Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 18
Járn Járn er börnum mikilvægt og því nauðsynlegt að sjá til þess að þau fái nóg af því í fæðunni. Kjöt, hafrar og spínat eru dæmi um járnríka fæðu. [ ] Laugavegi 51 • s: 552 2201 Útsalan í fullum gangi 40% afsláttur P.S. Tilboð: Balu kjólar á kr 3.000 Það er ýmislegt í boði fyrir krakka yfir sumartímann. Blaðamaður Fréttablaðsins fór á stúfana og hitti nokkra hressa krakka í Knattspyrnu- skóla FH í Hafnarfirði. Flest íþróttafélög standa fyrir einhvers konar sumarnámskeið- um fyrir börn. Víða er boðið upp á leikjanámskeið og knattspyrnu- deildir margra félaga bjóða upp á knattspyrnuskóla fyrir börn. FH, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, starfrækir einn slíkan og á svæði félagsins við Kaplakrika má yfir sumartímann sjá óteljandi krakka í boltaleik. Stefna á atvinnumennsku Sindri Jónsson, Kristján Helgi Hermannsson og Tómas Orri Kristinsson eru níu og tíu ára fót- boltakappar. Þeim þykir gaman í fótbolta og hafa allir verið áður í knattspyrnuskóla FH. Aðspurðir segja þeir að skemmtilegast sé þegar þeir fá að spila en Kristján bætir því við að það sé líka mjög gaman þegar leikmenn úr meist- araflokki koma í heimsókn. Strákarnir ætla allir að halda áfram í fótbolta og stefna að sjálf- sögðu langt. „Mig langar að verða meistaraflokksmaður eins og pabbi,“ segir Tómas og hinir strákarnir eiga sér líka ákveðnar fyrirmyndir. „Ég held mest upp á Ronaldinho,“ segir Kristján. „Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn er Hermann Hreiðarsson. Hann er líka frændi minn,“ segir Sindri. Strákarnir eru í fótbolta- skólanum frá klukkan eitt til fjög- ur og segjast ekkert verða þreytt- ir á því að spila fótbolta svona lengi. „Þetta er bara gaman,“ seg- ir Tómas. Skemmtilegast að spila Margrét Benediktsdóttir og Guð- rún Höskuldsdóttir eru hressar fótboltastelpur. Þær hafa verið áður í knattspyrnuskólanum og líkar vel. „Fyrir kaffi gerum við alls konar æfingar á stöðvum og eftir kaffi spilum við. Það er skemmtilegast,“ segir Guðrún og Margrét tekur í sama streng. Stelpurnar eiga sér auðvitað fyrirmyndir í sportinu og ætla sér stóra hluti í boltanum í framtíð- inni. „Uppáhaldsfótboltamennirn- ir mínir eru Tryggvi og Allan í FH, þeir eru markahæstir í lið- inu,“ segir Margrét. „Mér finnast Ásgeir og Allan í FH bestir,“ seg- ir Guðrún. Þótt stelpunum finnist lang skemmtilegast að spila fótbolta gera þær sér ýmislegt annað til dundurs í sumar. Margrét er á leiðinni til Portúgals og Guðrún ætlar kannski að skreppa til Dan- merkur. Fimmta sumarið í knattspyrnu- skólanum Sigurður Gísli Snorrason er ánægður með knattspyrnuskól- ann og honum þykja þjálfararnir skemmtilegir. „Mér finnst skemmtilegast að spila og æfa mig að skjóta á markið,“ segir Sigurður sem er nú í knattspyrnu- skólanum fimmta sumarið í röð. Sigurður er mikið í fótbolta en gerir líka ýmislegt annað skemmtilegt í sumar. „Ég leik mér úti og í tölvunni og svoleiðis. Svo er ég að fara í ferðalag bráð- um. Við ætlum að fara upp á Arn- arvatnsheiði og vera þar í viku,“ segir Sigurður og er greinilega spenntur. thorgunnur@frettabladid.is Skemmtilegast að fá að spila Tómas, Kristján og Sindri eru allir sammála um að það sé skemmtilegast að fá að spila. Margrét 10 ára og Guðrún 9 ára. Þær segja að FH sé besta fótboltaliðið og ætla sér stóra hluti í boltanum. Sigurður Gísli er 10 ára og hefur verið í knattspyrnuskólanum öll sumur frá því hann var sex ára. Uppáhalds fótboltamaðurinn hans er Wayne Rooney. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A ÚTSALAN í fullum gangi Smáralind • sími 517 5330 • www.adams.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.