Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 555 7500 Gerum þök og svalagólf vatnsheld Nánari upplýsingar á www.pace.is Málarameistari sér um þakið Síðan 1991 Hef talsvert verið að velta fyrirmér þrengslum að undanförnu. Og mikilvægi þeirra fyrir mannlíf allt. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að olnbogarýminu fylgi eintóm ham- ingja, miklu fremur að það valdi mönnum vandræðum, hugarangri og jafnvel svolítilli kvöl í hjarta. Að minnsta kosti einsemd. STÓÐ EITT SINN og horfði yfir hjólhýsabyggðina á Laugarvatni. Það er merkilegt pláss. Og svo fór að ég ræddi þar við rauðbirkinn karl á rífum aldri sem var að sópa ein- hvern óþrifnað út af litlu veröndinni sinni framan við gulbrúnt hjólhýsið sem virtist vera rótfast þarna á tungunni. Hann hallaði sér kumpán- lega ofan á kústsskaftið og sagði að hvergi liði sér betur; hér væri ein- stakt samfélag fólks sem þætti hver- gi betra að vera en í þrengslunum – já, hér þjöppuðu allir sér saman. Og hana nú. ÞETTA ER NÁTTÚRLEGA svolít- ið skrítið. Í öllu falli sérstakt. Í þess- ari einni sérkennilegustu sumar- húsabyggð veraldar hefur ógrynni gamalla hjólhýsa verið safnað sam- an á lítið frímerki lands. Fagurlega hekluð tjöld eru fyrir öllum glugg- um og innan þeirra eru haldin heilu niðjamótin á svo sem eins og átta fermetra gólffleti. Alltaf hlátur, alltaf einhver hamingja. Gamli mað- urinn sem ég talaði við sagði mér að það væri ólíkt skemmtilegra að dóla sér í hjólhýsinu heldur en heima í stóra einbýlishúsinu sínu í Kópa- vogi; þangað kæmi heldur ekki nokkur sála lengur – börnin hefðu aldrei tíma og barnabörnin væru alltaf á leikjanámskeiðum. Það væri hins vegar ekki að sökum að spyrja að öll ættin hrúgaðist inn í hjólhýsið þegar þau mættu austur um helgar. ÞETTA LEIÐIR HUGANN að mikilvægum þrengsla fyrir mannlíf allt. Þau eru beinlínis aðlaðandi. Hitt er náttúrlega langtum furðulegra að þorri almennings á Íslandi keppist við það fram eftir allri ævi að koma sér upp hundraða fermetra einbýlis- húsum í borgarlandinu með miklum erfiðismunum og lifi þar svo mestan part í einsemd ásamt sjónvarpinu sínu og örbylgjuofninum. Eina leiðin til að nokkur heimsæki það er að þetta sama fólk komi sér upp af- drepi úti í sveit. Og þá er heldur ekki að sökum að spyrja; það eru kotin sem fyllast – ekki hallirnar. BAKÞANKAR SIGMUNDAR ERNIS RÚNARSSONAR firengsli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.