Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 48

Fréttablaðið - 29.06.2005, Side 48
Baráttan minnkar um Somerfield Samkeppnin um Somerfield hefur minnkað því United Co- operatives dró í land áhuga sinn á félaginu. Viðræður halda nú áfram milli Somerfield og tveggja hópa. Annar hópurinn samanstendur af Baugi, Apax og Barclays Capital ásamt Tchenguiz bræðrum. Hinir eru Livingstone bræður. Ef af kauptilboði í Somerfi- eld verður nær það líklega ekki 1,1 milljarði punda eins og fyrst var gert ráð fyrir. Gengi Somerfield hefur lækkað nokk- uð frá því að fyrst var tilkynnt um viðræður um kaup. Gengi Somerfield er nú 190 pens á hlut. Það er sama gengi og kauptilboð Baugs hljómaði upp á áður en núverandi við- ræður áttu sér stað en kauptil- boðinu var hafnað af stjórn Somerfield. 365 greiðslumiðlar Úti á markaðnum eru flestir þeirrar skoðunar að Jón Ásgeir sé á bak við kaup á stórum hlut í Íslandsbanka. Líklegt er að nýtt félag verði stofnað utan um eign- ina í bankanumn. Baugur er stærsti eigandi Og Vodafone sem á 365 ljósvakamiðla og 365 prentmiðla. Nöfnin hafa vanist vel og spurningin er hvort nöfn verði sótt í þá smiðju fyrir félag utan um eignarhlut í bankanum. Þá væri líklegasta niðurstaðan að eignarhaldsfélagið 365 greiðslumiðlar myndi halda utan um eign Baugsmanna í Íslands- banka. Skilvirkni markaðarins Útgáfa jöfnunarhlutabréfa var töluvert sport fyrr á árum en minna fer fyrir því núna. Eim- skipafélagið beitti þessari að- ferð lengi vel til þess að geta aukið arðgreiðslur milli ára þar sem aðeins var heimilt að greiða ákveðið hlutfall í arð. Voru þá gefin út ný bréf og nafnverð hlutafjár aukið. Skil- aði þetta hluthöfum góðri ávöxtun þar sem bréfin leituðu oft í fyrra horf. Í dag gefa félög einkum út jöfnunarhlutabréf til þess að minnka nafnverð hluta- fjár, til dæmis þegar gengi á hlutabréfum er orðið mjög hátt. SPRON seldi nýtt stofnfé á dögunum. Nýju bréfin voru seld á genginu einn en markaðs- verð var um átta. Þrátt fyrir að hlutum hafi verið fjölgað þre- falt er nýja markaðsverðið far- ið að stefna í átt til þess sem það var í fyrir útboðið. 13% 16 60%aukning dagvöru-verslunar í maí. dæmdir fyrir aðild aðParmalat-hneykslinu. hækkun á gengiBakkavarar frá ára-mótum. SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is B A N K A H Ó L F I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.