Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 44

Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 44
AFMÆLISTERTA FYRIR 2.500 MANNS Páll Samúelsson stjórnarformaður P. Sam- úelssonar hf. og stofnandi fyrirtækisins sker fyrstu sneiðina af afmælistertunni fyrir konu sína, Elínu S. Jóhannesdóttur. MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 2005 MARKAÐURINN20 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Þessa dagana er haldið upp á 35 ára afmæli Toyota umboðsins P. Samúelssonar hf. í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Nýbýlaveg í Kópavogi. Afmælisveislan stend- ur til morguns og eru allir vel- komnir. Toyota Formúlu 1 kappakstursbíll er á staðnum, veitingar eru í boði og margvís- leg afmælistilboð bíða þeirra gesta sem hafa hug á að kaupa sér bíl. Við upphaf afmælisveislunnar síðastliðinn laugardag var boðið upp á afmælistertu sem nægði 2.500 gestum og veitti ekki af því tæplega 2.900 gestir mættu til veislunnar. -dh Toyota 35 ára Afmæliskaka fyrir 2.500 manns. Bílanaust er stofnað 1970 og er því rótgróin verslun og lands- mönnum að góðu kunn. Höfuð- stöðvarnar hafa verið til húsa í Borgartúni í tæp tuttugu ár, frá 1986. Fyrirtækið hafði áður verið að Síðumúla sjö til níu frá stofn- un. Alls verður nýja húsnæðið 10 þúsund fermetrar að stærð. Her- mann Guðmundsson segir fyrir- tækið hafa vaxið jafnt og þétt og að flutningarnir séu ef til vill besta dæmið um það: ,,Þegar við fluttum í Borgartúnið þrefölduð- um við rýmið sem við höfðum til umráða og nú erum við að tvö- falda. Við segjum nú stundum í gamni að næst flytjum við árið 2025 og þá í 20 þúsund fermetra húsnæði“. Verslun Bílanausta verður 3 þúsund fermetrar og segir Her- mann hana þá stærstu sinnar teg- undar á Norðurlöndum. Stækkun verslunarinnar sé í takt við þá þróun sem víðast hvar eigi sér stað: ,,Bílar verða sífellt flóknari fyrirbæri og ekki á hvers manns færi að halda uppi alhliða þjón- ustu. Menn þurfa til að mynda þriggja milljóna króna tölvu til að skipta um bremsuklossa í ný- legum jeppa. Ég held að þróunin verði sú að einingarnar verði sí- fellt stærri og öflugri og ein- yrkjarnir víki. Við erum mikið að sinna bílaverkstæðunum, og rek- um hér til að mynda 800 milljóna króna vörulager“. Nýju versluninni er ætlað að vera svokölluð „one stop shop“ þar sem á að vera hægt að ganga að öllu sem til þarf á einum og sama staðnum. Hermann segir Bílanaust byggja á þremur meg- instoðum, sölu á bílavarahlutum, iðnaðarvörum og hjólbörðum: ,,Þarna verður allt til alls. Meira að segja kaffihús. Þetta er nátt- úrulega stórbætt þjónusta“. Ein stærsta breytingin er lík- lega sú að í nýju versluninni verður mun meiri lífsstílsáhersla eins og Hermann kallar það: ,,Við ætlum að vera með alvöru, massíva grilldeild. Með því erum við að sinna aðilum eins og Skelj- ungi og Hagkaup. Svo verðum með margvíslegar útivistarvör- ur, sem er alveg nýtt hjá okkur“. Markaðshlutdeild Bílanausta er um fjörtíu prósent í varahlut- um og hjólbörðum en öllu minni í iðnaðarvörunni þar sem Byko og Húsasmiðjan bera höfuð og herð- ar yfir aðra. Hluthafar í Bílanaustum eru tveir, Hafsilfur og Straxfast, og á hvort félag um sig helmingshlut. Velta fyrirtækisins er áætluð á þessu ári tveir og hálfur milljarð- ur króna og rekstrarhagnaður tíu prósent. Aðspurður segir Hermann mikla möguleika felast í framtíð- inni: ,,Ný reglugerð frá Evrópu- sambandinu gerir aðilum sem ekki eru í neinum beinum eigna- tengslum við umboðin kleift að framlengja ábyrgð á bílum. Verk- stæðin geta framlengt ábyrgðina að því gefnu að þau uppfylli til- tekin skilyrði og hafi tilskilinn búnað. Þetta er alveg nýtt tæki- færi fyrir okkur og verkstæðin sem við þjónustum“. HERMANN GUÐMUNDSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI BÍLANAUSTA Hermann segir ekki lengur á hvers mann færi að halda uppi alhliða þjónustu við bílaeigendur og spáir því að einyrkjar heyri brátt sögunni til: ,,Menn þurfa þriggja milljóna króna tölvu til þess eins að skipta um bremsuklossa á nýlegum jeppa“. Stærstir á Norðurlöndum Bílanaust flytur á næstu dögum í nýtt og glæsilegt 10 þúsund fermetra húsnæði að Bíldshöfða 9. Jón Skaftason fór og hitti Hermann Guðmundsson framkvæmdastjóra og forvitnaðist um reksturinn. M ar ka ðu rin n/ Va lg ar ðu r SPRON opnar nýtt útibú SPRON hefur opnað nýtt útibú að Lágmúla 6, í sama húsi og Bræðurnir Ormsson eru til húsa. Aðaláhersla nýja útibúsins er að veita vandaða og persónulega fjármálaráðgjöf og þjónustu sem sniðin er að þörfum einstaklinga og fyrirtækja, að því er segir í tilkynningu frá SPRON. Að þessu nýja útibúi meðtöldu starfrækir SPRON nú tíu afgreiðslustaði víðs vegar um höfuð- borgarsvæðið. Útibússtjóri er Lárus Sigurðsson sem jafnframt stýrir útibúi SPRON í Ármúla 13a. Arkitektar nýja útibúsins eru Heiða Elín Jóhannsdóttir og Dóra Hansen hjá Innanhúsarkitekt- um eitt A. -dh ÚTIBÚIÐ Í LÁGMÚLA 10 afgreiðslustaðir SPRON eru á höfuðborgarsvæðinu. M ar ka ðu rin n/ G VA TEKUR VIÐ GÆÐAVOTTUN Brynj- ar Bragason framkvæmdastjóri RTS tekur við skjali til staðfestingar á gæðavottun. RTS verkfræðistofan hef- ur fengið faggilta gæða- vottun samkvæmt ISO 9001:2000 staðlinum fyrst íslenskra verkfræðistofa á rafmagnssviði. Það var breska vottunarfyrirtækið BSI (British Standard Institute) sem nú hefur opnað starfsstöð á Íslandi sem tók út og vottaði gæðakerfi RTS. Gæða- kerfi RTS er ekki bundið við einstaka starfssvið heldur tekur það til allra þátta í starfsemi verk- fræðistofunnar. „Með því að fá faggilta vottun á gæðakerfi RTS er langþráðum áfanga náð sem mun styrkja fyrirtæk- ið í þeirri útrás sem framundan er og höfum við einsett okkur að auka gæði þjónustunnar enn frekar,“ segir Brynjar Bragason framkvæmda- stjórni RTS. Brynjar bendir á að ISO 9001: 2000 staðallinn geri kröfu um að fyrirtækið mæli reglulega árangur og ánægju viðskiptavina með þjónustuna en það gefi þeim dýrmætar upplýsing- ar um frammistöðu RTS á hverjum tíma. -dh RTS fær gæðavottun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.