Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 29.06.2005, Blaðsíða 63
23MIÐVIKUDAGUR 29. júní 2005 ,,Við ætlum fjórar vinkonur saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ S á k ið f i k di bö Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? saman aftur og aftur! Diskarnir eru æðislegir hjá okkur!“ Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Sumarnámskeið Keramik fyrir alla Ennþá laust á vinsælu barna ámskeiðin. Ein vika, allt innifalið kr. 8900.- Bókið núna. IFE TOLENTINO OG FÉLAGAR Brasilíski gítarleikarinn og söngvarinn Ife Tolentino heldur tvenna tónleika í Reykjavík í ásamt þekktum íslenskum jassistum. Heit brasil- ísk tónlist Brasilíski söngvarinn og gítar- leikarinn, Ife Tolentino er staddur á Íslandi og heldur tvenna tón- leika í vikunni ásamt nokkrum þekktum íslenskum jassistum. Þeir fyrri verða á Grand Rokk á miðvikudagskvöldið 29. júní kl 22:00 og þeir seinni í Iðnó, föstu- dagskvöldið 1. júlí, kl 21:30. Með Ife spila þeir Óskar Guðjónsson á saxófón, Ómar Guðjónsson á gítar og Matthías Hemstock og Þor- valdur Þór Þorvaldsson á slag- verk. „Þetta er ósvikin samba-og bossanova-tónlist. Brasilíumaður- inn er að kenna okkur nýja takta því þetta er efni sem heyrist ekki oft hér á landi. Þetta er efni í anda gömlu meistaranna, Carlos Jobim, Stan Getz og Joao Gilberto og við erum að reyna að flytja þessa tón- list eins og þetta á að vera gert,“ segir Þorvaldur Þorvaldsson slag- verksleikari og bætir því við að mikið verði á efnisskránni af brasilískum þjóðlögum sem Ife Tolentino hefur spilað alla sína tíð, allt frá því að hann var barn á götunum í Sao Paulo en Ife býr núna í London þar sem hann mat- reiðir sjóðheitt samba ofan í Eng- lendinga. ■ Einleikir á Ísafirði Leiklistarhátí› ver›ur haldin á Ísafir›i dagana 30. júní til 3. júlí flar sem settar ver›a upp tíu s‡ningar me› einungis einum leikara. fiekktir leikarar munu halda á Vestfir›i og taka flátt í hátí›inni, sem er bæ›i fljó›leg og alfljó›leg. „Hátíðin er dálítið sérstæð því á henni verða eingöngu sýndir ein- leikir. Sýndir verða tíu einleikir sem allir eru atvinnusýningar og kemur einn þeirra alla leið frá Króatíu en sá sem stendur fyrir honum flúði Júgóslavíu þegar stríðið geisaði þar og bjó hér á Flateyri um tveggja ára skeið,“ segir Elfar Logi Hannesson leik- ari, sem stendur fyrir leiklistar- hátíðinni Act Alone á Ísafirði frá 30. júní til 3. júlí. Auk þess að skipuleggja hátíðina sýnir Elfar Logi einleik sinn um Gísla Súrs- son sem hann frumsýndi fyrr á árinu. „Ég hef verið að fást við þetta leikhúsform síðustu fjög- ur árin, mér fannst það við hæfi að slík hátíð væri haldin hér á Ísafirði þar sem Komedíuleikhúsið, sem er eina atvinnuleikhúsið hér á Vest- fjörðum, hefur eingöngu sett upp slíka einleiki frá árinu 2001. Einleiksformið hefur smátt og smátt verið að hasla sér völl hér á Íslandi og sum hafa gengið af- skaplega vel svo sem eins og H e l l i s b ú - inn. Ég held að við séum rétt að byrja að snerta á þessu merkilega leik- húsformi og við eigum eftir að kanna margar leiðir hvað það varðar. Það er ofboðslega mikil ögrun fyrir leikara að standa einn á sviðinu,“ segir Elfar. Elfar segir að líkja megi ein- leikhúsforminu við það þegar menn á Íslandi flökkuðu á milli bæja fyrr á öldum, sögðu sögur og léku og fengu að éta í staðinn. „Fæstir þessara manna hafa auðgast af fé en flestir hafa þeir auðgast á sálinni fyrir vikið,“ segir Elfar um þessa ís- lensku einleikara fortíðarinnar. „Þetta er erfitt, en þetta er besta tilfinning í heimi eins og einhver sagði og verðlaun- in eru góð því m a ð u r þroskast mikið á því að fást við þetta,“ segir Elfar um einleiks- formið. Þekktir leikarar munu leggja leið sína vestur á hátíðina. Ilmur Kristjánsdóttir mun setja upp einleik sinn Ausa sem sýndur var í Borgarleikhúsinu, Hörður Torfason mun sýna einleik sem hann kallar Sögur og söngvar frá eyjunni æ og Hallveig Thorlacius setur upp Egilssögu. Á hátíðinni verður frumflutt nýtt útvarps- leikrit eftir Guðmund Oddsson sem heitir Síðasta segulband Hrapps og svo rekur hver ein- leikurinn annan á hátíðinni. Ókeypis er inn á dagskrárliði hátíðarinnar. ■ ELFAR LOGI HANNESSON Í hlutverki sínu í einleiknum um Gísla Súrsson sem hann frum- sýndi 18. febrúar í félagsheimilinu á Þingeyri. Elfar mun sýna einleikinn á hátíðinni sem fram fer á Ísafirði dagana 30. júní til 3. júlí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.