Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 24
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Líkur eru á að það skýrist í dag
hvort Baugur haldi áfram sam-
starfi við þrjá aðila um kaup á
bresku verslunarkeðjunni
Somerfield. Á forsíðu Financial
Times í gær var sagt frá því að
einhverjir í samstarfshópnum
hefðu óskað eftir því að Baugur
drægi sig út úr tilboðinu. Tilefnið
var sagt vera framkomnar ákær-
ur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhann-
essyni forstjóra Baugs. Menn
vildu ekki hætta orðsporinu með
Baug innanborðs.
Hreinn Loftsson, stjórnarfor-
maður Baugs, segir ekki rétt að
einhver hafi hótað því að draga
sig út úr samstarfinu gerði Baug-
ur það ekki. Samningur um sam-
starf sé í gildi og hann eigi að
halda því sjálft félagið sé ekki
ákært. Óeðlilegt sé að rannsókn
lögreglu og ákæra bitni á Baugi.
Hreinn er í London til að út-
skýra stöðu Baugs og umfang
málsins fyrir starfsfólki félags-
ins og samstarfsaðilum. „Við
erum að koma á framfæri upplýs-
ingum og ræða málin,“ segir
hann.
Samstarfsmenn Baugs vegna
kaupa á Somerfield eru athafnar-
maðurinn Robert Tchenguiz
ásamt fjármálafyrirtækjunum
Barclays Capila og Apax
Partners. Einn viðmælandi Mark-
aðarins benti á að stofnfjárfestar
eins og Barclays og Apax væru
viðkvæmari fyrir neikvæðri um-
ræðu en einstakir fjárfestar, sem
hefðu áður starfað með Baugi.
Mikið hefur verið skrifað um
ákærur á hendur Jóni Ásgeiri í
breskum blöðum frá því um helg-
ina. Viðmælendur Markaðarins í
London sögðu umræðuna sérstak-
lega slæma fyrir Baug en hún
kæmi sér líka illa fyrir aðra Ís-
lendinga í viðskiptum þar. Fjöl-
miðlar hefðu verið að velta fyrir
sér umsvifum Íslendinga undan-
farið og þetta kæmi í kjölfar
þeirrar umræðu. Það héldi líka
umræðunni gangandi að Baugur
væri aðili að þessum kaupum á
Somerfield sem fylgst væri vel
með. Tilefni væri til umfjöllunar
á hverjum degi, sem hefði ekki
átt við ef engir slíkir samningar
væru framundan.
Vika Frá áramótum
Actavis Group -1% 4%
Bakkavör Group 1% 62%
Burðarás 3% 31%
Flaga Group 15% -26%
FL Group -3% 53%
Grandi 2% 6%
Íslandsbanki 1% 21%
Jarðboranir 5% 9%
Kaupþing Bank 1% 21%
Kögun -1% 26%
Landsbankinn -1% 40%
Marel 2% 20%
SÍF 1% 1%
Straumur -1% 27%
Össur -1% 4%
*Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN2
F R É T T I R
G E N G I S Þ R Ó U N
Somerfieldkaup í uppnámi
Bresku blöðin segja samstarf um kaup á Somerfield í upp-
námi vegna ákæru á hendur forstjóra Baugs. Enginn hótað
neinu segir stjórnarformaðurinn.
410 4000 | www.landsbanki.is
Við færum þér fjármálaheiminn
Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum
netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á
mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Kynntu þér málið á www.landsbanki.is
Eigendur Smáralindar áforma að
hefja byggingu á norðurturni á
næsta ári. Byggingin verður
sextán til sautján þúsund fer-
metrar að stærð og ein stærsta
verslunarbygging landsins. Verð-
ur hún staðsett við norðvestur-
hluta Smáralindar þar sem nú
eru bílastæði.
Til samanburðar er Hús versl-
unarinnar, Kringlunni 7, um
6.400 fermetrar.
Stjórn Smáralindar kynnti
fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir
skipulagsyfirvöldum í Kópavogi
í gær. Áætlanir gera ráð fyrir að
framkvæmdum verði lokið fyrir
jólin 2006. - eþa
Fjármálaeftirlitið hefur sam-
þykkt sölu Íslandsbanka á 66,6
prósenta eignarhlut sínum í Sjó-
vá til Karls Wernerssonar og
systkina. Karl situr í bankaráði
Íslandsbanka.
Fram kemur í tilkynningu
Fjármálaeftirlitsins að athugun
sé í gangi á framkvæmd sölunnar
og er samþykki eftirlitsins veitt
með fyrirvara um niðurstöðu
þeirrar athugunar.
Samþykki Samkeppnisstofn-
unar liggur einnig fyrir. -jsk
Samþykkja söluna á Sjóvá
Eigendur verslunarmiðpstöðvarinnar Smáralindar:
Hyggjast reisa risabyggingu
Hundsa Íbúðalánasjóð
KB banki ákvað að gera ekki
samning við Íbúðalánasjóð í
byrjun júlí um viðskiptavakt
með íbúðabréf næsta árið.
Samkvæmt heimildum Mark-
aðarins var ákvörðunin tekin
meðal annars í ljósi
þess hvernig Íbúða-
lánasjóður hefur stað-
ið að útboðum íbúða-
bréfa undanfarið, þar
sem þátttakendur hafi
verið handvaldir af
stjórnendum sjóðsins.
Sjóðurinn eigi að huga
að almannahagsmun-
um og starfa á gagn-
sæjan hátt. Óskiljan-
legt sé hvernig stjórn-
endur hans teldu sig ná fram
hagstæðustu kjörum ef tilteknir
markaðsaðilar séu útilokaðir frá
útboðum. Í slíkri ákvörðun felist
mismunun.
Það var Íslandsbanki, Lands-
bankinn, MP Fjárfest-
ingarbanki og Straum-
ur Fjárfestingarbanki
sem tóku að sér við-
skiptavaktina til 30.
júní 2006. Er fyrirtækj-
unum skylt að setja
fram kaup- og sölutil-
boð til að treysta verð-
myndun íbúðabréfa og
stuðla að auknum selj-
anleika þeirra á eftir-
markaði. – bg
ÍSLANDSBANKI Fjármálaeftirlitið hefur nú
samþykkt sölu Íslandsbanka á 66,6 pró-
senta hlut sínum í Sjóvá til Karls Werners-
sonar og systkina.
SOMERFIELD Samkvæmt Financial Times telja samstarfsmenn Baugs kaupin á Somerfield ekki standa og falla með þátttöku félagsins.
STÆKKUN SMÁRALINDAR Ætlunin er að
reisa um sautján þúsund fermetra turn við
norðvesturhluta Smáralindar.
Bréf deCODE, móðurfélags Ís-
lenskrar erfðagreiningar, hafa
hækkað talsvert undanfarið og
standa nú í 9,19 dölum á hlut á
bandaríska hlutabréfamarkaðn-
um Nasdaq.
Síðustu vikuna hefur verð
bréfa í félaginu hækkað um rúm
þrettán prósent og undanfarinn
mánuð um rúmlega 21 prósent.
Síðastliðið ár hefur gengi bréfa í
fyrirtækinu hæst farið í 9,97 en
lægst í 5,09. Gengi deCODE stóð
lægst í 1,55 dölum á hlut. -jsk
deCODE
tekur kipp
Fr
ét
ta
bl
að
ið
/S
te
fá
n
KÁRI STEFÁNSSON FORSTJÓRI
DECODE Gengi bréfa í félaginu hefur tekið
kipp undanfarið á bandaríska hlutabréfa-
markaðnum Nasdaq og er verð þeirra nú
9,19 dalir á hlut.
GÖMLU HÚSBRÉFIN
Húsbréfunum var skipt út
fyrir íbúðabréf.
Landsbankinn ætlar að selja
tryggingar fyrir Tryggingamið-
stöðina. Hefur samningur þess
efnis verið undirritaður. Sigurjón
Þ. Árnason, bankastjóri Lands-
bankans, segir að fyrst í stað ein-
skorðist samkomulagið við sölu á
líf- og sjúkdómatryggingum. Síð-
ar verði samstarfið aukið enn
frekar.
Samhliða þessum samningi
kaupir Landsbankinn 34 prósenta
hlut af Tryggingamiðstöðinni í
Líftryggingamiðstöðinni. Jafn-
framt kemur Fjárfestingafélag
sparisjóðanna inn í það félag með
fimmtán prósenta hlut.
Hingað til hefur Landsbank-
inn selt tryggingar undir merkj-
um Swiss Life. Sigurjón segir að
vegna breytinga á eignarhaldi fé-
lagsins erlendis hafi Landsbank-
inn leitað að nýjum samstarfsað-
ila við sölu trygginga hér heima
og erlendis. Ljóst hefði verið að
ekki yrði áframhaldandi sam-
starf við Swiss Life þegar samn-
ingar rynnu út. Tryggingamið-
stöðin hafi getað boðið þá þjón-
ustu og þróað vöru sem nýtist
viðskiptavinum Landsbankans.
KB banki selur tryggingar
fyrir VÍS og Íslandsbanki fyrir
Sjóvá. – bg
Landsbankinn selur
tryggingar TM