Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 61

Fréttablaðið - 29.06.2005, Qupperneq 61
MIÐVIKUDAGUR 29. júní 2004 21 Ronaldinho lofar mögnu›um úrslitaleik FÓTBOLTI Brasilíumenn mæta Argentínumönnum í úrslitaleik Álfukeppninnar í Þýskalandi í dag. Búast má við fjörugum leik, en landslið beggja þjóða hafa ávallt spilað skemmtilega knattspyrnu. Ronaldinho, leikstjórnandinn frá- bæri í liði Brasilíumanna, lofaði skemmtilegum leik þegar hann ræddi við fréttamenn í gær. „Þetta verður magnaður leikur. Argentínumenn eru með marga góða leikmenn sem við verðum að passa vel. Við eigum þó að hugsa um að hafa gaman af leiknum, því svona leikir fara ekki fram á hverjum degi. Ef við náum að spila fótbolta eins og við viljum spila hann þá eigum við að vinna þennan leik.“ Leikurinn fer fram í Frankfurt og hefst bein útsending frá leikn- um klukkan hálfsjö á Sýn. -mh LEIKIR GÆRDAGSINS Landsbankadeild kvenna: STJARNAN–ÍBV 2–3 FH–BREIÐABLIK 0–7 KR–VALUR 1–2 STAÐAN: BREIÐABLIK 7 7 0 0 28–5 21 VALUR 7 6 0 1 33–9 18 KR 7 4 0 3 23–13 12 ÍBV 7 4 0 3 25–17 12 KEFLAVÍK 7 3 0 4 16–23 9 STJARNAN 7 2 0 5 8–20 6 FH 7 2 0 5 6–21 6 ÍA 7 0 0 7 6–37 0 1. deild karla: VÍKINGUR Ó.–KA 0–3 LAUGARNAR Í REYKJAVÍK itr.is SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU ÁRBÆJARLAUG BREIÐHOLTSLAUG GRAFARVOGSLAUG KLÉBERGSLAUG LAUGARDALSLAUG SUNDHÖLLIN VESTURBÆJARLAUG ÍS LE N S K A A U G LÝ S IN G A S T O FA N /S IA .I S I T R 2 8 8 5 6 /0 6 .0 5 FJÖLSKYLDUUPPSKRIFT Í POTTINUM Mateja Kezman, serbneski sókn-armaðurinn sem eyddi stærst- um hluta síðustu leiktíðar sitjandi á varamannabekk Chelsea, er geng- inn til liðs við Atlet- ico Madrid á Spáni. Hinn 26 ára gamli Kezman skoraði að- eins fjögur deildar- mörk í 24 leikjum fyrir Chelsea á síð- ustu leiktíð eftir að hafa komið frá PSV fyrir fimm milljónir punda síð- asta sumar. Með brotthvarfi Kezman er ekkihægt að segja annað en að sóknarlína Chelsea sé afar þunn- skipuð. Í dag skipa hana aðeins tveir leikmenn, Eiður Smári Guðjohnsen og Didier Drogba, en forráðamenn félagsins eru í leit að nýjum sóknarmanni. Nafn Fernando Torres hjá Atletico hefur helst verið nefnt í því samhengi en forseti fé- lagsins, Enrique Cerezo, var fljótur að binda enda á þær vangaveltur. „Roman Abramovich getur gleymt því að fá Torres,“ sagði hann í gær. Rætt hefur verið um að Chelseagæti farið þá leið að selja Hern- an Crespo ekki til AC Milan eins og til stóð, en þar var hann á láni allt síðasta tímabil og sló í gegn á Ítalíu. Að sögn Ariedo Braida, stjórnarfor- manns AC Milan, hafa félögin náð samkomulagi um framlengingu lánssamningsins en það sé ekki komið á hreint hvort skrifað verði undir þá samninga. „Chelsea er að reyna að sannfæra Crespo um að koma aftur til London,“ segir Braida. Jóhann Hreiðarsson, miðjumaður-inn sem hefur verið í láni hjá Vík- ing frá Val síðasta mánuðinn, hefur náð munnlegu samkomulagi um að verða áfram í láni hjá félaginu út sumarið. Eru þetta mjög góð tíðindi fyrir Víking þar sem Jóhann hefur verið fastamaður í liðinu frá því að hann kom og spilað mjög vel. Newcastle hefur sektað franskavængmanninn Lauren Robert um tveggja vikna laun, jafnvel þó að sala hans til Portsmouth sé nánast frágengin. Robert fær sektina fyrir að láta ærumeiðandi orð falla um stjóra Newcastle, Graeme Souness. „Við hefð- um orðið Evrópu- meistarar á síðustu leiktíð hefði hann haft vit á að átta sig á hvað var í gangi. Hann er bara barn. Ef hann heldur svona áfram verður hann rekinn og það á hann skilið,“ sagði Robert um Souness, sem var í kjöl- farið ekki lengi að losa sig við franska ólátabelginn. Aðstoðarþjálfari Man.Utd, CarlosQueiroz, lýsti því yfir í gær að portúgalski miðjumaðurinn Cristi- ano Ronaldo sé fjarri því að vera á leið burt frá félaginu. Barcelona og Real Madrid eru sögð mjög áhuga- söm um það að fá Ronaldo í sínar raðir fyrir næstu leiktíð en hann hef- ur áður lýst því yfir að hann vilji fá nýjan og bættan samning hjá Man. Utd. „Ronaldo er einn af leikmönnum sem liðið mun verða byggt í kringum á næsta ári og það væri fráleitt af okkur að láta hann fara. Hann er leikmaður í þeim gæðaflokki sem við verðum að hafa í liðinu, svo einfalt er það,“ segir Queiroz. ÚR SPORTINU Intersport-deildin: Jón aftur á heimasló›ir KÖRFUBOLTI Miðherjinn Jón Ólafur Jónsson hefur snúið aftur á kunn- uglegar slóðir í úrvalsdeildinni í körfubolta, en í gær var staðfest að hann færi frá KR og gengi til liðs við sitt gamla félag Snæfell í Stykkishólmi. Jón fékk lítið að spreyta sig með Vesturbæjarlið- inu í fyrra, en hefur nú lokið námi sem hann stundaði í Reykjavík að mestu og ákvað því að snúa aftur. „Þar er líka mun meiri spila- tími í boði eftir að Fannar kom í KR, þannig að beinast lá við að fara í Hólminn aftur,“ sagði Jón Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. -bb Úrslitaleikur Álfukeppninnar fer fram í kvöld: RONALDINHO Í LEIK MEÐ BARCELONA. Ronaldinho verður í eldlínunni með landsliði Brasilíu, sem þykir sigur- stranglegra í úrslitum Álfukeppninnar gegn Argentínu í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.