Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Gunnlagur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segist ekki geta hugsað sér að stíga út úr við- skiptalífinu meðan svona mikið sé að gerast þar. „Konan segir að ég sé búinn að svíkja lof- orð um að fara að hægja á mér. Það er bara svo gaman að fylgjast með ungu strákunum í við- skiptalífinu; þeir eru svo frjóir og hlaupa svo hratt.“ Hann segir breytingar á bankakerfinu eiga mikinn þátt í þessu. „Hér áður réðu gömlu skömmtunarstjórarnir. Nú ræður fólk sem viðurkennir ekki gömlu goggunarröðina. Auð- vitað krossleggur maður fingurna og vonar að maður sitji ekki eftir fimm ár og hlutirnir í rúst. Ég held að það fari aldrei allt.“ Gunnlaug- ur glottir lítillega yfir því hversu stjórnmála- menn eiga erfitt með að þola að þeir haldi ekki lengur um taumana í víðskiptalífinu. FJÓRIR TÍMAR Í UTANRÍKISÞJÓNUSTUNNI Sjálfur kom hann við í stjórnmálalífinu eftir feril sem embættismaður. Fyrst átti hann fjög- urra klukkutíma feril í utanríkisþjónustunni og síðan tæpan áratug í fjármálaráðuneytinu. „Ég held að þetta sé stysti ferill í utanríkis- þjónustunni sem um getur. Ég byrjaði þar að morgni og var farinn um hádegi.“ Jón Sigurðs- son, síðar forstjóri Járnblendifélagsins hafði samband við Gunnlaug og bauð honum starf í fjármálaráðuneytinu þar sem hann hafði unn- ið með námi í viðskiptafræði. Eftir fjármála- ráðuneytið vann Gunnlaugur hjá Alþjóðabank- anum í Washington. Síðan tók pólitíkin við. Hún átti ekki við hann. „Það er bráðnauðsynlegt hlut- verk í samfélaginu að vera í pólitík. Ég sá bara ekki að það þyrfti að vera mitt hlutverk. Ég átti val og mér fannst á öðru ári að allt væri að endurtaka sig. Ég var farinn að vona að kjörtímabilið yrði ekki nema tvö ár. Ég var bú- inn að vinna sem embættismaður í samstarfi við stjórnmálamenn, þannig að þetta var ekki alveg nýtt fyrir mér. Mér fannst hins vegar mjög gaman að vinna í kjördæminu og hitta fólk.“ Gunnlaugur ákvað að yfirgefa pólitík- ina. „Ég hef bara vissu fyrir því að ég eigi eitt líf og mér fannst þetta leiðinlegt. Ég fór ókal- inn á hjarta út úr pólitíkini sem ég held að fremur fáir menn hafi gert.“ NIÐURDREPANDI AÐGERÐARLEYSI Reyndar var Gunnlaugur fyrst forstjóri Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. „Það var mjög sér- stakur lærdómur að útdeila peningum með skömmtunarhætti. Mér líkaði það ekki.“ Stofn- unin var lögð niður og Gunnlaugur vildi ekki starf forstjóra Byggðastofnunar. „Ég var án atvinnu í sex mánuði sem er líka lærdómur. Ég hef lent í því tvisvar á ævinni. Maður sér lífið og umhverfið í öðru ljósi þega maður hefur lent í þessu. Það er ekki skemmtilegt. Þegar maður er búinn að lesa blöðin tvisvar um morguninn og farinn að fletta þeim í þriðja sinn og reyna að hugsa hvern maður eigi að heimsækja í dag. Svo þegar maður kemur í heimsókn sér maður að viðkomandi hefur nóg annað að gera.“ Þróunarfélagið var næsta verkefni þar sem hann sinnti í átta ár og þá tók Kögun við. Gunnlaugur hefur ekki þurft að kvarta und- an aðgerðarleysi undanfarin ár. Kögun er öfl- ugt hugbúnaðarfyrirtæki og silgdi nokkuð lygnan sjó í gegnum niðursveiflu í þeim geira þegar netbólan sprakk. „Hinir voru allir að gera eitthvað spennandi, skapa eitthvað með- an við vorum bara að reka verksmiðju. Verk- smiðja tekur vöru inn og skilar vöru út. Það er auðvitað voðalega „dull“ og hættan hjá okkur að á uppgangstímum vilji enginn vinna í verk- smiðju.“ Gunnlaugur segir að skemmtilegar hugmyndir séu skoðaðar út frá því hvort þær passi á færibandið. Hjá Kögun störf- uðu tuttugu manns þegar Gunnlaugur byrjaði. Nú starfa um þúsund manns hjá samstæðunni og veltan er tuttugu milljarðar. Við skoðum matseðilinn og Gunnlaugur spyr hvort ekki þurfi að velja eitthvað af honum sem líti vel út á prenti. Ég dreg úr því. Sjálfur seg- ist hann hrifinn af kjötbollum í brúnni sósu með sultu, enda herramanns matur sem stend- ur alltaf fyrir sínu. Okkur líst báðum vel á nor- rænt tapas sem reynist ljómandi gott og lítur fallega út á diskunum. SÁRSAUKAFULL YFIRTAKA Kögun réðst í yfirtöku Op- inna Kerfa fyrir nokkrum mánuðum. Gunnlaugur segir að yfirtakan hafi verið sárs- aukafull. „Þetta var sárs- aukafull aðgerð fyrir okkur sem að henni stóðum ekkert síður en fyrir þá sem urðu fyrir henni. Fólkið í forystu Opinna Kerfa voru vinir okk- ar til tveggja áratuga og Frosti hafði reynst sam- starfsmönnum mínum, Erni Karlssyni og Vilhjálmi Þor- steinssyni mjög vel þegar þeir voru að fara af stað.“ Gunnlaugur segir að stöðu- matið hafi verið að annað hvort fyrirtækið myndi taka hitt yfir. „Við ákváðum að vera fyrri til.“ Opin kerfi eru stór í sölu vélbúnaðar hér á landi. „Sala vélbúnaðar er allt annar bis- ness en hugbúnaðarframleiðsla og við gerum okkur grein fyrir því að það eru aðrir sem kunna það miklu betur en við.“ Kögun hefur því stofnað sérstakt félag utan um tölvusöluna og þar eru komnir inn nýir hluthafar með þekkingu á slíkri sölustarfsemi.“ Kögun hefur fjárfest erlendist og reynt fyr- ir sér í ýmsum verkefnum. Gunnlaugur segir að brautin hafi verið rudd af ungum íslenskum kaupsýslumönnum. „Núna þegar maður biður um viðtal við erlendan bankastjóra, þá fær maður viðtal og það er ekki nema vegna þess sem Jón Ásgeir og hans líkar hafa verið að gera. Þeir eru búnir að opna leið fyrir okkur hina.“ HAMAST Á TÖLUNUM Kögun hefur náð athyglisverðum árangri und- anfarin ár og Gunnlaugur segir að alltaf hafi verið horft stíft á niðurstöðutölurnar. „Ég veit ekki mikið um hugbúnaðariðnað. Ég er við- skiptamenntaður og þekki ekki innviði hug- búnaðarkerfa. Ég er með samstarf við tvo menn, Örn Karlsson og Vilhjálm Þorsteinsson, sem gjörþekkja innviðina. Þeir segjast hafa komist að þeirri niðurstöðu fyrir löngu að það eigi að vera rekstrarmaður sem rek- ur hugbúnaðarfyrirtæki og á milli okkar er góð verka- skipting. Þeir kafa inn í fram- leiðsluvöruna og ég hamast á tölunum.“ Það er ekkert sem bendir til þess að Kögun sé að hægja á sér og allt óvíst um það að Gunnlaugur efni loforð við eiginkonuna um að fara að hægja á sér. Hann hefur ekki komið sér upp áhugamálum. „Ég er að gera það sem mér finnst skemmtilegast og það eina sem ég hef áhyggjur af er að ég þurfi að fara að finna eitthvað annað en viðskiptin sem mér finnst skemmtilegt. Ég hef ekki fundið neitt enn- þá. Ég sé mig ekki fyrir mér setjast að morgni með kaffi- bolla, frímierkjatöng og frí- merkjabók. Ég hef bara ekki þá sýn.“ Gunnlaugur nefnir það enn að hann hafi ekkert garantí fyrir nema einu lífi. „Ef maður fær fleiri þá veit maður ekki í hvaða samfélagi maður fæðist. Maður gæti eins fæðst sem lægsta stétt á Indlandi. Ef það gerist, þá veit ég hvað ég geri. Þá ætla ég að vera uppreisnarmaður gegn ríkjandi kerfi.“ Hann segist geta hugsað sér að reka skóbúð við Laugaveginn í ellinni. „Það er fínt að vera í rekstri ef maður er hvorki með viðskiptavini né starfsmenn.“ Og skilyrðið er væntanlega að saltið í grautinn sé tryggt. Hádegisverður fyrir tvo Vox, Hótel Nordica Nordic Tapas: Marineruð síld, reyktur lax, söltuð hrogn og fleira borið fram með tvenns konar brauði. Drykkir Vatn Kaffi Alls 4.630 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Gunnlaugi Sigmundssyni forstjóra Kögunar A U R A S Á L I N Gunnlaugur Sigmundsson Starf: Forstjóri Kögunar Fæðingardagur 30. júní 1948 Maki Sigríður G. Sigurbjörnsdóttir Börn Sigmundur f. 1975, Sigurbjörn Magnús f. 1977, Nanna Margrét f. 1978 DYRNAR HAFA OPNAST Gunnlaugur Sigmundsson, forstjóri Kögunar, segir frumkvöðla útrásarinnar hafa opnað dyr er- lendra bankastjóra fyrir aðra íslenska kaupsýslumenn. Hjá Kögun störfuðu tuttugu manns þegar Gunnlaugur byrjaði. Nú starfa um þúsund manns hjá samstæðunni og veltan er tuttugu milljarðar. Hafnaði pólitík og er heillaður af viðskiptum Gunnlaugur Sigmundsson hefur rekið hugbúnaðarfyrirtækið Kögun af miklum krafti. Fyrirtækið hef- ur vaxið hratt og ekki látið glepjast þegar gleðin og bjartsýnin hefur náð hámarki. Hafliði Helgason spjallaði við Gunnlaug um fyrirtækið og ferilinn í pólitík og embættismennsku. Fr ét ta bl að ið /V al ga rð ur Bjartsýn Aurasál Vinir Aurasálarinnar í íslenskum bankastofnunum eru farnir að verða býsna pirraðir á raunsæi Aurasálarinnar. Þannig er nefni- lega mál með vexti að bankamenn nærast á órökréttri bjartsýni og í þeirra augum eru allir efasemdar- menn gleðispillar, úrtölumenn og – verst af öllu – fulltrúar gamla hag- kerfisins og fúndementalistar. Einn vinur Aurasálarinnar er búinn að reikna það út að með sama áframhaldi muni Úrvalsvísitalan fara í sex þúsund stig fyrir áramót. Hann telur fáránlegt að hún hafi lítið hækkað í ár en gleðst þó vegna þess að það þýðir augljóslega að markaðurinn á hækkanir inni. „Það hefur verið hagnaðartaka í gangi,“ segir vinur Aurasálarinnar en þeir eiga það sameiginlegt vinir Aura- sálarinnar í bankaheiminum að fátt fer meira í tugarnar á þeim heldur en hagnaðartaka. Pappírshagnaður er hins vegar í góðu lagi en um leið og menn fara að breyta honum í peninga þá renna tvær grímur á bankamennina. „Hagnaður er ekki til að taka hann. Hagnaður er til þess að gíra sig upp“ stendur skrif- að stórum stöfum fyrir ofan vinnu- stöð verðbréfamiðlaranna í einum banka þar sem Aurasálin þekkir til. „Bankalán er betra en barnalán,“ segir á sambærilegu skilti í öðrum banka. Annar vinur Aurasálarinnar spáir því að KB banki muni halda áfram að tvöfaldast á hverju ári næstu tíu árin. Það þýðir að eftir tíu ár verði bankinn um þúsund sinnum verð- mætari en núna. Markaðsverðmæti KB bankans árið 2015 verður því um 350 þúsund milljarðar. Aurasál- in benti vini sínum á að slík breyt- ing hefði í för með sér að mark- aðsvirði KB banka yrði um það bil tíu sinnum hærra en Exxon Mobil sem er um þessar mundir verð- mætasta hlutafélag heims. Vinur Aurasálarinnar hló að þessu og sagði: „Vertu ekki með þessa svart- sýni.“ En þarna liggur hundurinn grafinn. Aurasálin er ekki svartsýn. Reynd- ar er Aurasálin svartsýn á framtíð- ina en hún er hins vegar ákaflega bjartsýn á fortíðina. Aurasálin tel- ur til dæmis að ávöxtun hlutabréfa í fortíð hafi verið mjög góð og telur að það hefði verið mjög góð ástæða til bjartsýni fyrir þremur árum á hlutabréfamarkaði. Sá tími er hins vegar liðinn. Þetta kallast ekki svartsýni heldur raunsæi. Aurasál- in segir ekki að glasið sé hálftómt. Það eina sem Aurasálin sér þegar hún sér hálft glas er að það er búið að drekka besta hlutann af vatninu í glasinu og vondi helmingurinn er eftir. Aurasálin er líka mjög bjartsýn á framtíð heimsmála í fortíðinni. Aurasálin telur að fólk hafi al- mennt átt mjög bjarta framtíð fyr- ir sér á liðnum áratugum og yfir þessu gleðst hún. Það er hins vegar þannig með framtíðina að hún er mikið breytt. Framtíð gærdagsins er ekki sama framtíð og framtíð dagsins í dag, en framtíð fortíðar- innar batnar eftir því sem tíminn líður af því að óvissunni er eytt, en óvissan er einmitt einn helsti ókostur framtíðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.