Fréttablaðið - 06.07.2005, Page 18

Fréttablaðið - 06.07.2005, Page 18
Járn Járn er börnum mikilvægt og því nauðsynlegt að sjá til þess að þau fái nóg af því í fæðunni. Kjöt, hafrar og spínat eru dæmi um járnríka fæðu. [ ] Laugavegi 51 • s: 552 2201 Útsalan í fullum gangi 40% afsláttur P.S. Tilboð: Balu kjólar á kr 3.000 Það er ýmislegt í boði fyrir krakka yfir sumartímann. Blaðamaður Fréttablaðsins fór á stúfana og hitti nokkra hressa krakka í Knattspyrnu- skóla FH í Hafnarfirði. Flest íþróttafélög standa fyrir einhvers konar sumarnámskeið- um fyrir börn. Víða er boðið upp á leikjanámskeið og knattspyrnu- deildir margra félaga bjóða upp á knattspyrnuskóla fyrir börn. FH, Fimleikafélag Hafnarfjarðar, starfrækir einn slíkan og á svæði félagsins við Kaplakrika má yfir sumartímann sjá óteljandi krakka í boltaleik. Stefna á atvinnumennsku Sindri Jónsson, Kristján Helgi Hermannsson og Tómas Orri Kristinsson eru níu og tíu ára fót- boltakappar. Þeim þykir gaman í fótbolta og hafa allir verið áður í knattspyrnuskóla FH. Aðspurðir segja þeir að skemmtilegast sé þegar þeir fá að spila en Kristján bætir því við að það sé líka mjög gaman þegar leikmenn úr meist- araflokki koma í heimsókn. Strákarnir ætla allir að halda áfram í fótbolta og stefna að sjálf- sögðu langt. „Mig langar að verða meistaraflokksmaður eins og pabbi,“ segir Tómas og hinir strákarnir eiga sér líka ákveðnar fyrirmyndir. „Ég held mest upp á Ronaldinho,“ segir Kristján. „Uppáhaldsfótboltamaðurinn minn er Hermann Hreiðarsson. Hann er líka frændi minn,“ segir Sindri. Strákarnir eru í fótbolta- skólanum frá klukkan eitt til fjög- ur og segjast ekkert verða þreytt- ir á því að spila fótbolta svona lengi. „Þetta er bara gaman,“ seg- ir Tómas. Skemmtilegast að spila Margrét Benediktsdóttir og Guð- rún Höskuldsdóttir eru hressar fótboltastelpur. Þær hafa verið áður í knattspyrnuskólanum og líkar vel. „Fyrir kaffi gerum við alls konar æfingar á stöðvum og eftir kaffi spilum við. Það er skemmtilegast,“ segir Guðrún og Margrét tekur í sama streng. Stelpurnar eiga sér auðvitað fyrirmyndir í sportinu og ætla sér stóra hluti í boltanum í framtíð- inni. „Uppáhaldsfótboltamennirn- ir mínir eru Tryggvi og Allan í FH, þeir eru markahæstir í lið- inu,“ segir Margrét. „Mér finnast Ásgeir og Allan í FH bestir,“ seg- ir Guðrún. Þótt stelpunum finnist lang skemmtilegast að spila fótbolta gera þær sér ýmislegt annað til dundurs í sumar. Margrét er á leiðinni til Portúgals og Guðrún ætlar kannski að skreppa til Dan- merkur. Fimmta sumarið í knattspyrnu- skólanum Sigurður Gísli Snorrason er ánægður með knattspyrnuskól- ann og honum þykja þjálfararnir skemmtilegir. „Mér finnst skemmtilegast að spila og æfa mig að skjóta á markið,“ segir Sigurður sem er nú í knattspyrnu- skólanum fimmta sumarið í röð. Sigurður er mikið í fótbolta en gerir líka ýmislegt annað skemmtilegt í sumar. „Ég leik mér úti og í tölvunni og svoleiðis. Svo er ég að fara í ferðalag bráð- um. Við ætlum að fara upp á Arn- arvatnsheiði og vera þar í viku,“ segir Sigurður og er greinilega spenntur. thorgunnur@frettabladid.is Skemmtilegast að fá að spila Tómas, Kristján og Sindri eru allir sammála um að það sé skemmtilegast að fá að spila. Margrét 10 ára og Guðrún 9 ára. Þær segja að FH sé besta fótboltaliðið og ætla sér stóra hluti í boltanum. Sigurður Gísli er 10 ára og hefur verið í knattspyrnuskólanum öll sumur frá því hann var sex ára. Uppáhalds fótboltamaðurinn hans er Wayne Rooney. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A ÚTSALAN í fullum gangi Smáralind • sími 517 5330 • www.adams.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.