Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 57
NILFISK OG FOO FIGHTERS Meðlimir Nilfisk og Foo Fighters djamma saman á Draugabarnum í fyrrakvöld. Svo virðist sem heillastjarna svífi yfir strákunum í hljómsveitinni Nil- fisk frá Stokkseyri því í fyrrakvöld fengu þeir í annað sinn á tveimur árum tækifæri til að spila með með- limum bandarísku rokksveitarinnar Foo Fighters, sem hélt tónleika í Eg- ilshöll í gærkvöld ásamt Queens of the Stone Age. Ekki nóg með það heldur fengu þeir einnig að spila með tveimur meðlimum Queens of the Stone Age. „Við vorum með tónleika á Draugabarnum fyrir hóp af krökk- um sem voru þarna að spila. Þetta var bandarísk „high school“ strengjahljómsveit. Svo komu þeir þegar við vorum alveg að klára og við tókum nokkur lög saman,“ seg- ir Jóhann Vignir Vilbergsson, söngvari og gítarleikari Nilfisk, sem var nývaknaður þegar Frétta- blaðið hafði samband við hann. Hljóðfæraskipan á þessum óvæntu tónleikum var á þann veg að Jóhann Vilberg spilaði á gítar ásamt Dave Grohl, forsprakka Foo Fightes og fyrrum trommara Nir- vana, Sigurjón Dan úr Nilfisk spil- aði á bassa og Taylor Hawkins, trommari Foo Figthers, mundaði kjuðana. Eftir að þeir höfðu djammað saman tóku tveir með- limir Queens of the Stone Age við af þeim Foo Fighters-mönnum og hinir tveir meðlimir Nilfisk hlupu í skarðið fyrir þá Jóhann og Sigur- jón. Jóhann segist hafa spallað við Dave Grohl og það hafi verið mjög fínt. Þeir ræddu þó ekkert um það hvort Nilfisk fengi að hita upp fyr- ir Foo Figthers á tónleikunum eins og fyrir tveimur árum. „Við töluð- um um alls konar hluti, hitt og þetta en ég man annars lítið eftir því þar sem íslenskt brennivín var haft um hönd. Síðan vorum við að stökkva út í sjóinn en þeir gerðu það reynd- ar ekki. Menn voru bara að skemmta sér,“ segir hann. „Síðan hittum við einhverja rótara sem við vinguðumst við fyrir tveimur árum og vorum með þeim.“ Að sögn Jóhanns voru meðlimir Foo Fighters og Queens of the Stone Age nýbúnir að snæða kvöld- verð á Stokkseyri ásamt föruneyti sínu þegar þeir ákváðu að líta við á Draugabarnum. Kveikt var í varð- eldi á ströndinni til að skapa réttu stemmninguna og svo virðist sem Grohl og félögum hafi tekist að halda upp á þjóðhátíðardag sinn, 4. júlí, á eftirminnilegan hátt. freyr@frettabladid.is MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 2005 DEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK •JEPPADEKK • FÓLKS LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! ...einfaldlega betri! Stukku í sjóinn og drukku brennivín Strandgata –Torfunef Tillögur að deiliskipulagi og breytingu á aðalskipulagi Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. tillögu að breytingu á aðalskipulagi á hafnar- og mið- svæði sunnan Strandgötu og austan Glerárgötu. Breytingin felst einkum í stækkun miðsvæðisreits á kostnað hafnarsvæðis og er megintilefni hennar fyrir- huguð bygging menningarhúss á svæðinu, en einnnig áformuð viðbygging við núverandi líkamsræktarstöð. Jafnframt er auglýst skv. 25. gr. sömu laga tillaga að nýju deiliskipulagi sama reits, sem kemur í stað skipulags frá 1990. Í henni eru markaðir byggingar- reitir fyrir ofangreindar byggingar, lóðarmörk dregin og grein gerð fyrir bílastæðum. Gert er ráð fyrir að Torfunefsbryggja verði lengd og landfylling aukin inn- an hennar. Lóð líkamsræktarstöðvar stækki til austurs og þar komi viðbygging. Tillöguuppdrættir þessir munu liggja frammi í þjón- ustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til miðvikudagsins 17. ágúst 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillögurnar og gert við þær athuga- semdir. Tillögurnar eru einnig birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is undir: Auglýsingar og umsóknir/Skipulagstillögur. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar rennur út kl. 1600 miðvikudaginn 17. ágúst 2005 og skal at- hugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyr- arbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur. 06. júlí 2005 Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar. Áskriftarsími: 515-5555 Su m arb lað matur og vín 7.tbl.2005,verð 899 kr.m.vsk. sumarblað uppskriftir að svölum sumarréttum 117 rabarbari San Fransiskó - kraumandi mata rmenning kolóður grillari appelsínur í matarger ð -Siggi Flosa 5 690691 1600 05 Gestgjafinn er kominn út! JOLIE Á LIVE 8 Götublaðið The Sun er með frétt af verslunarferð Jolie og Pitt þar sem þau eru sögð hafa skoðað föt fyrir ný- fædd börn. Ég er ekki ólétt Angelina Jolie hefur svarað þeim sögusögnum um hvort hún beri barn Brads Pitt undir belti. „Ég er ekki ófrísk,“ sagði hún við blaða- menn sem voru viðstaddir Live 8 tónleikana. Sagan endalausa um Jolie og Pitt heldur áfram, þar sem Jolie neitaði því ekki að þau væru sam- an. Götublaðið The Sun í Englandi hafði eftir sjónarvotti að „parið“ hefði sést í Harrods. Annar sjón- arvottur, sem blaðið vísar í, segist hafa séð Angelinu skoða mikið af fötum á nýfædd börn. „Hún var í löngum síðum, svörtum frakka eins og hún væri að fela eitthvað,“ hafði blaðið eftir sjónarvottinum. Enn hefur ekkert komið fram sem staðfestir að Angelina Jolie og Brad Pitt séu saman. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.