Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 26
14. júní, sem er félag í eigu Sunda- garða, fjárfestingafélags Gunnars Þórs Gíslasonar og fjölskyldu, hefur keypt allt hlutafé í matvælafyrirtækinu Síld og Fisk af rekstrarfélaginu Viðjum, sem er í eigu KB Banka og Geirlaugar Þorvaldsdóttur. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun sem áætlað er að ljúki þann 20. júlí næstkomandi. -jsk MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN4 F R É T T I R Statoil og Norsk Hydro rjúka upp Gengishagnaður norska ríkisins um 550 milljarðar frá áramótum Björgvin Guðmundsson skrifar Íbúðalánasjóður hefur lánað bönkum og sparisjóðum allt að áttatíu milljarða króna. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins hefur stærsti hluti lánanna farið til sparisjóðanna til að fjármagna íbúðalán þeirra til viðskiptavina. Íbúðalánasjóður fær svo veð í íbúðalánunum en sparisjóðirnir, og í einhverjum tilvikum við- skiptabankarnir, sjá um inn- heimtu lánanna og þjónustu. Guðmundur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að þessir lánasamningar hefðu ekki verið neitt leyndar- mál og kæmu fram í ársreikningi 2004. Það hafi þurft að bregðast við miklum uppgreiðslum íbúða- lána með því að finna ný verkefni fyrir peningana. Þeir verði ekki geymdir undir koddanum. „Við höldum áfram að safna pening- um, sem við komum ekki út í ný útlán þótt útlánin hjá okkur séu líka mjög mikil,“ segir Guðmund- ur. Aðspurður hvort Íbúðalána- sjóður sé að fara út fyrir verk- svið sitt með þessu segir Guð- mundur svo ekki vera. „Við höld- um áfram að gegna okkar hlut- verki sem lánveitandi eins og lög og reglugerðir kveða á um,“ svarar hann. Sjóðurinn sé bund- inn af hámarkslánum og öðru sem tilgreint sé í lögum. Þó sé engin óskastaða uppi í ljósi mik- illa uppgreiðslna. „Við lendum í því að verja stöðu sjóðsins, eigin- fjárhlutfall og passa uppá að fjárstreymi milli inn- og útlána sé í jafnvægi. Við verðum að finna því einhvern farveg. Það er hluti sem fellur undir þau laga- ákvæði sjóðsins sem fjalla um fjárhag og áhættustýringu.“ Guðmundur segir þetta því tvö aðskilin hlutverk; annað er að vera í útlánastarfsemi og hitt er að verja stöðu sjóðsins svo ekki reyni á ríkisábyrgðina. Þeir sem Markaðurinn talaði við innan viðskiptabankanna í gær voru ekki sáttir við þessa stefnu Íbúðalánasjóðs. Í máli þeirra kom fram að sjóðurinn væri að auka hlutdeild sína í íbúðalánum á markaðnum, í gegnum sparisjóðina, í skjóli rík- isábyrgðar. Slíka ábyrgð hefðu bankarnir ekki, sem væru í sam- keppni við Íbúðalánasjóð. Fannst þeim eins og sjóðurinn væri kom- inn út fyrir verksvið sitt. Milljarðalán ÍLS til sparisjóðanna Íbúðalánasjóður lánar bönkum og sparisjóðum milljarðana sem streyma inn vegna uppgreiðslna íbúðalána. Skammtímasjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. * Nafnávöxtun sl. 12 mánu›i m.v. 30.06.2005 E N N E M M / S IA / N M 16 3 6 0 – kraftur til flín! S K A M M T Í M A S J Ó ‹ U R Skammtímasjó›ur er gó›ur kostur fyrir flá sem vilja áhættulitla fjárfestingu og verja sig gegn ver›bólgu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi eftir 30 daga. Innstæ›an er alltaf laus til útborgunar. 9, 0 * % GUÐMUNDUR BJARNASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI ÍBÚÐALÁNASJÓÐS Hann segir Íbúðalánasjóð ekki kominn út fyrir verksvið sitt þótt hann láni bönkum og sparisjóðum milljarðana sem koma inn vegna uppgreiðslna lána. Eitt af hlutverkum sjóðsins sé að verja stöðu sína. M ar ka ðu rin n/ E. Ó l Verðmæti norska risaolíufélags- ins Statoil, sem er um 71 prósent í eigu norska ríkisins, hefur auk- ist mikið að undanförnu en frá áramótum hefur gengi félagsins hækkað um helming. Statoil er verðmætasta félagið í norsku kauphöllinni og virði þess fór á dögunum yfir 3.000 milljarða króna. Þróun á olíuverði og vænt- ingar um áframhaldandi hækkun þess eru taldar vera meginskýr- ingar hækkunar á verðmæti Statoil. Annað kunnuglegt fyrirtæki úr orkugeiranum, Norsk Hydro, sem er í öðru sæti á eftir Statoil, hefur einnig átt góðu gengi að fagna. Hefur hækkað um 30 pró- sent á árinu. Um 44 prósent fyr- irtæksins er í eigu norska ríkis- ins. - eþa OLÍUBORPALLUR Í NORÐURSJÓ Olíu- og orkufyrirtækin Statoil og Norsk Hydro, sem eru bæði að langmestu leyti í eigu norska ríkisins, hafa hækkað mikið í takt við hækkun heims- markaðsverðs á olíu. Eignarhaldsfélagið Skessuhorn, sem meðal annars rekur sam- nefnt fréttablað fyrir Vesturland og heldur úti vefsíðu undir sama nafni, hefur fest kaup á vefsíð- unni www.847.is af Daníel Ben Þorgeirssyni. Daníel Ben hefur átt og rekið vefinn frá stofnun og mun áfram gegna starfi ritstjóra. Kaupverð fékkst ekki uppgefið. 847 er vefsíða ætluð hesta- mönnum og áhugamönnum um hestaíþróttir og fær að jafnaði um 50 þúsund heimsóknir á mán- uði. Magnús Magnússon, eigandi Skessuhorns, segir starfsemi 847 falla vel að rekstri Skessuhorns enda vinni báðir aðilar að fjöl- miðlun þótt efnistök séu ólík: ,,Við ætlum í samstarfi við Daní- el Ben að efla vefinn. Þarna er fullt af tækifærum sem verða nýtt hestamönnum á Íslandi til fróðleiks og afþreyingar“. -jsk Skessuhorn kaupir 847 HESTUR Í VETRARBÚNINGI Eignarhalds- félagið Skessuhorn hefur fest kaup á vefsíð- unni www.847.is sem er vefsíða ætluð hestamönnum og áhugamönnum um hestaíþróttir. 14. júní kaupir Síld og fisk GUNNAR ÞÓR GÍSLASON 14. júní, sem er félag í eigu Sundagarða, fjárfestingafélags Gunnars og fjölskyldu, hefur fest kaup á Síld og fiski. Flaga réttir úr kútnum Eftir miklar lækkanir að undanförnu hefur gengi hátæknifyrirtæk- isins Flögu farið hækkandi. Í síðustu viku hækkaði félagið um fjórt- án prósent eftir að hafa fallið um alls átján prósent á 2. ársfjórð- ungi. Ekki verður betur séð en að fjárfestar hafi séð kauptækifæri í félaginu þegar gengið fór niður fyrir fjórar krónur á hlut. Frá áramótum hefur verðmæti Flögu lækkað um fjórðung en er nú metið á þrjá milljarða króna. - eþa Vöruskiptajöfnuður var óhag- stæður um átta milljarða í maí en var óhagstæður um 3,3 milljarða á sama tíma í fyrra, segir á vef Hagstofu Íslands. Fyrstu fimm mánuði ársins hefur vöruskipta- jöfnuður því verið óhagstæður um 24,2 milljarða en var í fyrra óhagstæður um 6,7 milljarða. Það sem af er ári hefur útflutningur aukist um 4,2 prósent en inn- flutningur um 24,9 prósent. - jsk Halli á vöruskiptum BÍÐA AFGREIÐSLU Vöruskiptajöfnuður var óhagstæður um átta milljarða í maí. Fyrstu fimm mánuði ársins jókst innflutningur um 24,9 prósent. Fr ét ta bl að ið /V ilh el m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.