Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 37
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 15 S K O Ð U N Merki þenslunnar sér víða stað í samfélaginu. Einn af mæli- kvörðunum í uppsveiflunni er bílasalan. Greining Íslands- banka hefur rýnt í tölur um bíla- innflutning og sér skýr merki þenslu í gríðarlegri aukningu í bílainnflutningi. Við erum greinilega í miðri veislu: „Mikil sala bifreiða hefur oft verið merki þess að efnahags- uppsveiflan sé í toppi hér á landi. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs seldust 9.687 nýjar fólksbifreiðar og eru það fleiri nýjar fólksbifreiðar en seldust allt árið 2001 og 2002 og aðeins minna en seldist allt árið 2003. Söluaukningin nemur ríflega 51 prósentum miðað við fyrstu sex mánuðina í fyrra Ef fram fer sem horfir verður árið í ár sölu- mesta árið hvað fólksbifreiðir varðar síðan á þensluárinu 1987. Mikil hækkun launa og eigna- verðs, sterk staða krónunnar, bætt aðgengi að fjármagni ásamt endurnýjunarþörf bíla- flotans stuðlar allt saman að verulegri aukningu í bílasölu um þessar mundir. Fjárhagsleg staða heimilanna er fremur sterk og kemur það meðal ann- ars fram í því að nú er ekki ein- vörðungu mikil spurn eftir fólksbifreiðum heldur seljast dýrari tegundir frekar en þær ódýrari. Bifreiðasalan nær hámarki í ár að okkar mati í þessari efna- hagsuppsveiflu. Útlit er fyrir að sala nýrra fólksbifreiða verði heldur minni á síðari hluta árs en hún var á fyrri hlutanum. Engu að síður reiknum við með því að árssalan nemi um 16 þús- und nýjum fólksbifreiðum. Til samanburðar var salan ríflega 15 þúsund árið 1999 eða þegar hún var mest í síðustu efnahags- uppsveiflu. Með lækkun krón- unnar, minni vexti kaupmáttar og hækkun vaxta má reikna með minni sölu á næsta ári,“ segir í Morgunkorni greiningar Ís- landsbanka. Forvitnilegt verður að fylgjast með því hvenær draga fer úr innflutningnum og hvort þar verður vegna mettun- ar eða vegna þess að borð sé ekki jafn mikið fyrir báru í heimilisbókhaldi landsmanna. Bílarnir og þenslumerkin Alvöru gasgrill Ryðfrítt alvöru gasgrill - engar málamiðlanir! Perfectglo gasgrillið fæst hjá ECC Skúlagötu 63 - Sími 511 1001 - Opið 10-18 Allir á flugi Ég verð seint sakaður um að vera kjarklaus þegar kemur að fjár- festingum og er alveg til í að taka áhættu ef svo ber undir. Maður reynir hins vegar alltaf að hafa hlutina þannig að maður sjái sem mest fyrir og geti forðað sér áður en illa fer. Þannig hef ég oft bjargað mér og selt áður en niðurtúrinn byrj- aði fyrir alvöru. Ég græddi til dæmis hraustlega á SR mjöli og var kominn í gott skjól í bönkun- um þegar gengið hrundi. Flug- rekstur er meðal þess sem er gríðarlega áhættusamur rekstur. Það er hægt að græða hratt og vel í þessum rekstri. Vandinn er bara sá að maður getur líka tapað alveg ótrúlega hratt. Pálmi Haraldsson er alveg svellkaldur í að fara í þetta Sterl- ing Mærsk dæmi allt saman. Al- mar er reyndar mikill töffari og Danirnir eiga örugglega eftir að skjálfa þegar hann fer að taka til í þessu dæmi öllu saman. Kostur- inn í stöðunni er að Pálmi og Al- mar eru að keppa við eitthvert verst rekna flugfélag í heimi, SAS, sem ætti að gefa þeim smá svigrúm. Hitt er svo annað að Skandin- avarnir eru miklu betur verndað- ir og miklu erfiðara að segja upp fólki og taka til þar en hér heima. Fyrir utan að þeir þurfa helst að ræða alla hluti í hel áður en hægt að taka ákvarðanir. Það er ekki beinlínis stíll þeirra Pálma og Al- mars. Hannes Smárason virðist heldur ekkert vera fyrir það að ræða hlutina og mætti kannski aðeins hægja á sér í þeim efnum, ef marka má fréttir. Ég tók reyndar smá stöðu í Flugleiðum. Held að Hannes sé ansi glúrinn og muni keyra félagið áfram. Svo ræður Jón Ásgeir væntanlega ferðinni ef það verður eitthvað vesen. Hann er með sína menn í meirihluta í stjórninni. Ég held að þeir verði á ferð og flugi og reyni að semja við Stelios um Ea- syJet. Hver veit nema að þegar fram líði stundir muni Pálmi og Jón Ásgeir finna sameiginlegan flöt á Sterling og Flugleiðum. Annað eins hefur nú gerst. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Bifreiðasalan nær hámarki í ár að okkar mati í þessari efnahagsuppsveiflu. Útlit er fyrir að sala nýrra fólksbifreiða verði heldur minni á síðari hluta árs en hún var á fyrri hlutanum. Engu að síður reikn- um við með því að árssalan nemi um 16 þúsund nýj- um fólksbifreiðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.