Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 72

Fréttablaðið - 29.06.2005, Síða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 Gerum þök og svalagólf vatnsheld Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Hef verið að koma mér upp sól-palli við heimili mitt í höfuð- borginni. Reyndar þremur pöllum, slík er sólin í Reykjavík. Að ég hélt. Einn pallurinn nær morgunsólinni, annar síðdegissólinni og loks sá að vestanverðunni; hann nær kvöldsól- inni. Ég á sumsé að heita nokkuð ör- uggur með að fanga sólina, þegar og ef hún lætur sjá sig. Þar fyrir utan hef ég reist forláta skjólveggi um allar koppagrundir í garðinum mín- um, nánast burðarveggi, enda hvess- ir Reykjavíkurlognið meira en geng- ur og gerist með önnur logn. ÉG HEF SVO AÐ SEGJA ekkert notað pallana. Ýmist hefur verið of kalt eða of hvasst eða sólin hefur haldið sig í öðrum landshlutum. Þessi paradís mín er sumsé mann- laus svo vikum skiptir. Garðhús- gögnin standa þar auð og yfirgefin og sömuleiðis niðurdregin sólhlífin. Keypti mér þó gashitara á dögunum ef ske kynni að hægt væri að leika á náttúruna – en enn hefur ekki verið ástæða til að kveikja á honum sakir vinds sem slekkur jafnharðan á log- anum og kveikt er á honum. MÉR HEFUR VERIÐ bent á að kaupa mér markísu og festa hana við útveggi hússins, svo sem eins og tuttugu fermetra segldúk sem dreg- inn er á örmum út yfir pallinn. Þannig yrði ég varinn fyrir regni og einhverjum vindi og líklegt væri að loginn lifði á gasinu. Þess þá heldur líka að einhver hiti héldist á pallin- um og færi hvergi. Ég hef því verið að bera mig eftir markísu-auglýs- ingum í blöðunum á síðustu dögum og jafnframt verið að skoða festing- ar í byggingarvöruverslunum af því að festingar eru víst lykilatriði þeg- ar kemur að svona seglhimnum í borginni. EINN DAGINN ÞEGAR ég horfði út um eldhúsgluggann minn á herlegheitin og suðaustan úrfellið lék um allar þessar eignir mínar í garðinum fór ég að velta fyrir mér þessari áráttu Íslendinga. Það má heita plagsiður landsmanna að víg- girðast á lóðum sínum; hvarvetna í hverfum landsins er keppst við að steypa niður staura svo hægt sé að leita einhvers skjóls og berja í sig hita. Þetta er eitthvað svo örvænt- ingarfullt ... og séríslenskt; að eiga pall en geta ekki notið hans ... BAKÞANKAR SIGMUNDAR ERNIS RÚNARSSONAR Sólpallar

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.