Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 19
3MIÐVIKUDAGUR 6. júlí 2005 Skeifan 8 - s. 568 2200 - Smáralind - s. 534 2200 www.babysam.is Útsalan er byrjuð og hægt að gera góð kaup. ÚTSALA Fjöruferðir, sund, söngur og ratleikir er meðal þess sem börn upplifa í Útilífsskóla skáta sem rekinn er á sex stöðum í Reykjavík í sam- vinnu við ÍTR. Eldri krakk- arnir fara líka í útilegu, klifur og bátsferðir. Hátt í fjörutíu börn úr útilífsskóla Ægisbúa eru í æsispennandi fána- leik í Öskjuhlíðinni þegar Frétta- blaðsfólk ber þar að. Umhverfið er eins og í ævintýrabókum eftir Enid Blyton, skógur, klettar og meira að segja gamall múrveggur frá stríðsárunum. Vantar ekkert nema kastalann en auðvelt er að ímynda sér hann. Reykur liðast upp úr einnota grilli þar sem börnin höfðu stundu áður bakað sér brauð yfir eldinum. Við rétt misstum af þeirri upplifun. Ægisbúar er skátafélag í Vest- urbænum í Reykjavík sem teygir sig út á Seltjarnarnesið. Edda Björk Gunnarsdóttir er skóla- stjóri útilífsskólans þar. Hún upp- lýsir að hvert námskeið standi frá mánudegi til föstudags frá tíu til fjögur á daginn. Hópunum er skipt í tvennt, annars vegar sex til átta ára og hins vegar níu til tólf. Eldri börnin enda vikuna á að fara í útilegu eina nótt og fá þar að síga, klifra, róa og syngja við varðeld. Edda Björk er spurð hvort hún sé að sá „skátafræjum“? „Ég vona það,“ svarar hún brosandi. „Sumir koma aftur og aftur á námskeiðin. Við erum með einn sem er á öllum námskeiðun- um í sumar og var líka í fyrra- sumar. Er samt ekki skáti og for- eldrarnir ekki heldur. Finnst þetta bara æðislegt. Kannski verður hann skátaforingi þegar fram líða stundir.“ Nú er flautað til að safna hópn- um saman til myndatökunnar og börnin drífur að. Þau skjótast út úr skógarþykkninu og skondrast yfir virkisvegginn, hálf svekkt yfir að þurfa að hætta leik þá hæst hann stendur. Þau eru samt alveg til í að spjalla við blaðafólk- ið og lýsa fjálglega ýmsu því sem þau eru búin að prófa, svo sem dorgi niður á höfn með veiðarfær- um sem þau gerðu með eigin hendi. Nokkrir fiskar bitu á en þeir fengu frelsi að nýju. Öll ljúka þau upp einum rómi um að skemmtilegt sé að vera í skáta- skóla. gun@frettabladid.is Æsispennandi fána- leikur í Öskjuhlíð „Við höfum lagt áherslu á að vera með allt öðruvísi leik- föng en aðrar verslanir og krakkarnir elska það,“ segir Ingi- björg Hilmarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einu sinn var. „Hér fæst ekki Lego, Barbie eða Bratz, en hins vegar allt mögulegt annað skemmtilegt eins og tæki til að blása risasápukúlur, sipputæki sem eru að slá í gegn og þrívídd- arflugdrekar sem eru ofsalega flottir. Við leggjum áherslu á að flytja inn leikföng sem reyna á ímyndunarafl og sköp- unargleði krakkanna og þau kunna vel að meta það. Meira að segja foreldrarnir eiga í erfiðleikum með að slíta sig frá dótinu, enda margt til hér sem þau léku sér með sjálf.“ Þetta sipputæki hefur alveg slegið í gegn í sumar. Hópur úr útilífsskóla Ægisbúa í ævintýralandinu Öskjuhlíð. Lukkulákaleikur í fullum gangi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Öðruvísi leikföng fyrir alla krakka Með risasápukúlur, sipputæki og þrívíddarflugdreka út í sumarið. Þær eru engin smásmíði sápukúlurnar sem hægt er að blása með þessu tæki. Flugdrekar eru skemmtilegt útileikfang. G O T T F Ó L K M c C A N N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.