Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN18 F Y R S T O G S Í Ð A S T Fjármálaeftirlitinu er nú heimilt að upplýsa um niðurstöður athugana sem stofnunin framkvæmir. Hingað til hefur þögnin umlukið starfsemi þessarar eftirlitsstofnunar þótt hún sé sögð gegna mikilvægu hlutverki. Björgvin Guðmundsson segir að ásýnd Fjármálaeftirlitsins muni breytast í kjölfarið. Forsvarsmönnum Fjármálaeftirlitsins er heimilt frá fyrsta júlí að greina frá niðurstöðum athugana sem þeir framkvæma. Þangað til höfðu mjög strangar reglur gilt um upplýsingagjöf eftirlitsins og starfsmönnum þess í raun verið óheimilt að tjá sig um starf stofnunarinnar nema í undantekning- artilvikum. Á Alþingi í vor var lögum um verð- bréfaviðskipti breytt og heimild til upplýsingagjaf- ar rýmkuð verulega. Er það mikil breyting frá því sem var, þar sem í rauninni hefur ekki verið hægt að fylgjast með hvað Fjármálaeftirlit- ið hefur fyrir stafni því ekki hefur mátt greina frá því. Óljósum fréttum af málum sem eru til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu, án þess að nokkru sinni sé greint frá niðurstöðunni, ætti því að fækka. Samkvæmt lögunum er Fjármálaeftirlitinu heimilt að greina frá eftirliti með meðferð innherj- aupplýsinga og verðmyndun, upplýsingum varð- andi breytingar á verulegum eignarhlut í skráðum fyrirtækjum, yfirtökureglum og réttindum og skyldum fjármálafyrirtækja. NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Í greinargerð með frumvarpinu, þar sem breyting- arnar voru skýrðar nánar, segir að þessi heimild taki ekki aðeins til birtingar upplýsinga um aðgerð- ir sem eftirlitið grípur til heldur einnig til birtingar upplýsinga um niðurstöðu almennra athugana sem eftirlitið framkvæmir. Þá skipti ekki máli hvort gripið sé til stjórnvaldsúrræða eða ekki. Telja verði nauðsynlegt að greina frá niður- stöðum athugana þótt þær leiði ekki til sérstakra aðgerða. Þannig geti það augljóslega haft þýðingu fyrir mark- aðinn að vera upplýstur um það að Fjármálaeftirlitið hafi ekki talið ástæðu til aðgerða í tilteknu máli. Rökin sem nefnd eru þessu til stuðnings eru að þessi framkvæmd hafi varnaðaráhrif og stuðli að bættri framkvæmd á fjármálamarkaði í heild. Það sé mikilvægt fyrir hags- muni verðbréfamarkaðar að gagnsæi ríki um afdrif mála sem upp komi. Svo geti virst sem Fjármálaeft- irlitið sé veik stofnun ef ekki sé gert opinbert hvaða verkefnum hún sinni á tilteknum tíma. AUKIÐ GAGNSÆI Páll Gunnar Pálsson, fráfarandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins, sagði í ræðu í Háskólanum í Reykjavík í maí á síðasta ári að almennt séð hefði starfsemi fjármálaeftirlita á Norðurlöndunum þróast í átt til aukins gagnsæis. „Þannig birtir sænska og norska eftirlitið að talsverðu leyti niðurstöður í einstökum málum og finnska eftirlitið mun í tenglsum við breytingar á verðbréfamarkaðslöggjöf fá auknar heimildir í sömu átt. Danska eftirlitið er hins vegar áfram mjög þögult um sína starfsemi. Í öðru ná- grannalandi, Bretlandi, birtir fjármálaeftirlitið ít- arlegar niðurstöður í einstökum málum á verð- bréfamarkaði.“ Í nóvember í fyrra fjallaði svo Fjármálaeftirlitið um aukna upplýsingagjöf á Íslandi í sérstöku umræðuskjali. Þar sagði frá því að stefnt væri að því að innleiða í lög heimildir til að greina frá niður- stöðum í einstökum málum, sem væri eðlileg þróun. Það ætti ekki síst við um eftirlit með fjármálastofnunum en starfsemi þeirra væri mikilvæg við rekstur trú- verðugs verðbréfamarkaðar. FARA EIGI VARLEGA Sá varnagli er sleginn að fara verði varlega við að rýmka heimildir til upplýsingagjafar um einstök mál sem varða önnur svið fjármálamarkaðar en verðbréfamarkað. Þó séu skilin þarna á milli ekki alltaf skýr. Þetta eigi til dæmis við þegar fjárhags- legur styrkur fyrirtækja er skoðaður. Einnig kemur fram að reglur um upplýsingagjöf eigi einungis að ná til mála sem koma upp eftir fyrsta júlí en ekki þeirra sem þegar eru í skoðun. Í umræðuskjalinu segir jafnframt að aukin upplýsingagjöf um einstakar athuganir muni hafa í för með sér aukna vinnu og þar með kostnað í rek- stri Fjármálaeftirlitsins. Í fyrsta lagi sé líklegt að athuganir verði á stundum torsóttari þar sem meira sé í húfi fyrir orðspor þeirra sem athuganir beinist að. Í öðru lagi séu líkur til að fleiri mál- um verði vísað til kærunefndar en áður. Til lengri tíma megi hins vegar ætla að varnaðaráhrif, sem felist í auk- inni upplýsingagjöf, skapi aga sem dragi úr eftirlitsverkefnum. VILDI SKYLDA STOFNUNINA Þegar þessar breytingar á upplýsingagjöf Fjár- málaeftirlitsins voru ræddar á Alþingi í vor kom til umræðu af hverju eftirlitinu væri ekki gert skylt að birta niðurstöður í stað þess að veita einungis heimild til þess. Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, sagðist telja að þannig hefðu lögin meiri varnaðaráhrif. Valgerður Sverris- dóttir, viðskiptaráðherra, sagði þetta útfært svona í tilskipun Evrópusambandsins og það hefði varla meiri varnaðaráhrif að skylda stofnunina til að gefa upplýsingar. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði síðar fram breytingartil- lögu um að þessu yrði breytt og eftirlitinu skylt að birta niðurstöður athugana sinna. Það náði ekki fram að ganga. M Á L I Ð E R Gagnsæi Fjármálaeftirlitsins Er það jákvæð breyting að FME upplýsi um einstakar athuganir sínar? Fjármálastarfsemi hefur tekið miklum stakkaskiptum á und- anförnum árum og er nýsköpun á þeim vettvangi án efa ein mikilvægasta skýringin á góðu efnahagsástandi. Þó virðist all- nokkuð skorta á að gagnsæi ríki á markaðinum, sem getur til dæmis haft þau áhrif að al- mennir fjárfestar haldi að sér höndum. Ný stefna FME um upplýsingagjöf er mjög til bóta, því hún er til þess gerð að auka gagnsæi og þar með traust manna á meðal í fjármálaviðskipt- um. Ætti FME ekki að vera skylt að birta niðurstöður sínar í stað þess að hafa einungis heimild til þess? Athuganir FME eru stundum þess eðlis að al- varlegri hags- munir, svo og rannsóknarhags- munir, gætu skaðast ef upp- lýst er um öll smáatriði. Enda- laust má deila um hvar eðlileg mörk um upplýs- ingagjöf liggja, en í fljótu bragði virðist ný stefna FME vera nokkuð var- færin.Ég sé til að mynda ekki hvers vegna einungis saman- teknar niðurstöður verða birtar en ekki úrskurðir FME í heild, að frátöldum trúnaðarupplýs- ingum. Það ætti að vera hin al- menna regla, þegar aðrir ríkari hagsmunir knýja ekki á um annað. Hefur þögn FME hingað til verið til hins verra fyrir stjórnendur fyrirtækja og fjárfesta? Almennt má segja að fjármála- eftirlit hljóti að gera mun meira gagn en ógagn. Stjórn- endur fyrirtæka eða fjárfestar sem halda öðru fram horfa afar skammt fram á veginn. Öflugt fjámálaeftirlit gætir ekki að- eins hagsmuna smærri aðila á markaði, heldur skapar einnig trúverðugleika sem stóru aðilar markaðarins byggja alla sína afkomu á. Telur þú að þessi breyting minnki traust milli aðila á markaðnum og FME? Einhver brögð gætu verið að því, en það veltur á því hversu rúmt nýju regl- urnar verða túlk- aðar – hversu djarft línudansinn verði stiginn. Ég býst þó við að hægt væri að ganga enn lengra við að upplýsa um niðurstöður mála án þess að það kæmi niður á samstarfsvilja fjármálafyrir- tækja. En hverju telur þú þetta breyta fyrir almenna fjárfesta og al- menning? Sú mikla leynd sem til þessa hef- ur hvílt yfir ein- stökum athugun- um FME hefur valdið því að al- mennir fjárfestar eiga erfitt með að átti sig á hversu vel hefur tekist til og getur það verið skýring á neikvæðni í garð FME. Breytingarnar gætu einkum skilað árangri í því að efla traust almennra fjárfesta og almennings á fjármálamark- aðinum. Hvað telur þú að FME þurfi að varast þegar það fetar þessa nýju braut? Mikilvægt er að FME verði eft- ir sem áður óvilhallur aðili, bæði við rannsóknir sínar og upplýsingagjöf. Ég hræðist einkum að með aukinni upplýs- ingagjöf megi túlka niðurstöður tiltekinna rannsókna sem and- stæðar tilteknum fyrirtækjum. Úrskurðir birtir í heild T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Jóns Þórs Sturlusonar dósents við Bifröst og forstöðumanns Rannsóknaset- urs verslunarinnar. Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins opinberaðar FRÁ AÐALFUNDI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Nú verður Fjármála- eftirlitinu heimilt að upplýsa alla þá sem fylgjast með störfum stofn- unarinnar um hver niðurstaða rannsókna í einstökum málum er. Til fyrsta júlí síðastliðins var það ekki hægt. Fr ét ta bl að ið /V al li „Í öðru nágrannalandi, Bretlandi, birtir fjármálaeftirlitið ítarlegar niðurstöður í einstökum málum á verðbréfamarkaði.“ „Fjármálaeftirlitinu er heimilt að birta opinberlega niðurstöður í málum og athugunum er varða ákvæði laga þessara, nema ef slík birting verður talin stefna hags- munum fjármálamarkaðarins í hættu, varðar ekki hagsmuni hans sem slíks eða veldur hlutaðeig- andi aðilum tjóni sem ekki er í eðlilegu samræmi við það brot sem um ræðir,“ segir í 72. grein laga um verðbréfaviðskipti. Ákvæðið tók gildi fyrsta júlí. Breyting til bóta „Almennt tel ég til bóta að Fjármálaeft- irlitið upplýsi meira um efni tiltekinna mála sem eru til meðferðar hjá stofnun- inni en hingað til hefur verið gert,“ seg- ir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Gildi lífeyrissjóðs. Lífeyrissjóðir fjár- festa mikið í hlutabréfum fyrirtækja og segir Árni mikilvægt að sem full- komnastar upplýsingar liggi fyrir þeg- ar fjárfestingarkostir séu metnir. „Í sumum tilvikum hefur Fjármálaeftirlitið mátt greina betur frá því sem er í gangi,“ segir Árni. Það eigi við þegar fréttir berist af athugunum eftirlitsins og aldrei sé greint frá niðurstöðum á grundvelli athuganna. Hann hefur ekki áhyggjur af því að ríkari upplýsingagjöf geri Fjármálaeftirlitinu erfiðara fyrir í athugunum sínum. Það hafi frekar forvarnargildi, því málsaðilar viti að greint verði frá meðferð málsins. Yfirlýsingagleði varasöm „Samskiptaleysi Fjármálaeftirlitsins út á við hefur aukið tiltrú þess mikið gagnvart fyrirtækjum,“ segir Jón Sigurðsson, for- stjóri Össurar. Forsvarsmenn eftirlitsins hafi aldrei verið að leita eftir sviðsljósi með yfirlýsingar og það hafi aukið traust stjórnenda fyrirtækja á þeim. Þetta hafi komið Fjármálaeftirlitinu til góða og það hafi gert marga mjög góða hluti. Jón varar við þeirri þróun sem hafi til dæmis orðið í Bandaríkjunum að opinberir aðilar keppist um að koma með sem stærstu yfirlýsingarnar. Hann vilji ekki sjá sömu þróun hér og segir ekkert sérstakt tilefni til að hafa áhyggjur af því enn sem komið er. Gefa verði málunum tíma til að þróast. Aðspurður segir hann auknar heimildir Fjármálaeftirlitsins til upplýsingagjafar ekki letja menn frekar til samvinnu við stofnunina. Hún starfi eftir lögum og eftir lögunum starfi fyrirtækin. Klárlega til góðs „Þessi breyting er að mínu mati klár- lega til góðs. Því meira gagnsæi, þeim mun betra“ segir Frosti Bergsson, fjár- festir, um auknar heimildir Fjármála- eftirlitsins til upplýsingagjafar. Ef ekki sé greint frá niðurstöðum athugana gefi það tilefni til vangaveltna sem geti komið sér illa fyrir marga. Það eigi jafnt við þegar niðurstöðurnar eru já- kvæðar og neikvæðar. „Þegar það liggur fyrir svart á hvítu hver niðurstaðan er þá er hægt að ræða málið á réttum forsendum. Opinber umræða klárast þannig mun fyrr en þegar forsendur eru óljósar því ekki er vitað hvað skoðun Fjármálaeftirlitsins leiddi í ljós,“ segir Frosti. JÓN SIGURÐSSON A U K I Ð G A G N S Æ I FROSTI BERGSSON ÁRNI GUÐ- MUNDSSON FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ ER TIL HÚSA AÐ SUÐURLANDSBRAUT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.