Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN8 F R É T T A S K Ý R I N G Tímarnir hafa svo sannarlega breyst í rekstri FL Group síðan haustið 2001. Margir töldu sig þá sjá merki um að reksturinn væri kominn í það miklar ógöngur að hann stefndi í þrot. Gengi félagsins á markaði nálgaðist einn. Þá var gripið til róttækra aðgerða til að mæta þeim áföllum sem dundu á flugfélögum vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Í stuttu máli sagt hefur leið FL Group legið upp á við – eins og sönnu flugfélagi sæmir. Og miðað við þau átök sem áttu sér stað í síðustu viku er ljóst að margir telja sig geta náð enn meiru út úr rekstrinum. BAUGUR Í MEIRIHLUTA Baugsmenn munu ná meirihluta í stjórn FL Group næst komandi laugardag þegar ný stjórn verður kjörin á hluthafafundi. Til stjórnar hafa meðal annars boðið sig fram Jón Ásgeir Jóhannesson og Skarphéðinn Berg Steinarsson, frá Baugi Group, og Magnús Ár- mann og Sigurður Bollason, nánir viðskipta- félagar Baugs. Samstarf Jóns Ásgeirs og Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns FL Group, hefur farið mjög vaxandi á undanförnum misserum. Þeir hafa fjárfest saman í Íslands- banka og eru meðal stærstu hluthafa í Og fjarskiptum. Meðal fyrrverandi hluthafa og stjórnar- manna voru hins vegar menn á borð við Ein- ar Jónsson og Jón Þorstein Jónsson, kenndir við Saxhól, Gylfi Héðinsson og Gunnar Þor- láksson, kenndir við BYGG, og Pálmi Krist- insson, framkvæmdastjóri Smáralindar. Þessir menn og Hannes Smárason höfðu átt farsælt samstarf á sviði fjárfestinga alveg frá því að Smáralindarverkefninu var hrund- ið í framkvæmd á síðasta áratug. Svo kaldhæðnislega vill til að Jón Ásgeir kom við sögu í FL Group áður en Hannes Smárason og fyrrverandi tengdafaðir hans, Jón Helgi Guðmundsson, keyptu um 39 pró- senta hlut í félaginu í byrjun árs 2004. Baug- ur seldi um fimmtungshlut á genginu níu í maí fyrir ári síðan. Þessi hlutur endaði svo hjá Saxbygg með milligöngu Landsbankans. SAXBYGG VILDI ÁFRAM Ekki liggur fyrir hvað gerðist sem olli því að Saxbygg yfirgaf FL Group. Margt hefur ver- ið sagt en fátt fengist staðfest. Þó er víst að næststærsti hluthafinn fór ekki frá borði með bros á vör. Það hlýtur að vera huggun harmi gegn að gengishagnaður Saxbyggs, af þessari eins árs fjárfestingu, var um fjórir milljarðar króna. En hvernig fæst það staðist að Sax- bygg og Mannvirki, eignarhaldsfélag Pálma, hafi keypt tveggja prósenta hlut á genginu 15,8, af Árna Oddi Þórðarsyni og Þórði Magn- ússyni í Eyri fjárfestingarfé- lagi, aðeins tíu dögum áður en sömu aðilar seldu öll bréfin sín? Af hverju ganga menn frá verki sem er hálfnað? Það er til dæmis ljóst að áhugi FL Group á breska lággjaldaflug- félaginu easyJet hefur verið ótakmarkaður. Heimildir Fréttablaðsins herma að Saxbygg hafi boðið í hlut Oddaflugs, enda hafi fé- lagið litið á fjárfestinguna í FL Group til langframa. Á endan- um hafi stærsti hluthafinn, ásamt öðrum fjárfestum, keypt þann næststærsta út. Þess vegna virðist sem mikill ágreiningur hafi verið kominn upp meðal náinna viðskiptafélaga og á endanum hafi menn slitið sambúðinni. Stjórnarformaðurinn var orðinn algjör- lega einn á báti innan stjórnar þar sem þrír aðrir stjórnarmenn, til viðbótar við fulltrúa Saxbyggs, sögðu sig úr stjórn á sama tíma. Samstarf Hannesar og Saxbyggs er þó enn til staðar. Runnur, sem er stór hluthafi í Og fjarskiptum, er í meðal annars eigu þessara aðila sem og Þorsteins M. Jónssonar, Magnús- ar Ármanns og Sigurðar Bollasonar, tilvon- andi stjórnarmanna. Einnig liggja leiðir þeir- ra saman í gegnum Húsasmiðjuna. ÆTLA SÉR EASYJET Augu FL Group beinast að, leynt og ljóst, easyJet. Hlutur FL Group er nú kominn yfir 11,5 prósent í easyJet samkvæmt tilkynn- ingu til Kauphallarinnar á mánudaginn. Bendir þetta eindregið til þess að félagið ætli sér að auka hlut sinn. Þetta hefur verið ein besta fjárfesting Hannesar og félaga. Félagið keypti um tíu prósenta hlut í easyJet í október árið 2004 þegar gengi flugfélagsins var í lágmarki og hafði fallið um tvo þriðju hluta frá áramótunum áður. EasyJet hefur tvöfaldast á þeim tíma sem liðinn er og markaðsvirði hlutarins vaxið úr sjö milljörð- um í fjórtán að viðbættum síðustu kaupum. Verðmæti breska félagsins er um 120 millj- arðar eða þrefalt meira en virði FL Group. Nýir eigendur FL Group gerðu grein fyr- ir áformum sínum í síðustu viku. „Mörg spennandi verkefni eru framundan hjá FL Group, bæði í fjárfestingastarfsemi, í flug- vélaviðskiptum og í hefðbundinni starfsemi félagsins í flugi og ferðaþjón- ustu. Sem dæmi má nefna að félagið hefur átt í viðræðum við aðaleiganda easyJet um nánara samstarf ...“ sagði Hannes Smárason í tilkynn- ingu til Kauphallarinnar. Talið er líklegt að breska yfirtökunefndin setji sig í samband við eigendur og stjórnendur FL Group eða ráðgjafa félagsins og óski eft- ir yfirlýsingu frá félaginu um hvort félagið hafi í hyggju að taka easyJet yfir. Nefndin leitar eftir upplýsingum frá fé- lögum verði hún vör við óeðlilegar hreyfing- ar á markaði eða yfirlýsingar sem geta haft áhrif á verðmyndum hlutabréfa. ÞRÁNDUR Í GÖTU Svo er mál með vexti að easyJet verður ekki yfirtekið með annarri hendi. Um 40 prósent hlutafjár eru í eigu stofnandans Stelios Haji- Ioannou og systkina hans. Hinn grískættaði Stelios þykir mjög litríkur kappi. Hann stofn- aði easyJet árið 1995, á vörumerkið „easy“ og er frumkvöðull í atvinnurekstri á sviði lággjaldastarfsemi. Hann hefur ekki verið til- búinn til þess að selja bréfin samkvæmt heimildum og hefur lýst því yfir að það sé ekki óeðlilegt að gengi easyJet sveiflist frá 150 pensum til 400 á hlut. Ef Stelios er ekki tilbúinn til að selja gætu stjórnendur FL Group brugðið á þann leik að kaupa sig upp í fimmtungshlut eða meira og gert yfirtökutil- boð. Í Vegvísi Landsbankans á dögunum var sagt frá miklum vexti stærstu lággjaldaflug- félaganna í Evrópu, Ryanair og easyJet, sem var mun meiri en hjá stóru flugfélögunum, Lufthansa og British Airways. EasyJet hefur aukið farþegafjölda sinn frá áramótum um 22 prósent miðað við sama tímabil í fyrra en Ryanair um 34 prósent. Þróunin er sú að lággjaldaflugfélögin taka æ stærri skerf til sín í bransanum og FL Group ætlar ekki að missa af bestu bitunum. Litu á FL Group sem framtíðareign Baugur hefur náð meirihluta innan stjórnar FL Group. Samstarf Baugs og Hannesar Smárasonar hefur farið mjög vaxandi og mynda þessi aðilar eina öflugustu valdablokkina. Saxbygg leit á eignar- hlut sinn í FL Group sem langtímafjárfestingu. FL Group ætlar sér að fjárfesta enn frekar í easyJet. Eggert Þór Aðalsteinsson fer yfir stöðu mála í einu af fjöreggjum þjóðarinnar. MIKLAR SVIPTINGAR Um 27 prósenta hlutur skipti um hendur í FL Group. Fyrrver- andi eigendur vildu vera lengur inni og buðust til að kaupa stærsta hluthafann út. Næsta stóra verkefni FL Group er að kom- ast yfir easyJet. Stærstu hluthafar FL Group þann 5. júlí 1. Eignarhaldsfélagið Oddaflug ehf. 35,5% * 2. Katla Investments S.A. 17,7% ** 3. Baugur Group 12,4% 4. Arion safnreikningur 3,3% 5. Íslandsbanki 2,0% * Hannes Smárason ** Kevin Stanford, Magnús Ármann og Sigurður Bollason ▲ ▲ STELIOS HAJI-IOANNOU, að- aleigandi og stofnandi easyJet HANNES SMÁRASON, stjórn- arformaður FL Group JÓN ÞORSTEINN JÓNSSON, fyrr- verandi stjórnarmaður frá Saxbygg JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON, forstjóri Baugs Group
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.