Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 60
29. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR
> Við samgleðjumst ...
... Þórði Guðjónssyni, eina íslenska
leikmanninum í herbúðum Stoke, sem
væntanlega horfir fram á nýja tíma með
liðinu á næstu leiktíð. Þórður, sem var
sveltur af tækifærum með Stoke í fyrra,
starfaði með
Johan Boscamp,
væntanlegum
stjóra félagsins,
hjá Genk fyrir
nokkrum árum og kom
þeim mjög vel saman.
Heyrst hefur ...
... að hinir íslensku eigendur Stoke hafi
hafnað tilboði frá Peter Coates, einum af
meðeigendum sínum, um að kaupa
meirihlutann í félaginu. Þess í stað ætla
fjárfestarnir að snúa vörn í sókn og undir
forystu nýs knattspyrnustjóra ætlar félagið
að gera eina tilraun enn til að koma
liðinu í deild hinna bestu á Englandi.
sport@frettabladid.is
20
> Við skiljum ekki ...
.... vinnubrögðin sem eru í hávegum höfð
hjá forráðamönnum Stoke. Að gera
samning við knattspyrnustjóra og reka
hann tveimur mánuðum síðar er
ekki aðeins furðulegt heldur
einnig vandræðalegt fyrir alla
þá sem eiga hlut að máli. Í
kjölfarið hefur Stoke tvo stjóra
á launaskrá næsta árið með
tilheyrandi kostnaði.
Hin íslenska stjórn knattspyrnufélagsins Stoke City rak í gær fljálfara sinn til sí›ustu flriggja ára, Tony
Pulis, a›eins tveimur mánu›um eftir a› hafa skrifa› undir n‡jan samning vi› hann.
Tony Pulis rekinn frá Stoke City
FÓTBOLTI „Hann stóð sig ágætlega
en hann virtist einhverja hluta
vegna ekki geta fylgt þeirri
stefnu okkar að leita á erlenda
markaði eftir liðsstyrk. Því fórum
við þá leið að láta hann fara,“
sagði Gunnar Þór Gíslason,
stjórnarformaður Stoke, við
Fréttablaðið í gær spurður um
ástæðu þeirrar ákvörðunar að
reka Pulis.
Fréttir af brottvikningu Pulis
vöktu mikla athygli í knattspyrnu-
heiminum í Bretlandi í gær, sér-
staklega í ljósi þess að ekki eru
liðnir nema rétt um tveir mánuðir
síðan stjórnin framlengdi samn-
ing sinn við Pulis og lýsti yfir
mikilli ánægju með hans störf.
„Þegar hann skrifaði undir
samninginn fyrr á árinu stóð til að
hann myndi leita meira til Evrópu
að nýjum leikmönnum en hugur
hans virðist ekki fylgja máli í
þeim efnum,“ segir Gunnar Þór.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir því að brottvikning Pulis
eigi sér töluverðan aðdraganda og
að ákvörðun um að reka hann hafi
legið fyrir í upphafi mánaðarins.
Er það helst fyrir tilstuðlan Magn-
úsar Kristinssonar, stjórnarfor-
manns Stoke Holding, sem Pulis
er látinn fara, en Stoke Holding er
fjárfestingarfyrirtækið sem stóð
á bak við yfirtöku íslensku fjár-
festanna á félaginu árið 1999.
Magnús hefur ekki farið leynt
með mislíkan sína á starfsaðferð-
um Pulis í gegnum tíðina en honum
virðist vera fyrirmunað að nota ís-
lenska leikmenn í sínu liði.
Skemmst er að minnast orða
Magnúsar í samtali við Fréttablað-
ið 29. apríl sl. „Ég mun ekki eyða
meiri pening í þetta félag á meðan
Tony Pulis er við stjórn.“
Gunnar Þór vildi ekkert segja
til um hvort brotthvarf Pulis yrði
til þess að Magnús myndi setja
pening í félagið á nýjan leik og vís-
aði á Magnús sjálfan til að svara
því. Ekki náðist í Magnús vegna
málsins í gær þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
Gunnar Þór hefur boðað til
blaðamannafundar í dag þar sem
búist er við að arftaki Pulis verði
kynntur til sögunar. Gunnar Þór
vildi ekkert segja um hver sá
maður væri en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins mun það
vera Hollendingurinn Johan
Boscamp, sem meðal annars hefur
þjálfað belgísku liðin Anderlecht
og Genk. vignir@frettabladid.is
Valsarinn Sigþór Júlíusson komst í
hann krappan í leik gegn KR í fyrra-
kvöld er hann braut bein í handar-
baki í fyrri hálfleik. „Ég datt illa á
höndina eftir návígi í lok fyrri
hálfleiks og braut bein. Ég fór
í skoðun í dag og fékk
spelku sem ég vonast til að
geta leikið með. En ég lét
lækninn skoða þetta í hálf-
leiknum og hann batt fast um
höndina þannig að ég gat klárað
leikinn. Það er vissulega erfitt að
spila með aðra höndina brotna en
það er samt ekkert sem maður
hugsar um meðan á leiknum
stendur. Ég hefði látið Willum vita
ef ég hefði ekki treyst mér áfram
en það gekk allt vel og ég þurfti
aldrei að biðja um skiptingu,“ segir
Sigþór, sem ætlar að láta það ráðast
á morgun hvort hann treysti sér til að
leika gegn Þrótti annað kvöld.
Sigþór segir að hann hefði
örugglega haldið áfram
sama hver andstæðingur-
inn var. „En það skemmdi
ekkert fyrir að það var
KR. Ég vildi alls ekki fara
út af í svona leik. Leikir
þessara liða eru líka
alltaf stórir og maður
vill ekki missa af
þeim,“ segir Sigþór sem lék
í sjö ár með KR áður en
hann skipti yfir í Val fyrir
núverandi tímabil. Hann
reyndar lék með Val í tvö
ár áður en hann gekk til liðs við KR. En
hann segir að það hafi verið gott að
vinna sigur á gömlu félögunum. „En
það er auðvitað gott að vinna alla leiki.
Við urðum líka að fá sigurleik nú eftir
að hafa tapað síðustu tveimur leikjum
til að koma okkur aftur af stað.“
Forysta FH í Landsbankadeildinni er því
enn sex stig en hefði verið níu ef Valur
hefði ekki unnið KR í gær. „Jú, það var
auðvitað gott að forskot þeirra skyldi
ekki aukast en við þurfum fyrst og
fremst að hugsa um okkar leik. Ef við
höldum áfram að hala inn stigin verð-
um við ánægðir og það væri ekki verra
ef FH-ingar misstíga sig. Það segir sig
sjálft að mótið er ónýtt ef þeir fá að
komast upp með að vinna alla leiki.“
SIGÞÓR JÚLÍUSSON HARKAÐI AF SÉR: LÉK SÍÐARI HÁLFLEIK GEGN KR HANDARBROTINN
Ætla›i ekki a› missa af flessum leik
MasterCard Open
2. - 3. júlí, Jaðarsvelli, Akureyri
Leikfyrirkomulag
Leikinn verður punktaleikur, 7/8 forgjöf.
Glæsileg verðlaun
Verðlaun fyrir 1.-3. sæti, bæði með og án forgjafar. Einnig
lengsta teighögg, nándarverðlaun og dregið úr skorkortum.
100.000 kr. MasterCard ferðaávísun fyrir holu í höggi.
Mótsgjald
Mótsgjald kr. 3.500. 50% afsláttur ef greitt er með MasterCard.
Skráning
Skráning á www.golf.is og í síma 462 2974 til kl. 18, föstudaginn
1. júlí. Mótið hefst laugardaginn 2. júlí kl. 9.
Frekari upplýsingar á www.kreditkort.is/klubbar og www.golf.is.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
26 27 28 29 30 31 1
Miðvikudagur
MAÍ
■ ■ LEIKIR
19.15 ÍA fær ÍBV í heimsókn í
Landsbankadeild Karla.
■ ■ SJÓNVARP
17.15 Olíssport á Sýn.
18.30 Álfukeppnin – úrslitaleikur
á Sýn.
21.00 Sterkasti maður heims á
Sýn.
22.00 Olíssport á Sýn.
22.20 Formúlukvöld á RÚV.
23.15 Álfukeppnin – úrslitaleikur
á Sýn.
TONY PULIS Náði góðum árangri hjá Stoke þrátt fyrir að hafa verið með lítið fjármagn á
milli handanna á þeim tæplega þremur árum sem hann var hjá félaginu.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTYIMAGES
Vill a› Max Mosley segi upp
FORMÚLA Uppákoman í Formúlu 1
kappakstrinum í Indianapolis um
þar síðustu helgi ætlar heldur bet-
ur að draga dilk á eftir sér og nú
hefur Jackie Stewart, fyrrum
heimsmeistari í greininni, lagt til
að Max Mosley, forseti alþjóða
akstursambandsins, segi af sér
vegna málsins.
„Ég hef aldrei orðið vitni að öðru
eins klúðri og því sem varð á
brautinni í Indianapolis síðan ég
hóf að fylgjast með akstursíþrótt-
um,“ segir Stewart. „Mosley hefur
misst allt traust og hann verður að
átta sig á stöðunni sem hann er
kominn í. Þeir sem stjórna liðun-
um verða að bera trausts til yfir-
manns íþróttarinnar. Svo er ekki
nú.“ -vig
Jackie Stewart, þrefaldur heimsmeistari í formúlu 1:
Toppslagurinn í Landsbankadeild kvenna:
FÓTBOLTI Ótrúlegt mark Rakelar
Logadóttur beint úr hornspyrnu
þremur mínútum fyrir leikslok
tryggði Valsstúlkum þrjú dýr-
mæt stig í toppslagnum gegn KR
í Landsbankadeild kvenna.
Valur sýndi gríðarlegan
karakter með því að koma til
baka eftir að Hrefna Jóhannes-
dóttir hafði komið KR-ingum
yfir í upphafi síðari hálfleiks.
Laufey Ólafsdóttir jafnaði metin
skömmu síðar og eins og áður
segir var það Rakel sem reyndist
hetja liðsins á lokamínútunum.
-vig
Rakel trygg›i Val öll stigin
HETJAN Rakel skoraði
ótrúlegt mark undir
lok leiksins í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA