Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 21
5MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 2005 BEINT FLUG TIL ZÜRICH Í SUMAR: Keflavík-Zürich 17., 24. og 31. júlí og 07. og 14. ágúst. Zürich-Keflavík 16., 23. og 30. júlí og 06. og 13. ágúst. Flug fram og til baka kr.: 24.900,- Flug aðra leið kr.: 15.900,- Allir skattar og þjónustugjöld innifalin. BEINT FLUG TIL PRAG Í ÁGÚST: Flogið til Prag 03. ágúst og aftur til Keflavíkur 17. ágúst. Flug fram og til baka kr.: 28.800,- Allir skattar og þjónusturgjöld innifalin. Laxveiðin er mjög misjöfn þessa dagana, sumar árnar ótrúlega hægar í gang meðan aðrar standa vel miðað við fyrra ár, sem var gott. Þannig hefur veiðst vel í Þverá/Kjarrá þar sem 14 stangir tóku meira en 200 laxa á þremur dögum, Haffjarðará hefur verið góð að undanförnu og svipuð og á sama tíma og í fyrra, Norðurá áfram fín og skýrt frá því að 50 laxar hefðu veiðst á sex tímum einn daginn! Hins vegar er dauft yfir Hítará, þar sem lítið hefur veiðst, enn var rólegt í Kjósinni þar til allra síðustu daga að lax kom inn á neðstu svæðin og vonir glæddust um góða veiði. Grímsá hefur lítið gefið og „drottningin“ í Aðaldal er því miður enn mjög veik. Rangárnar eru ekkert komnar af stað. Um helgina gekk hressilega í Elliða- árnar en veiðin er sem fyrr mest á neðstu svæðun- um. Það er því mjög misjafnt gengið í ánum nú þeg- ar besti veiðimánuðurinn hefst. Stórlaxasumar verður þetta ekki eins og vitað er, en eigi að síður eru tröll á ferð: 23-24 punda fiskur kom úr Vatnsdalsá í vikunni og annar risi heldur minni í Blöndu. Góðar fréttir berast af Arnarvatnsheiði þar sem sil- ungsveiðimenn leita í heiðanna ró. Fiskur er byrjaður að veiðast í Eyjafjarðará sem er ein helsta bleikjuá landsins, og þar kom rúmlega sex punda bleikja upp á fyrstu dögum. Flottur fiskur þar. Andstreymisveiðin er lang öflugasta veiðiaðferðin í straumvatni þegar menn kasta fyrir silung. Þetta var staðfest í Brunná í Öxarfirði um síðustu helgi þegar menn settu í fínar bleikjur sem neituðu alveg að bera sig eftir agni nema kastað væri púpum upp í straum- inn og þær látnar reka frjálst með botni. Þessi veiði- aðferð þótti „dularfull“ fyrir nokkrum árum, en æ fleiri tileinka sér hana með góðum árangri. Nú þegar silungsveiðin nær hámarki er rétt að menn kynni sér þessa aðferð hafi þeir ekki gert það nú þegar, ég VEIÐISUMARIÐ með Stefáni Jóni Hafstein VEIÐIFRÉTTIR Í SAMSTARFI VIÐ FLUGUR.IS Mishittið í laxinum! bendi á nokkrar greinar á www.flugur.is þar sem menn fá til- sögn. Þar er einnig að finna leiðsögn um flugur í öll helstu vötn á Íslandi. Þeir sem vilja kasta spæni yfir bleikjuna ættu að biðja um litla „spinnera“. Það er ekki verra að hafa þá litla fyrst, og stækka svo ef þörf er á. Veiðikveðja, Stefán Jón. Fleiri veiðifréttir daglega og heilræði við veiðar á www.flugur.is; Flugufréttir koma alla föstudaga í tölvupósti til áskrifenda á flugur.is með ítarlega umfjöllun um allt sem varðar veiðiskap í sumar. Sunnudaginn 10. júlí ætlar ferðafé- lagið Útivist að ganga á Skarðsheiði. Þetta er ein af vikulegum ferðum fé- lagsins en farið er í dagsferðir á hverjum sunnudegi allan ársins hring. Ferðirnar eru misjafnar og ýmsar spennandi ferðir eru í boði á næstu vikum. Að viku liðinni verður gengið á Vörðufell á Skeiðum og Kálfstindar veða fyrir valinu þann 24. júlí. Ferð- irnar krefjast góðs úthalds en ekki er nauðsynlegt að vera þaulvanur göngugarpur. Bjarney Sigurjónsdóttir hjá Útivist segir að ekki þurfi að skrá sig sérstak- lega í sunnudagsferðirnar. Nóg er að mæta á BSÍ rétt fyrir klukkan níu um morguninn og skrá sig á staðnum. „Sunnudagsferðirnar eru opnar öllum en þær eru ódýrari fyrir félagsmenn Útivistar,“ segir Bjarney. Hún segir að sunnudagsferðirnar hafi alltaf verið vinsælar og stundum hafi mætingin verið ótrúlega góð – allt upp í 60 manns. „Margir koma aftur og aftur en svo eru alltaf einhverjir sem eru að fara í fyrsta sinn,“ segir Bjarney. Allar nánari upplýsingar um ferðir Útivistar má nálgast á heimasíðunni: www.utivist.is. Næsta sunnudag ætlar ferðafélagið Úti- vist að ganga á Skarðsheiði. Ferðin er öll- um opin en nauðsynlegt er að vera í ágætu formi til að komast á toppinn. Sunnudagsferð á Skarðsheiði Á hverjum sunnudegi stendur ferðafélagið Útivist fyrir spennandi gönguferðum sem eru öllum opnar. Næsta sunnudag verður gengið á Skarðsheiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.