Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 2
FJÖLMIÐLAR Um síðustu mánaða- mót var ákveðið að skera niður kostnað hjá Ríkisútvarpinu til að ná jafnvægi í rekstri stofnunar- innar á árinu. Um er að ræða flat- an tveggja prósenta niðurskurð sem leggst jafnt á bæði útvarp og sjónvarp og á að spara fimmtíu milljónir króna. Búist er við að framleiðslu ein- hverra þátta í bæði útvarpi og sjónvarpi verði hætt. Á Rás eitt er mjög sennilegt að Auðlindin verði slegin af og líklegt er að fréttaskýringarþátturinn Í brennidepli detti upp fyrir í sjón- varpinu. Þá er búist við að nokkr- ir tónlistarþættir á Rás tvö leggi upp laupana, einkum kvöldþættir. Engar endanlegar ákvarðanir hafa þó verið teknar. Þá má geta þess að ákveðið var að afnema þrettán þúsund króna líkamsræktarstyrki starfsmanna, en í fyrradag var sú ákvörðun dregin til baka vegna mótmæla starfsmanna. Nokkur óvissa hefur ríkt hjá starfsmönnum vegna þessa, en ekki er enn búið að kynna niður- skurðinn formlega fyrir þeim. „Auðvitað hafa menn áhyggjur af uppsögnum,“ segir Jóhanna Mar- grét Einarsdóttir, formaður starfs- mannasamtaka Ríkisútvarpsins. „Hér er margt fólk með skamm- tímasamninga sem hægt er að láta renna út þannig að líklega kæmi ekki til uppsagna fastráðinna starfsmanna, en starfsmönnum gæti fækkað og vinnuálag á fast- ráðna starfsmenn gæti aukist í kjölfarið.“ Jóhanna segir starfsmenn einnig orðna langþreytta á hinu sífellda óvissu- ástandi. Guðmundur Gylfi Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fjármála- deildar Ríkisútvarpsins, staðfestir að ákveðið hafi verið að grípa til niðurskurðar í rekstrinum, en vill ekki tjá sig frekar um það í hverju niðurskurðurinn verður fólginn. „Það hefur orðið mikill kostnaðar- auki á árinu,“ segir Guðmundur. „Við höfum ekki fengið svar við óskum um hækkun afnotagjalda og þá er ekki annað að gera en að fara í þessar aðgerðir.“ grs@frettabladid.is 2 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Rannsókn lögreglu á málum tengdum Baugi Group: Málsgögn afhent lögmönnum Halldór lætur athuga lagaumgjörð stjórnmálaflokka: Nefnd sko›ar starfs- umhverfi flokkanna STJÓRNMÁLAFLOKKAR Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra skipaði í gær níu manna nefnd sem ætlað er að fjalla um fjár- mál stjórnmálaflokka og lagaumgjörð þeirra. Þetta er gert í kjölfar skýrslu sem forsætisráðherra lagði fram á alþingi í lok apríl um fjármál stjórnmálaflokkanna að beiðni Jóhönnu Sigurðardóttur og fleiri þingmanna. Þar taldi hann rétt að taka til endurskoð- unar ýmis atriði í löggjöf sem lúta að stjórnmálastarfseminni, en sambærileg nefnd sem skip- uð var 1998 hafði áður komist að því að ekki bæri að kveða á um slíkt í lögum. Fulltrúar Framsóknarflokks í nefndinni eru Sigurður Eyþórs- son formaður og Helgi S. Guð- mundsson. Af hálfu Sjálfstæð- isflokksins eiga sæti Kjartan G u n n a r s s o n varaformaður, Einar K. Guð- finnsson og Gunnar Ragnars. Gunnar Svavars- son og Margrét S. Björnsdóttir sitja í nefndinni fyrir Samfylk- inguna, Kristín Halldórsdóttir fyrir Vinstri græna og Eyjólfur Ármannsson fyrir hönd Frjáls- lynda flokksins. Ritari nefndar- innar er Árni Páll Árnason lög- maður. - jh Skori› ni›ur í rekstri Ríkisútvarpsins Ríkislögreglustjóri í sumarfríi: Væntanlegir aftur í ágúst LÖGREGLA Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahags- brotadeildar Ríkislögreglustjóra, eru báðir í sumarfríi fram í ágúst. Hjá embættinu fengust þau svör að trúlega gætu þeir einir svarað spurningum tengdum rannsókninni á Baugsmálinu svo- kallaða, en komið hefur fram al- varleg gagnrýni á hana og eins á skipulag embættisins. Í álitsgerð sem Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor vann fyrir Baug gagnrýnir hann þá skipan mála hjá embættinu að rannsókn mála og saksókn skuli vera á einni hendi. Þá setur hann spurningamerki við aðgerðir lög- reglu þau tæpu þrjú ár sem rann- sóknin stóð. -óká BLAUTUR Á VEGAMÓTUM Eggert fór geyst niður Öxi og segist hafa ná 50 km hraða. „Stýrið lét eins og brjáluð þvottavél i hol- unum og frambrettið datt af. Heill kom ég þó niður,“ segir Eggert. Fjársöfnun HjartaHeilla: Me› storminn í fangi› SÖFNUN Eggert Skúlason, sem er að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar Landssamtökum hjarta- sjúklinga, HjartaHeill, kom þreytt- ur en sæll til Egilsstaða um miðjan dag í gær eftir að hafa lagt upp frá Djúpavogi um morguninn. Í stað þess að fara yfir Breiðdalsheiði, hjólaði Eggert yfir Öxi og reyndist hún þung á brekkuna, auk þess sem þoka tafði för. Eggert hjólaði einn í gær og lagði að baki um 100 km. Þrátt fyrir sterkan mótbyr nær alla leiðina austur er hann á undan áætlun. -kk Lögmaður Bubba: Vill fund um skrif Hér og nú FJÖLMIÐLAR Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Bubba Morthens, hefur sent Gunnari Smára Egilssyni for- stjóra 365 miðla, Garðari Erni Úlf- arssyni, ritstjóra Hér og nú, og Ei- ríki Jónssyni blaðamanni bréf þar sem hann óskar eftir fundi um skrif tímaritsins um Bubba. Gunnar Smári vildi aðspurður ekki segja annað um bréfið en að í því fælist umleitun um að haldinn yrði fundur með málsaðilum. Hvorki Garðar Örn Úlfarsson né Eiríkur Jónsson vildu tjá sig um málið við Fréttablaðið en staðfestu þó að hafa fengið umrætt bréf. - oá SPURNING DAGSINS Er gott a› fara til Sú›avíkur á ló›arí? Besta leiðin til að finna út úr því er að mæta á svæðið og kynna sér aðstæður og ef lóðaríið ber ávöxt þá minni ég á það að leikskólinn er gjaldfrjáls. Ómar Már Jónsson er sveitarstjóri Súðavíkur en sveitarstjórnin þar lagði fram áætlun um að fjölga íbúum bæjarins meðal annars með því að bjóða upp á fríar lóðir og gjaldfrjálsan leikskóla. Skera á ni›ur í rekstri allra deilda Ríkisútvarpsins á sí›ari hluta flessa árs til a› ná fram jafnvægi í rekstri stofnunarinnar. Búast má vi› a› flættirnir Í brennidepli og Au›lindin ver›i slegnir af. RÍKISÚTVARPIÐ Óvissa ríkir meðal starfsmanna þess vegna frétta af niðurskurði í rekstri. LÖGREGLA Embætti Ríkislögreglu- stjóra lét í gær af hendi rannsókn- argögn í Baugsmálinu svokallaða. Ákærur voru gefnar út á föstu- dag, en rannsókn lögreglu hefur staðið í tæp þrjú ár. Sex sæta ákæru, þar á meðal fyrrverandi og núverandi forstjóri Baugs, stjórnarmenn og tveir endurskoð- endur. Ákærurnar hafa ekki verið gerðar opinberar og segja lög- menn ákærðu að af þeirra hendi verði það heldur ekki gert fyrr en þeir hafi fengið tóm til að fara yfir og skoða gögnin. Gögn málsins fylltu nokkra pappakassa, en gögnum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra var skilað til lögmanns hans í Reykjavík. „Já, ég sé að verið er að bera þetta inn og þrír pappa- kassar komnir hér inn á gólf,“ sagði Gestur Jónsson lögmaður laust eftir klukkan ellefu í gær- morgun. Þórunn Guðmundsdóttir hæstaréttarlögmaður sem fer með mál endurskoðendanna sagð- ist í gær hafa fengið boð um að sækja mætti gögnin. „Það var búið að segja mér að aðstoð þyrfti við að bera þetta þannig að ég kom því ekki við í dag,“ sagði hún en kvaðst mundu sækja gögnin fyrir hádegi í dag. - óká ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR Þórunn er lögmaður Stefáns Hilmarssonar og Önnu Þórðardóttur endurskoðenda en þau eru meðal ákærðu í Baugsmálinu. Þórunn frestaði því til dagsins í dag að sækja málsgögn til lögreglu vegna umfangs þeirra. LÖGREGLUSTJÓRI OG RÁÐHERRA Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri, sem hér sést með Birni Bjarnasyni dómsmálaráð- herra, er væntanlegur úr sumarfríi í ágúst. MEXÍKÓ HÖFUÐPAURINN GÓMAÐUR Yfir- völd í Mexíkó telja sig hafa hand- samað Vicente Carrillo Fuentes, höfuðpaur Juarez-glæpahringsins sem hefur smyglað ókjörum af kókaíni til Bandaríkjanna á síðustu árum. Fjölskylda mannsins sem var handtekinn segja hins vegar að lögreglan hljóti að hafa ruglast á mönnum, hann hafi einungis verið að kaupa í matinn og ekkert til saka unnið. Ákærur vekja athygli: Á forsí›u Berlingske VIÐSKIPTI Mynd af Jóni Ásgeiri Jó- hannessyni forstjóra Baugs Group birtist á forsíðu Berlingske Tidende í Danmörku í gær með fyrirsögn- inni „Eigandi Magasin ákærður fyr- ir blekkingar og skattsvik.“ Í viðskiptahluta blaðsins var greint frá nýbirtum ákærum á hendur forsvarsmönnum Baugs og einnig sagt frá fyrirhugaðri mál- sókn fyrirtækisins á hendur ís- lenska ríkinu. Að auki er greint frá meintu mútutilboði Jóns Ásgeirs til Davíðs Oddssonar. Þá er til umfjöll- unar greinargerð Jónatans Þór- mundssonar lagaprófessors og full- yrðingar Baugs um pólitískar of- sóknir á hendur fyrirtækinu. -ks SIGURÐUR EYÞÓRSSON Framkvæmdastjóri Framsóknarflokks- ins og formaður nefndarinnar. Viðbúnaður í Ísrael: Fjölmennt li› sent til Gaza JERÚSALEM, AP Stjórnvöld í Ísrael búa sig undir að taka landnema á Gaza-ströndinni föstum tökum meðan á brottflutningi þeirra frá svæðinu stendur. Shaul Mofaz, varnarmálaráð- herra Ísraels, skýrði þingmönn- um frá því í gær að 45.000 her- og lögreglumenn myndu sjá til þess að þeir 9.000 ísraelsku landnem- ar sem byggja svæði hefðu sig á brott á næstu vikum. Mikill viðbúnaður er í Ísrael vegna ólgunnar sem brottflutn- ingurinn hefur vakið og segja margir að andrúmsloftið minni um margt á spennuna sem ríkti vikurnar áður en Yitzhak Rabin forsætisráðherra var myrtur 1995 af öfgamanni úr hópi gyð- inga. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.