Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 24
Björgvin Guðmundsson skrifar Líkur eru á að það skýrist í dag hvort Baugur haldi áfram sam- starfi við þrjá aðila um kaup á bresku verslunarkeðjunni Somerfield. Á forsíðu Financial Times í gær var sagt frá því að einhverjir í samstarfshópnum hefðu óskað eftir því að Baugur drægi sig út úr tilboðinu. Tilefnið var sagt vera framkomnar ákær- ur á hendur Jóni Ásgeiri Jóhann- essyni forstjóra Baugs. Menn vildu ekki hætta orðsporinu með Baug innanborðs. Hreinn Loftsson, stjórnarfor- maður Baugs, segir ekki rétt að einhver hafi hótað því að draga sig út úr samstarfinu gerði Baug- ur það ekki. Samningur um sam- starf sé í gildi og hann eigi að halda því sjálft félagið sé ekki ákært. Óeðlilegt sé að rannsókn lögreglu og ákæra bitni á Baugi. Hreinn er í London til að út- skýra stöðu Baugs og umfang málsins fyrir starfsfólki félags- ins og samstarfsaðilum. „Við erum að koma á framfæri upplýs- ingum og ræða málin,“ segir hann. Samstarfsmenn Baugs vegna kaupa á Somerfield eru athafnar- maðurinn Robert Tchenguiz ásamt fjármálafyrirtækjunum Barclays Capila og Apax Partners. Einn viðmælandi Mark- aðarins benti á að stofnfjárfestar eins og Barclays og Apax væru viðkvæmari fyrir neikvæðri um- ræðu en einstakir fjárfestar, sem hefðu áður starfað með Baugi. Mikið hefur verið skrifað um ákærur á hendur Jóni Ásgeiri í breskum blöðum frá því um helg- ina. Viðmælendur Markaðarins í London sögðu umræðuna sérstak- lega slæma fyrir Baug en hún kæmi sér líka illa fyrir aðra Ís- lendinga í viðskiptum þar. Fjöl- miðlar hefðu verið að velta fyrir sér umsvifum Íslendinga undan- farið og þetta kæmi í kjölfar þeirrar umræðu. Það héldi líka umræðunni gangandi að Baugur væri aðili að þessum kaupum á Somerfield sem fylgst væri vel með. Tilefni væri til umfjöllunar á hverjum degi, sem hefði ekki átt við ef engir slíkir samningar væru framundan. Vika Frá áramótum Actavis Group -1% 4% Bakkavör Group 1% 62% Burðarás 3% 31% Flaga Group 15% -26% FL Group -3% 53% Grandi 2% 6% Íslandsbanki 1% 21% Jarðboranir 5% 9% Kaupþing Bank 1% 21% Kögun -1% 26% Landsbankinn -1% 40% Marel 2% 20% SÍF 1% 1% Straumur -1% 27% Össur -1% 4% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Somerfieldkaup í uppnámi Bresku blöðin segja samstarf um kaup á Somerfield í upp- námi vegna ákæru á hendur forstjóra Baugs. Enginn hótað neinu segir stjórnarformaðurinn. 410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, Wall Street í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Eigendur Smáralindar áforma að hefja byggingu á norðurturni á næsta ári. Byggingin verður sextán til sautján þúsund fer- metrar að stærð og ein stærsta verslunarbygging landsins. Verð- ur hún staðsett við norðvestur- hluta Smáralindar þar sem nú eru bílastæði. Til samanburðar er Hús versl- unarinnar, Kringlunni 7, um 6.400 fermetrar. Stjórn Smáralindar kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir fyrir skipulagsyfirvöldum í Kópavogi í gær. Áætlanir gera ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið fyrir jólin 2006. - eþa Fjármálaeftirlitið hefur sam- þykkt sölu Íslandsbanka á 66,6 prósenta eignarhlut sínum í Sjó- vá til Karls Wernerssonar og systkina. Karl situr í bankaráði Íslandsbanka. Fram kemur í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins að athugun sé í gangi á framkvæmd sölunnar og er samþykki eftirlitsins veitt með fyrirvara um niðurstöðu þeirrar athugunar. Samþykki Samkeppnisstofn- unar liggur einnig fyrir. -jsk Samþykkja söluna á Sjóvá Eigendur verslunarmiðpstöðvarinnar Smáralindar: Hyggjast reisa risabyggingu Hundsa Íbúðalánasjóð KB banki ákvað að gera ekki samning við Íbúðalánasjóð í byrjun júlí um viðskiptavakt með íbúðabréf næsta árið. Samkvæmt heimildum Mark- aðarins var ákvörðunin tekin meðal annars í ljósi þess hvernig Íbúða- lánasjóður hefur stað- ið að útboðum íbúða- bréfa undanfarið, þar sem þátttakendur hafi verið handvaldir af stjórnendum sjóðsins. Sjóðurinn eigi að huga að almannahagsmun- um og starfa á gagn- sæjan hátt. Óskiljan- legt sé hvernig stjórn- endur hans teldu sig ná fram hagstæðustu kjörum ef tilteknir markaðsaðilar séu útilokaðir frá útboðum. Í slíkri ákvörðun felist mismunun. Það var Íslandsbanki, Lands- bankinn, MP Fjárfest- ingarbanki og Straum- ur Fjárfestingarbanki sem tóku að sér við- skiptavaktina til 30. júní 2006. Er fyrirtækj- unum skylt að setja fram kaup- og sölutil- boð til að treysta verð- myndun íbúðabréfa og stuðla að auknum selj- anleika þeirra á eftir- markaði. – bg ÍSLANDSBANKI Fjármálaeftirlitið hefur nú samþykkt sölu Íslandsbanka á 66,6 pró- senta hlut sínum í Sjóvá til Karls Werners- sonar og systkina. SOMERFIELD Samkvæmt Financial Times telja samstarfsmenn Baugs kaupin á Somerfield ekki standa og falla með þátttöku félagsins. STÆKKUN SMÁRALINDAR Ætlunin er að reisa um sautján þúsund fermetra turn við norðvesturhluta Smáralindar. Bréf deCODE, móðurfélags Ís- lenskrar erfðagreiningar, hafa hækkað talsvert undanfarið og standa nú í 9,19 dölum á hlut á bandaríska hlutabréfamarkaðn- um Nasdaq. Síðustu vikuna hefur verð bréfa í félaginu hækkað um rúm þrettán prósent og undanfarinn mánuð um rúmlega 21 prósent. Síðastliðið ár hefur gengi bréfa í fyrirtækinu hæst farið í 9,97 en lægst í 5,09. Gengi deCODE stóð lægst í 1,55 dölum á hlut. -jsk deCODE tekur kipp Fr ét ta bl að ið /S te fá n KÁRI STEFÁNSSON FORSTJÓRI DECODE Gengi bréfa í félaginu hefur tekið kipp undanfarið á bandaríska hlutabréfa- markaðnum Nasdaq og er verð þeirra nú 9,19 dalir á hlut. GÖMLU HÚSBRÉFIN Húsbréfunum var skipt út fyrir íbúðabréf. Landsbankinn ætlar að selja tryggingar fyrir Tryggingamið- stöðina. Hefur samningur þess efnis verið undirritaður. Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Lands- bankans, segir að fyrst í stað ein- skorðist samkomulagið við sölu á líf- og sjúkdómatryggingum. Síð- ar verði samstarfið aukið enn frekar. Samhliða þessum samningi kaupir Landsbankinn 34 prósenta hlut af Tryggingamiðstöðinni í Líftryggingamiðstöðinni. Jafn- framt kemur Fjárfestingafélag sparisjóðanna inn í það félag með fimmtán prósenta hlut. Hingað til hefur Landsbank- inn selt tryggingar undir merkj- um Swiss Life. Sigurjón segir að vegna breytinga á eignarhaldi fé- lagsins erlendis hafi Landsbank- inn leitað að nýjum samstarfsað- ila við sölu trygginga hér heima og erlendis. Ljóst hefði verið að ekki yrði áframhaldandi sam- starf við Swiss Life þegar samn- ingar rynnu út. Tryggingamið- stöðin hafi getað boðið þá þjón- ustu og þróað vöru sem nýtist viðskiptavinum Landsbankans. KB banki selur tryggingar fyrir VÍS og Íslandsbanki fyrir Sjóvá. – bg Landsbankinn selur tryggingar TM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.