Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 33
öllum heimshornum til að vinna fyrir okkur og með okkur.“ LÍTIL ÁHÆTTA Jón stofnaði Opera Software ásamt félaga sínum, Geiri Ivarsoy. Upphafið að stofnun Opera Software má rekja rúm 10 ár aftur í tímann. Þá voru þeir að leggja lokahönd á verkefni fyrir norska símann, Telenor og voru að byrja á nýju. „Okkur þótti tæknin at- hyglisverð og settum upp vefþjón í Noregi.“ Vefþjónn Jóns og félaga var sá fyrsti í Noregi og einn af 100 fyrstu í heiminum. Þeir voru að búa til allskyns tækni og þeim fannst gaman að búa til hugbúnað. Árið 1994 fór Opera Software að búa til vafra. „Í fyrsta lagi gátum við búið til eitthvað sem var jafn gott og til var á markaðinum, númer tvö fannst okkur við eiga að geta verið í rannsóknarstörfum, við vorum að búa til okkar eigið forrit og leika okkur með það forrit. Hvernig var þá hægt að búa til nýja tækni sem gerði kleift að vinna með netið, þetta var hugsunin hjá okk- ur.“ Það tók Jón og félaga hálft ár að búa til vafra en Jón segir Telenor ekkert hafa vitað hvað ætti að gera við hann. Á þeim tíma var Telenor að einbeita sér að símamarkaðnum og hafði því lítinn tíma og áhuga á hlutum tengdu internetinu. „Telenor var ekki að sinna hugbúnaði fyrir eitthvert internet sem enginn vissi hvað var,“ segir hann. Jón og félagar stofnuðu því eigið fyrirtæki og gerði góðan samning við Telenor að Jóns sögn og áhættan var lítil. „Fyrirtækið kostaði okkur ekkert. Telenor fékk ókeypis notkun að forritinu um tíma og við leigðum ódýrt af þeim. Ef við hefðum farið á hausinn fyrsta árið hefðum við fengið að fara til baka til Tel- enor.“ Opera Software bæði gefur og selur vafra fyrir pc tölvur. Ókeypis útgáfunni fylgir smá auglýsing í horninu en Jón segir talsvert marga borga fyrir vafrann. Jón er fæddur á Íslandi og ólst hann upp á Seltjarnarnesi en faðir hans er norskur. „Ég hef búið næstum því jafn lengi í Noregi og á Íslandi. Ég er meiri Íslendingur en nokkuð annað.“ Eftirnafn Jóns Tetzchner hljómar hvorki íslenskt né norskt og hann segir ágætt að hafa nafn sem enginn annar hefur. Hvað er vafri? Til að skoða vefinn á netinu þarf vafra. Frægasti vafrinn er eflaust Microsoft Internet Ex- plorer sem eingöngu er fáan- legur á ensku. Opera Software framleiðir einnig vafra undir nafninu Opera en þeir eru fáan- legir á íslensku. Einnig var til annar vafri á upphafstímum netsins sem hét Navigator. Vafrinn er notaður til að finna þá síðu eða vefsetur sem notandinn vill skoða og lesa. Vafrinn er svo notaður til að flakka fram og tilbaka á netinu. Enska orðið yfir vafra er browser. Vafra má nota í öðrum tækj- um en tölvum, til að mynda í farsímum og sjónvörpum. Dæmi um vafra: MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 11 Ú T T E K T Fr ét ta bl að ið /V al li JÓN S. VON TETZCHNER, stofnandi og eigandi Opera software. Jón bendir á að þrátt fyrir þessa hörðu samkeppni hafi fyrirtækið vaxið um 30 til 50 prósent í tíu ár. Um 100 þúsund manns hlaða niður Opera vafranum dag- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.