurra ára en yfir- vofandi þrot lífeyriskerfa er ekki fyrr en eftir áratugi. Að því marki sem stjórnmálamenn hafa því kynnt sér vandann hafa þeir ekki séð sér hag í að taka á hon- um. Þvert á móti má nefna að víða í Evrópu hafa stjórnmála- menn aukið á vandann, löngu eft- ir að þeim mátti vera hann ljós. Má þar sérstaklega nefna stytt- ingu vinnuviku og vinnualdurs. Að hluta til hafa þessar aðgerðir verið undir því yfirskini að minn- ka atvinnuleysi, og er til marks um yfirburðasigur stjórnmál- anna á skynseminni, þ.e. að halda að eftir að búið er að verðleggja um tíunda hluta vinnufærra manna út af markaðinum með ósveigjanlegum vinnumarkaði, liggi lausnin í að greiða þeim sem enn vinna fyrir að hætta því. Ríkin eru búin að lofa kjósend- um sínum lífeyri og fólk hefur gert ráð fyrir þessum lífeyri í áætlunum sínum. Að undanförnu höfum við séð hörð mótmæli víða í Evrópu þegar ríkisstjórnir hafa reynt að gera breytingar á lífeyr- issjóðakerfum. Ástandið er e.t.v. ekki svo frábrugðið óeirðum vegna pýramídafyrirtækja í Al- baníu fyrir nokkrum árum en í báðum tilfellum telur fólk sig eiga tilkall til innistæðulausra tékka. Vandamálið er þó alvar- legra í lífeyrismálum þar sem það er ríkið sem hefur gefið lof- orðið. Aðsteðjandi vandi ógnar pólitískum stöðugleika ef ríkin fara ekki að taka á honum. VIÐ ERUM LANGT Á EFTIR .... Ísland hefur enn forskot á önnur lönd hvað varðar öldrun samfé- lagsins. Við erum með öflugt líf- eyriskerfi, þjóðin er tiltölulega ung og ríkisfjármál eru sveigjan- leg. Hins vegar er hætt við því að sjálfvirk útgjaldaaukning hafi sömu áhrif hér á landi og annars staðar ef við lærum ekki af mis- tökum annarra heldur öpum eftir þeim vitleysuna. Vart líður sá dagur að ekki heyrist viðkvæðið frá einhverjum þrýstihópum „Í ríkjunum sem við viljum helst bera okkur saman við ...“. Eru það einhver rök? MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN16 S K O Ð U N Breyta þarf löggjöf um sparisjóði: Sparisjóðir í kreppu Hafliði Helgason Heit umræða um stofnfjárhluti í Sparisjóði Hafnarfjarðar þarf ekki að koma neinum á óvart. Vísasta leiðin til þess að skapa úlfúð er að kerfisbreytingar búi til tækifæri til þess að einstaklingar hagnist um tugi milljóna. Sparisjóðirnir hafa verið mikilvæg fyrirtæki fyrir samfélög sín í gegnum tíðina og mikilvægt að þeir fái að breytast í takt við al- menna þróun á fjármálamarkaði. Fjárfestar virðast hafa trú á því að fyrr eða síðar muni löggjafinn átta sig á því að núverandi lagaumhverfi hamlar framþróun þeirra og getur leitt til þess að þá dagi uppi á komandi misserum. Þess vegna eru menn tilbúnir að greiða hátt verð fyrir stofnfjárhluti í sparisjóðum. Menn veðja á breytt umhverfi og að sparisjóðir muni annað hvort sameinast inn- byrðis eða öðrum fjármálafyrirtækjum. Afkoma fjármálafyrirtækja hefur verið góð í því árferði sem verið hefur á fjármálamörkuðum. Gengishagnaður hefur sett svip sinn á uppgjör sparisjóðanna og án hans stendur harla lítið eftir. Hefðbundin viðskiptabankastarfsemi skilar einfald- lega of litlu til að þeir geti við það unað til lengri tíma. Við þetta bætist að sífellt eru gerðar meiri kröfur til banka um dýr upplýs- ingakerfi og innleiðing Basel II reglna fyrir banka mun gera ríkari kröfur til fjármálafyrirtækja en áður. Allt þetta gerir samkeppnisstöðu lítilla spari- sjóða við stærri fjármálafyrirtæki von- lausa þegar til lengri tíma er litið. Eins og staðan er núna hafa spari- sjóðir einungis gefið út stofnfé á geng- inu einum. Þetta þýðið að sjóðirnir sjálfir geta ekki hagnast á útgáfu stofn- fjár, meðan þeir sem fá hlutina gera það, að minnsta kosti meðan núverandi eftirspurn eftir stofnfé er á markaðn- um. Löggjöf kringum sparisjóðina hefur einkennst af upphlaupi og varnarbar- áttu fyrir sérhagsmuni, en ekki af leit að leiðum til þess að leysa sparisjóðina úr núverandi kringumstæðum. Kring- umstæðum sem líklegast munu draga úr þeim máttinn með tíð og tíma. Óttinn við að einhverjir hagnist óverðskuldað við það að sparisjóðirnir verði leystir úr ánauð ræður för og niður- staðan getur vart orðið önnur en sú að samkeppnisaðilarnir hagnist með því að sigra þá í samkeppni. Fyrirtæki sigra í samkeppni með því að bjóða bestu kjörin og þjónustuna. Sparisjóðirnir eru kaupmaðurinn á horninu í fjármála- kerfinu og hafa hugsanlega möguleika á að lafa inni á markaðnum með sérhæfðri þjónustu við hóp sem af einhverjum ástæðum vill ekki skipta við stærri fjármálastofnanir. Viðskiptabankarnir þrír geta fjármagnað útlán sín með miklu hagkvæmari hætti en spari- sjóðirnir og vöruverð þeirra mun því verða lægra. Almennir við- skiptavinir sparisjóðanna munu ekki sætta sig við að greiða hærra verð fyrir lán og aðrar vörur sparisjóðanna. Að minnsta kosti ekki þeir sem horfa stöku sinnum á niðurstöðu heimilisbókhaldsins. Al- þingi verður að gefa sparisjóðunum tækifæri til þess að þróast með fjármálakerfinu, ef ekki mun verndunarárátta stjórnmálamanna kæfa þennan minnsta gróður á akri fjármálakerfisins. ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Hafliði Helgason RITSTJÓRN: Björgvin Guðmundsson, Dögg Hjaltalín, Eggert Þór Aðalsteinsson, Jón Skaftason, Þórlindur Kjartansson AUGLÝSINGASTJÓRI: Jónína Pálsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@markadurinn.is og aug- lysingar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeypis með Fréttablaðinu á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Markaðurinn áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Vilja leysa viðskiptadeilur The Economist | The Economist fjallar um viðskipta- stríðið sem snýst um flugvélarisana tvo, Airbus og Boeing í leiðara. Horfur í flug- iðnaði eru betri nú en þær hafa verið um langt árabil og bæði fyrirtækin keppast um að framleiða nóg til þess að standa skil á þeim pöntunum sem þau hafa fengið. Nýjar vélar á borð við Airbus 380 og Boeing „Dreamliner“-vélina hafa vakið mikla athygli og áhuga. Þetta bendir að mati The Economist til þess að nú sé lag til þess að leysa deilur fyrirtækjanna og ríkisstjórna í Bandaríkjunum og Evrópu um hvort fyrirtækin njóti ólöglegs stuðnings. The Economist telur öruggt að ríkisstjórnir beggja vegna Atlantshafsins séu sekar um að hygla sínum fyrirtækjum en ef haldið verður áfram að fara leið málaferla í deilunni kann það að hafa slæmar af- leiðingar bæði fyrir fyrirtækin tvö og ekki síður neytendur í hvoru landi. Líflína fyrir afþreyingariðnaðinn Financial Times | Leiðarahöfundur Financial Times fjallar um úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna í máli sem snérist um það hvort unnt væri að lögsækja höfunda forrita sem gera notendum kleift að skipast ólöglega á höfundarréttarvörðu efni. Financial Times segir að úr- skurðurinn hafi komið á óvart, sérstaklega í ljósi þess að rétturinn hafi hafnað kröf- um um bann við vídeóspólunni á sínum tíma. Hins vegar sé þetta mál ólíkt þar sem hægt hafi verið að sýna fram á að forritin séu fyrst og fremst ætluð til þess að stuðla að ólöglegri starfsemi. Þrátt fyrir úr- skurðinn telur Financial Times að afþreyingariðnað- urinn sjálfur þurfi að taka sér tak og vinna að því að bjóða upp á löglegan valkost við skráarskiptiforritin. Þar hefur tónlistariðnaðurinn náð ákveðnum áfanga, sérstaklega með tilkomu iTunes verslun Apple, en langt er í land hjá kvikmyndaiðnaðinum. Financial Times segir að úrskurður Hæstaréttar muni ekki skila iðnaðinum neinum ágóða til langs tíma nema gripið verði til slíkra aðgerða. U M V Í Ð A V E R Ö L D Löggjöf kringum sparisjóðina hefur einkennst af upp- hlaupi og varnarbar- áttu fyrir sérhags- muni, en ekki af leit að leiðum til þess að leysa sparisjóðina úr núverandi kringum- stæðum. Kringum- stæðum sem líkleg- ast munu draga úr þeim máttinn með tíð og tíma. bjorgvin@markadurinn.is l dogg@markadurinn.is l eggert@markadurinn.is haflidi@markadurinn.is l jsk@markaðurinn.is l thkjart@markadurinn.is Þórður Pálsson forstöðumaður greiningardeildar KB banka O R Ð Í B E L G Sögurnar... tölurnar... fólkið... Lífeyrir án sjóða Á Íslandi eru eignir lífeyrissjóða hins vegar um 100% af landsframleiðslu og kerfið svo gott sem að fullu fjármagnað.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.