Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 16
Eitt af því sem gerir Bretland að einu byggilegasta samfélagi veraldar er virðing Breta fyrir sérvisku. Mönnum er talið til tekna að vera svolítið sérstakir en Bretar sinna raunar slíku bókhaldi og einkunnagjöf minna en aðrar þjóðir. Mér hafði ekki tekist að tileinka mér þetta að- dáunarverða lundarfar fyrir nokkrum árum þegar ég sat ráð- stefnu í London um baráttu gegn fátækt. Í ræðustól var hag- fræðingur að útskýra af mikilli sannfæringu nýjustu kenningar um rétt og rangt í þróunarað- stoð. Við hlið mér sat breskur háskólamaður sem gerði mig hvumsa með því að raula lag á meðan inntak hinna nýju kenn- inga var útskýrt. Ég þekkti hvorki lagið né textann en heyrði að hann fjallaði um til- hneigingu okkar mannanna til að snúast hring eftir hring í leit að því nýja sem aldrei finnst. Söngmaðurinn útskýrði fyrir mér að hann væri búinn að vera svo lengi að rannsaka þróun og þróunaraðstoð að hann hefði séð að minnsta kosti fimm ósættan- legar kenningar veða að við- teknum sannleika og fjórar þeirra verða síðan aftur að villu- trú. Og nú förum við einn hring- inn enn, sagði hann. Þetta nýja á ráðstefnunni reyndist líka verða að viðteknum sannindum og al- þjóðlegum rétttrúnaði þróunar- stofnana áður en það endaði sem villutrú. Baráttan gegn fátækt í heim- inum lýtur tískustraumum eins og flest annað í mannlífinu. Eymd hinna fátækustu líkist hins vegar ekki öðru. Engin skelfing á jörðinni er eins óskapleg. Tölur um örbirgð í heiminum hafa stundum þau áhrif að gera vandann fjarlæg- an, ómannlegan og okkur óvið- komandi. Við vitum að þrjátíu þúsund börn munu deyja núna í dag fyrir þær sakir einar að for- eldrar þeirra eru bláfátækir. Það er hins vegar aðeins þegar við hugsum um eitt einasta af þessum litlu börnum og ímynd- um okkur að við eigum það sjálf að við byrjum að skynja angist- ina sem ríkir í lífi í milljarða manna um alla jörð. Ekkert starf á jörðinni kallar á meiri alvöru en baráttan gegn þeim óskapnaði sem hlýst af ör- birgð milljarða manna. Sú al- vara snýst alls ekki að öllu leyti um útvegun meiri fjármuna til þessarar baráttu. Hún snýr ekki síður að því hvernig þeir pen- ingar sem eru merktir hinum fá- tæku eru notaðir. Ég heyrði einu sinni reyndan sérfræðing í þró- unaraðstoð lýsa sögu útlends og opinbers þróunarstarfs í til- teknu héraði með þeim hætti að viðstaddir bókstaflega grétu af hlátri þótt umræðuefnið hefði varla getað verið sorglegra. Meira en hálf öld er liðin frá því að nokkrar ríkar þjóðir fóru að skipuleggja þróunarstarf í fátækum löndum sem þá voru að fá frelsi undan aldalöngu her- námi evrópskra nýlenduvelda. Á þessum tíma hafa menn auð- vitað lært heil ósköp af dapur- legri sögu mistaka og sóunar. Skortur á árangri hefur knúið menn til að losa sig við tísku- kenningar gærdagsins og finna nýjar leiðir. Menn hafa hins vegar enn sem komið er dregið of lítinn lærdóm af hinni stóru niður- stöðu síðustu áratuga. Hún er einfaldlega sú að nær öll þau ríki sem hafa náð byltingar- kenndum árangri í baráttu gegn fátækt eiga það sameiginlegt að hafa þegið litla eða óverulega þróunaraðstoð og að mörg þeirra ríkja sem mesta aðstoð hafa fengið eru fátækari nú en þegar aðstoðin hófst. Skýringarnar á þessu eru allt annað en einfaldar. Lærdómur- inn er ekki sá að þróunaraðstoð geti ekki komið að gagni. Það er hins vegar alveg ljóst að mjög stór hluti þróunaraðstoðar er til lítils í baráttunni gegn almennri örbirgð. Sumt af því sem hefur komist í tísku nýverið lofar þó góðu, til dæmis uppbygging á lánastofnunum sem lána fátæku fólki örsmáar upphæðir til ein- faldra fjárfestinga. Aukin áhersla á einfaldar leiðir í baráttu gegn sjúkdómum á meðal hinna fátæku virðist skila góðum árangri á nokkrum stöðum. Fleiri dæmi má sem betur fer nefna. Fátækt fólk er eðli málsins samkvæmt valda- laust. Öðrum gengur betur að toga til sín ávinning af þróunar- starfi, bæði aðilum í löndum veitenda og aðilum í löndum þiggjenda. Þetta er ein ástæða þess að samtök hugsjónafólks ná oft betri árangri en opinberar stofnanir. Aðstoðina verður að veita án tillits til hagsmuna og hentugleika gefenda. Rannsókn- ir sýna að aðstoð sem tengd er hagsmunum í landi veitenda skilar sjaldnast árangri. Aðstoð skilar helst árangri þegar hún snýst um einfalda hluti. ■ 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Borgarstjóri ætti að fá milliliðalaust umboð frá borgarbúum. Bein kosning borgarstjóra FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG BARÁTTAN GEGN FÁTÆKT JÓN ORMUR HALLDÓRSSON Ekkert starf á jör›inni kallar á meiri alvöru en baráttan gegn fleim óskapna›i sem hl‡st af örbirg› milljar›a manna. Yfirbur›ir hins einfalda 143 frídagar Samkvæmt úttekt sem birtist í DV á laugardaginn fá alþingismenn 143 daga í sumarfrí. Að auki fá þeir langt frí um jól og páska sem kunnugt er. Að vonum er blaðið forvitið að fregna hvað menn geri við svona langt frí á góðu kaupi. Kemur á daginn að ekki liggja nærri allir þingmenn í iðjuleysi. Á milli sólarstranda og sumarhúsa eru sumir að undirbúa þingsályktanir og lagafrumvarp fyrir komandi þing, nokkrir fara um kjördæmi sín og hitta kjósendur, aðrir skrifa blaðagreinar eða pistla á netið, sækja ráðstefnur og enn aðrir eru einhvers staðar að „kynna sér málin“. Viðurkenna ber að það hljómar svolítið dularfullt. Líka Alþingi? Athyglisvert er að sjá að nær allir þing- menn hafa að undanförnu verið utan- lands í „opinberum erindum“. Svo heppilega vill til að margir hafa getað sameinað þau (brýnu) erindi skemmti- ferðum sínum utanlands. Utanferðir al- þingismanna eru vafalaust mikilvægar. Heimskt er heimaalið barn. En ófróðir munu spyrja hvort þessi ferðalög og fundahöld utan landstein- anna séu ekki orðin helst til viðamikil. Erum við ekki fyrir með dýrustu ut- anríkisþjónustu í heimi með tilheyr- andi silkihúfum, flestum uppgjafarþingmönnum? Þurf- um við líka að reka umsvifamikla utan- ríkisstarfsemi á vegum Alþingis? Ranglæti Einn þingmanna, Lúðvík Bergvinsson í Samfylkingunni, trúir DV fyrir því að dagarnir 143 nýtist sér ekki til sumar- leyfa. „Ég get ekki tekið mikið frí í sum- ar“ segir hann. Ástæðan er sú að það er svo mikið að gera í hinni launavinn- unni hans, en þingmaðurinn situr í bæjarstjórn Vestmannaeyja. Og svo gerir konan hans honum þann óleik að eiga erindi úr landi og þá þarf blessað- ur maðurinn að eyða frídögum sínum í að sinna börnunum sínum. Lífið getur verið ranglátt! gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA Vorið 1920 gengu Reykvíkingar til atkvæða og kusu borgarstjóra í beinni kosningu. Knud Zimsen, sem verið hafði borgarstjóri undan- farin sex ár, var endurkjörinn í embætti, en litlu munaði þó á hon- um og mótframbjóðandanum Sigurði Eggerz fyrrverandi fjármála- ráðherra. Hlaut Zimsen 1.760 atkvæði en Eggerz 1.584. Almenn kosning borgarstjóra hefur ekki verið endurtekin. Á þriðja áratugnum skerptust flokkslínur og stjórnmálaflokkarnir efldust sem stofnanir. Síðan hafa þeir ráðið því hver situr í stól borgarstjóra Reykjavíkur. Ekki er hægt að segja að sú skipan sé órökrétt miðað við skipulag valdakerfisins í borginni eins og raun- ar öðrum sveitarfélögum landsins. Enda var það haft á orði í að- draganda kosninganna 1920 að ekki þýddi fyrir neinn að bjóða sig fram til embættis borgarstjóra nema þann sem gæti tekið upp sam- starf við þáverandi borgarfulltrúa. Þeir höfðu þá eins og nú úrslita- orð um stjórn og rekstur borgarinnar. Kosningar til borgarstjórnar fóru ekki fram samhliða borgarstjórakosningunni. Fordæmið frá 1920 er hins vegar ágætt til umhugsunar nú þegar undirbúningur borgarstjórnarkosninga vorið 2006 er að hefjast með tilheyrandi samdrætti og ráðagerðum innan stjórnmálaflokk- anna. Innan beggja meginfylkinga í borgarstjórn ræða menn um hver eigi að verða leiðtogi þeirra – og þar með borgarstjóraefni – í komandi kosningabaráttu. Einnig ræða menn hvernig standa eigi að vali á leiðtoganum. Í Sjálfstæðisflokknum virðist sú skoðun njóta almenns fylgis að velja eigi borgarstjóraefnið í opnu próf- kjöri. Innan flokkanna sem standa að R-listanum hafa einstaka sér- vitringar viðrað sömu hugmynd við litlar undirtektir. Þessa dagana sitja forráðamenn listans á lokuðum fundum og skipast á tillögum um völd, embætti og bitlinga. Þar verður vafalaust einnig tekin ákvörðun um borgarstjóraembættið. Bein kosning borgarstjóra er áhugaverð hugmynd en hún er að sönnu óraunsæ án breytinga á sveitarstjórnarlögum. En lögum er auðvelt að breyta ef vilji er fyrir hendi. Borgarstjóri yrði að hafa umtalsverð völd til að réttlæta að hann væri kosinn í almennri at- kvæðagreiðslu. Vel má hugsa sér skýra verkaskiptingu milli hans og kjörinna borgarfulltrúa. Borgarstjóri gæti til dæmis haft synj- unar- og stöðvunarvald á ákveðnum sviðum, verið nokkurs konar öryggisventill, og sjálfstætt umboð til að afgreiða og ákveða ýmis mál er snúa að einstaklingum í borginni. Ýmsan hégóma sem snýr að tyllidögum og veislustandi mætti fela forseta borgarstjórnar, þó ekki væri nema til að friða stjórnmálaflokkana, sem alltaf hafa meiri áhuga á ímynd en verkum. Því miður er ólíklegt að stjórnmálaflokkarnir taki vel í hugmynd af þessu tagi. Forystumenn þeirra tala mikið um lýðræði en verða órólegir þegar þeir eru teknir á orðinu. En það er staðreynd að fólk almennt kýs einstaklinga frekar en flokka. Það vill geta séð fram- an í þá persónu sem fer með mál þess. Andlitslausir flokkar eru ótraustvekjandi. „Við kjósum menn en ekki flokka“ sagði í frægri auglýsingu nokkurra nafnkunnra listamanna árið 1986. Þeir vildu Davíð Oddsson sem borgarstjóra en voru síður hrifnir af Sjálfstæð- isflokknum. Fullyrða má enn fremur að sigur R-listans 1994 hafi öðru fremur ráðist af vinsældum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og trausti kjósenda á henni. Uppdráttarsýki listans nú stafar ekki síst af því að hann skortir trúverðugan foringja. Embætti borgarstjóra í Reykavík er mikilvægt trúnaðarstarf. Það gæfi því aukið gildi og traust ef borgarstjórinn hefði milliliða- laust umboð til verka frá borgarbúum. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.