Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 29
                                 !!" #     "     $       %  &   ' Bandaríkjadalur var fyrst tek- inn í umferð 6. júlí árið 1785 og er því 220 ára í dag. Orðið dalur er dregið af hinu spænska orði dolar og hann nefndur eftir spænskri silfurmynt sem notuð var sem gjaldmiðill í amerísku borgarastyrjöldinni. Dalurinn er opinber gjald- miðill Bandaríkjanna en auk þess notast ríki á borð við Ekvador, El Salvador og Austur- Tímor við gjaldmiðilinn. Þá tengja mörg ríki gengi gjaldmið- ils síns beint við Bandaríkjadal, til að mynda samsvarar einn dal- ur ávallt 1500 líbönskum lírum. Flest ríki eiga varagjaldeyr- isforða sinn í Bandaríkjadölum og raunar er það svo að hærri fjárhæð í dölum talið er geymd utan Bandaríkjana en innan þeirra. Að sögn hagfræðinga leiðir þetta til þess að Banda- ríkjamenn geta haldið uppi stöð- ugum viðskiptahalla án þess að dalurinn falli í verði. Bandaríkjamenn hafa ávallt verið hrifnari af seðlum en mynt og hafa allar tilraunir til þess að taka eins dala seðilinn úr um- ferð og setja mynt í staðinn ver- ið púaðar niður. Einn dalur samsvarar 100 sentum, tíu dalir eru kallaðir örn og þúsund dalir „grand“ eða ein- faldlega „G“. Seðlarnir eru prentaðir í umboði bandaríska Seðlabankans af sérstakri stofn- un sem kallast Stofnun prents og áritunar eða Bureau of Engrav- ing and Printing. Hundrað dala seðillinn er sá verðmætasti sem stofnunin prentar en áður fyrr voru til allt að 100 þúsund dala seðlar. Slíkir seðlar voru áður fyrr notaðir í viðskiptum milli banka eða við skipulagða glæpastarfsemi. Richard Nixon gaf út forseta- skipun árið 1969 þar sem mælt var fyrir að prentun slíkra seðla skyldi hætt. Var tilgangurinn ekki síst sá að gera mafíósum lífið erfiðara, enda ekki fyrir hvern sem er að bera þungar skjalatöskur fylltar hundrað dala seðlum. Skyldi einhver hafa 100 þúsund dala seðil undir höndum þarf hann þó ekki að ör- vænta enda verða seðlar sem prentaðir hafa verið í Bandaríkj- unum aldrei úreltir. -jsk S Ö G U H O R N I Ð Bandaríkja- dalur – 220 ára MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 7 Ú T L Ö N D Næststærsti banki Japans, Mitsubishi Tokyo, mun taka yfir fjórða stærsta banka landsins, UJF Holdings, og verður þar með til stærsti banki í heimi ef miðað er við eignir. Eignir nýja bankans eru metn- ar á um 1.700 milljarða Banda- ríkjadala og eru þar með orðnar meiri en hjá bandaríska fjár- málarisanum Citigroup. UJF hafði reyndar skilað tapi fjögur ár í röð og verið sektað af yfirvöldum fyrir slæma við- skiptahætti. Forseti bankans, Ryosuke Tamakashi, baðst afsök- unar á hluthafafundi og sagði sameininguna við Mitsubishi besta kostinn í stöðunni: „Við- ræður hafa gengið eins og smurðar og sameining bankanna er öllum fyrir bestu“. Hluthafar samþykktu að lok- um yfirtökuna eftir að hafa gagn- rýnt Tamakashi harðlega á þrigg- ja klukkustunda löngum fundin- um. Ekki gekk eins erfiðlega að fá samþykki hluthafa í Mitsubis- hi, enda hefur bankanum gengið öllu betur undanfarin misseri. Nýi bankinn mun bera nafnið MUFG. - jsk NÝI TUTTUGU DALA SEÐILLINN Það var glatt á hjalla hjá Alan Greenspan, seðla- bankastjóra, og félögum er nýi tuttugu dala seðillinn var kynntur. Bandaríkjadalur var tek- inn í notkun fyrir 220 árum. Fr ét ta bl að ið /G et ty Im ag es Stærsti banki í heimi Tveir japanskir bankar hafa sameinast og úr verður stærsta fjármálastofnun veraldar. Eignir nýja bankans eru metnar á 1.700 milljarða Bandaríkjadala. BANKASTJÓRAR HANDSALA SAMEIN- INGU Nubuo Kuryoanagi, forseti Mitsubis- hi-bankans, og Ryosuek Tamakashi, forseti UJF Holdings, fagna sameiningu bankanna sem skapa mun stærsta banka í heim, sé miðað við eignir. Bandaríkin hækka stýrivexti Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað stýrivexti. Er þetta níundi mánuðurinn í röð sem stýrivextir hækka. Helstu hagtölur gefa misvísandi mynd af ástandinu. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað stýrivexti um 0,25 pró- sent. Standa stýrivextir nú í 3,25 prósentum. Er þetta í takt við áætlun bankans um að hækka vexti skref fyrir skref og níundi mánuðurinn í röð sem stýrivextir hækka. Er ætlunin með hækkuninni að tryggja áframhaldandi hag- vöxt en halda aftur af neyslu og verðbólgu. Búast má við að dal- urinn styrkist í kjölfarið. Hag- vöxtur í Bandaríkjunum var á fyrsta ársfjórðungi 3,8 prósent. Í yfirlýsingu frá Seðlabankan- um kom fram að þrátt fyrir hækkandi olíuverð væri ástand að öðru leyti gott: „Þrátt fyrir miklar hækkanir á olíu, er hag- vöxtur stöðugur og ástand mark- aða ágætt“. Helstu hagtölur gefa hins veg- ar misvísandi upplýsingar um ástandið; atvinnuleysi hefur minnkað en meðaltekjur lækkað og óttast sumir hrun á húsnæðis- markaði. Alan Greenspan seðlabanka- stjóri hefur þó litlar áhyggjur: „Húsnæðisblaðran springur ekki þótt þrenginga kunni að verða vart á einstaka svæðum“. -jsk ALAN GREENSPAN SEÐLABANKA- STJÓRI BANDARÍKJANNA Seðlabankinn hefur hækkað stýrivexti og freistar þess að tryggja áframhaldandi hagvöxt en koma í veg fyrir að neysla og verðbólga keyri úr hófi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.