Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 70

Fréttablaðið - 29.06.2005, Page 70
30 29. júní 2004 MIÐVIKUDAGUR Miklir mottumenn Fjórða Tom Selleck-keppnin verður haldin í kvöld á Sirkus. „Keppnin hefst klukkan átta og við erum harðir á tímanum,“ seg- ir Sindri Már Kjartansson, tals- maður keppninnar. „Hingað til hafa keppendur verið í kringum tuttugu manns og fjöldinn verð- ur örugglega á svipuðu róli í kvöld.“ Dómarar í keppninni eru Raggi í Botnleðju, Harry Johans- son sigurvegari ársins 2003 og Maggi legó en hann bar sigur úr býtum í fyrra. „Þetta eru allt miklir mottumenn og auk þeirra verður einn leynidómari. Það sem skiptir máli í þessari keppni er hvort eigandi mottunnar ber hana vel. Hvort hún sé partur af karakternum eða hvort þetta sé bara eitthvað grín,“ segir Sindri alvörugefinn en viðurkennir að vissulega sé þetta svolítið grín. „Svo verður líka sms-kosning í salnum sem vegur 50 prósent á móti dómurum,“ segir hann hlæjandi og telur upp fjöldan all- an af þeim glæsilegu verðlaun- um sem bíða sigurvegarans heppna. „Sigurvegarinn fær skeggsnyrtikit, farandbikar sem er hattur, veglegan skammt af Thule frá Vífilfelli, hótelher- bergi og alls konar fíneríi.“ ■ Lárétt: 2 mæra, 6 tveir eins, 8 lengdarein- ing, 9 fugl, 11 í röð, 12 býður vafasama greiðslu, 14 býr til brauð, 16 endalok, 17 skel, 18 vökva, 20 á fæti, 21 grind. Lóðrétt: 1 hikst, 3 smáorð, 4 gerði fal- lega, 5 skammstöfun, 7 trúaður maður, 10 maka, 13 keyra, 15 útstáelsi, 16 lækn- ismeðferð, 19 tónn. Lausn. Lárétt: 2 lofa,6tt,8fet,9ara,11 gh, 12mútar, 14bakar, 16ko,17aða, 18 úða,20il,21rist. Lóðrétt: 1 stam,3of, 4fegraði, 5ath, 7trúboði,10ata,13aka,15 rall,16kúr, 19 as. BARNANÍÐINGURINN Í SMÁÍBÚÐAHVERFINU SKIPTIR UM HVERFI Sumar gjafir skipta öll börn máli! Gefum börnum góða sumargjöf Síðasta tölublað Grapevine virð- ist hafa verið töluvert vinsælla en fólk í herbúðum blaðsins átti von á. Blaðið, sem kom út 8. apríl og er það fyrsta undir rit- stjórn Barts Camer- on, rauk út og er nú svo illa fyrir rit- stjórninni komið að hún á ekki einu sinni blöð í sitt eigið safn. Jón Trausti Sigurðar- son, markaðsstjóri Grapevine, segir að þá bráðvanti tölublöð og því hafa þau tekið upp á því að greiða hundrað krónur hverjum þeim sem getur fært þeim eigu- legt eintak af blaðinu. Í gjafmildi sinni ætla þau einnig að afhenda bjargvættum sínum nýtt eintak af blaðinu. Umrætt tölublað var með þremur mis- munandi forsíðum þar sem þrír meðlimir Spaugstof- unnar brugðu á leik í gervum þriggja ís- lenskra stjórnmála- manna. Grapevinel- iða vantar eingöngu þau blöð sem hafa Randver Þorláksson í gervi Jóhönnu Sig- urðardóttur og Pálma Gestsson í gervi Halldórs Ás- grímssonar á forsíð- unni. Fólk er því beðið að mæta á Laugaveg 11 í Grapevinebúðina og láta gott af sér leiða því vonast er til að fá tíu eintök af hvoru blaði fyrir sig. ■ GRAPEVINE Hin eftirsóttu tölublöð sem kláruðust. Clint Eastwood hefur fengið grænt ljós fyrir tökur í Krýsu- vík fyrir myndina sína Flags of Our Fathers. Allt er farið á fullt við undirbúning á myndinni en fimm hundruð leikarar og statistar á aldrinum 18 – 40 ára koma við sögu. Alexía Jóhannes- dóttir, casting director hjá Eskimo, hefur verið að leita að fólki því hún þarf að finna mun stærri hóp. „Phyllis Huffman sem hefur valið leikara í kvik- myndir Eastwood síðan 1982 kemur til landsins og við veljum leikarana í sameiningu,“ segir Alexía. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að bjóða eigi statistum heldur bág kjör fyrir þátttöku sína en Alexía þverneitar fyrir það. „Það er ekki búið að semja um neitt kaup og kjör enda ekki orðið ljóst hversu lengi hver statisti þarf að vera á tökustað,“ segir hún. „Það verða allir í þrjá daga á tökustað á meðan sumir verða í allt að í tvær vikur,“ bætir hún við en það verður að teljast mikill happafengur fyrir íslenska leikara að fá að verja jafn löngum tíma með leikstjóra á borð við Clint Eastwood. Statistarnir munu þurfa að þola þó nokkuð mikið af sprenging- um því alls verða 700 kíló af Hollywood-sprengiefni notað í Sandvík. Ekki er eingöngu um texta- laus hlutverk að ræða því þó nokkrir fá að fara með setning- ar í myndinni. „Það eru í kring- um sjö til átta hlutverk sem fylgja ein setning,“ segir Alexía en rúsínurnar í pylsuendanum verða eflaust tvö hlutverk. „Það eru tveir leikarar sem fá að segja í kringum átta setningar í myndinni,“ segir hún sem telst nokkuð mikið. Alexía segir að mikill áhugi sé fyrir þessari mynd og farsím- inn hennar stoppi varla. „Það eru margir sem hafa haft sam- band,“ segir hún en reiknað er með að prufur hefjist í júlí. Að- spurð hvort búið sé að ráða í að- alhlutverk í myndinni vildi hún ekkert segja, búið væri að bjóða þekktum Hollywoodleikara eitt af þremur aðalhlutverkum í myndinni og mjög líklegt væri að hann þæði það. „Hann á mjög fræga konu,“ segir hún leyndar- dómsfull. freyrgigja@frettabladid.is FÁNINN REISTUR Það verður að teljast heldur ólíklegt að einhverjum af hinum íslensku statistum verði leyft að lyfta fánanum í Iwo Jima. Þeir fá þó einhverjir að segja nokkrar setningar. ...fá Þorsteinn Stephensen og að- standendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Hátíðin hefur vakið verðskuldaða athygli og var valin ein af fimm bestu tón- listarhátíðum heims af breska tímaritinu New! HRÓSIÐ Grimmileg blaða- mennska Ég veit ekki hvort ég á að öskra eða öskra þegar ég sé svona fyrirsagnir eins og birst hafa síðustu daga. Af hverju förum við ekki bara aftur í það að hlekkja fólk við staura á fjölförnum stöðum þegar okkur finnst það hafa misstigið sig? Það yrði að vísu fljótlega skortur á fólki til að reisa staurana því við stæðum þarna öll hlekkjuð á endanum. Þessi blaðamennska er grimmileg, lágkúruleg og heimskuleg og við eigum að taka höndum saman í þessu litla þorpi okkar og stöðva hana hið snarasta. Siðferðisgildin breytast ekki Tvímælalaust. Mér finnst að blaða- og fréttamenn eigi að virða þær siða- reglur sem eru í gildi þó svo að þær séu gamlar. Þær eru byggðar á sið- ferðisgildum mannsins og gildin okkar eiga ekki að breytast þó tímarnir breytist. Fyrir þær sakir tel ég rangt þegar blaða- menn bera fyrir sig að siðareglur séu úreltar og hvet þá eindregið til að virða þær reglur sem stéttin í heild sinni hefur sett sér og leggja sig fram um það að koma almennt vel fram við náungann. Fyrir neðan beltis- stað Já, algjörlega. Að minnsta kosti blöð eins og Hér og Nú. Hingað til hefur mér fundist blöðin hafa hag- að sér ágætlega en þetta er bara fyrir neðan beltis- stað. Þetta er óforsvaran- legt. Landið er nógu lítið og fólk slúðrar nógu mik- ið sín á milli. Blöðin eiga ekki að vera að skipta sér af svona persónuleg- um málum sem koma öðru fólki ekki við. ERU ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR AÐ FARA YFIR STRIKIÐ? ÞRÍR SPURÐIR Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður. Gunnar Örlygsson þing- maður Sjálfstæðisflokks- ins. Margrét Kristín Sigurðar- dóttir, söngkona. 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri. Spánarsnigill. Makhtar Mai. TOM SELLECK Leikarinn góðkunni þykir bera einstaklega vel snyrta og glæsilega mottu. Hann er sérleg fyrirmynd mottu- keppninnar á Sirkus. MOTTUKEPPNIN MIKLA Keppendur í fyrra skörtuðu hver og einn glæsilegri mottu. Hér eru þeir Raggi í Botnleðju og Stebbi og Maggi úr GusGus. Hundra› kall fyrir Halldór og Jóhönnu M YN D /J O E RO SE N TH AL FLAGS OF OUR FATHERS: 500 STATISTA LEITAÐ Tveir Íslendingar fá átta setningar í myndinni

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.