Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 23
Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2005–30.06.2005 á ársgrundvelli. Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.li.is 410 4000 | landsbanki.is 8,0%* Peningabréf Landsbankans ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 88 74 07 /2 00 5 Sviptivindar í FL Group Með nýja áhöfn Jón S. von Tetzchner Netið í alla síma Stærsti banki í heimi Tveir japanskir bankar sameinast Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 6. júlí 2005 – 14.. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Loksins, loksins | Baugsmönn- um voru loks birtar ákærur eftir tæplega þriggja ára rannsókn Ríkislögreglustjóra á meintum efnahagsbrotum. Tvennum sögum fer af því hvaða áhrif málaferlin muni hafa á fyrirhugaða aðild Baugs að kaupum á bresku stór- verslanakeðjunni Somerfield. Glannaskapur | Árni Oddur Þórðarson, Hreggviður Jónsson og Inga Jóna Þórðardóttir sögðu sig úr stjórn FL Group. Ágreining- ur kom upp milli Hannesar Smárasonar, stjórnarformanns, og stjórnarmanna sem þótti Hann- es hafa sýnt full mikinn glanna- skap við reksturinn. Meira af FL | Katla Holding, Oddaflug og Baugur keyptu 27 prósenta hlut Saxbyggs og fleiri aðila í FL Group. Ný stjórn verður kosin í félaginu á hluthafafundi næstkomandi laugardag. G8 fundurinn settur | Fundur helstu iðnríkja heims, svokallaðra G8 ríkja, verður settur í dag. Á málaskrá er fátækt í Afríku, lofts- lagsbreytingar, olíuverð og gjald- eyrismál. Samskip kaupir | Samskip festi kaup á breska skipafélaginu Seawheel. Ársvelta sameinaðs fyrirtækis er 58 milljarðar króna, gámaflutningaskip eru 36 og starfsmannafjöldi 1550. Eimskip kaupir | Eimskip hefur keypt helmingshlut í kanadíska skipafélaginu Halship. Eimskip hyggst nú bjóða upp á vikulegar siglingar milli Kanada og Banda- ríkjanna en þær voru áður á tveggja vikna fresti. Hækka stýrivexti | Seðlabanki Bandaríkjanna hefur hækkað stýrivexti. Er þetta níundi mánuð- urinn í röð sem stýrivextir hækka. Alan Greenspan seðlabankastjóri segir ástandið stöðugt, þrátt fyrir að helstu hagtölur gefi misvísandi mynd af ástandinu. Rekstur undir væntingum Tilkynnt var í gær að rekstur Icelandic Group, sem áður hét Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hafi ekki staðist væntingar á fyrstu sex mánuðum ársins. Er ástæðan sögð verri afkoma í Bandaríkjunum og kostnaðar vegna samþættingar í samstarfi félagsins, en SH og Sjóvík sam- einuðust á árinu. Hlutabréf í Icelandic Group lækkuðu hratt í verði í kjölfar tilkynningarinnar til Kauphallar Íslands um miðjan dag í gær. Á fyrsta klukkutímanum höfðu þau lækkað um rúm sex prósent. Í tilkynningunni kemur fram að unnið sé að endurskoðun rekstraráætlana fyrir síðari hluta ársins 2005 auk áætlunar fyrir árið 2006. Verða þær kynntar í lok ágúst, en ekki í byrjun ágúst eins og gert var ráð fyrir. – bg Hafliði Helgason skrifar L&H Group, móðurfélag Lyfja og heilsu, hefur ásamt samstarfsaðilum keypt ríflega 70 prósenta hlut í breska fyrirtækinu Per-Scent Group sem sér- hæfir sig í sölu og markaðssetningu ilmvatns. Kaupverðið er 42 milljónir punda eða tæpir fimm milljarðar króna. Við kaupin tvöfaldast velta sam- stæðunar og er hún áætluð tólf milljarðar króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nemur um 900 milljónum króna. Karl Wernersson, stjórnarformaður fyrirtækis- ins segir að með þessum kaupum muni meirihluti tekna og hagnaðar fyrirtækisins koma af erlendri starfsemi. Hann segir kaupin lið í markmiðum L&H við að byggja upp alþjóðlegt markaðs- og sölufyrir- tæki á sviði heilsu, heilsuvara og munaðar- og snyrtivöru. „Þetta er vel rekið og arðbært félag með mikla vaxtarmöguleika, hagstætt kaupverð auk verulegrar áhættudreifingar,“ segir Karl. Hann bætir því við að félagið falli að skilgreindum mark- miðum samsteypunnar. Karl leggur áherslu á áhættudreifingu með tilkomu ilvatnssölunnar, en megin starfsemin hefur verið rekstur lyfjabúða sem er háður stjórnvaldsaðgerðum og því sveiflu- kenndur. Hann vill ekki gefa upp samstarfsaðilana, en móðurfélag L&H, Leiftri, er hluthafi í Icelandkeðj- unni ásamt Pálma Haraldssyni og Baugi. Per-Scent er með höfðustöðvar í Manchester og munu núverandi stjórnendur félagsins sitja áfram við stjórnvölinn. Karl segir fyrirtækið hafa gott net viðskiptamanna og ætlunin sé að nýta það vel og efla frekar og hugsanlega nýta fyrir annan rekstur Lyfja og heilsu. Hann segir að hugurinn standi til frekari sóknar og stefnt sé að því að sækja fram á nýjum mörkuðum. Leiftri er í eigu sömu aðila og Milestone sem er næst stærsti hluthafi í Íslandsbanka og stærsti eig- andi Sjóvár, auk eignarhlutar í Actavis. Milestone mun sinna innlendum eignum, en Leiftri er fjárfest- ingarfélag sem hyggur á frekari fjárfestingar í heilsutengdri sölustarfsemi á erlendum mörkuðum. F R É T T I R V I K U N N A R 8 10-11 7 Jón Skaftason skrifar Umsóknarfrestur um starf for- stjóra Fjármálaeftirlitsins rann út mánudaginn fjórða júlí og verða umsóknir teknar fyrir á stjórnarfundi í dag. Lárus Finnbogason varafor- maður stjórnar Fjármálaeftirlits- ins segir markmiðið að klára dæmið sem fyrst. ,,Ég hef nú ekki kynnt mér hve margar umsóknir bárust en það skýrist allt á stjórn- arfundinum. Við viljum auðvitað ganga frá ráðningunni sem fyrst en það fer allt saman eftir þeim umsóknum sem berast“. Hann segir stjórnun Fjármála- eftirlitsins í góðum höndum: ,,Að- stoðarforstjórinn Ragnar Haf- liðason gegnir nú starfi forstjóra. Hér ríkir því síður en svo stjórn- leysi“. Páll Gunnar Pálsson gengdi áður starfi forstjóra Fjármála- eftirlitsins en tók við sem for- stjóri hins nýja Samkeppniseftir- lits þann fyrsta júlí. Útrásarvísitalan hækkar: deCODE, easyJet og Carnegie á uppleið Útrásarvísitalan hækkaði um tæp tvö prósent milli vikna og er nú komin í tæp 111 stig. Krónan hefur styrkst sem þýðir að Útrás- arvísitalan hækkar minna en ella. Ef gengið hefði ekki breyst hefði Útrásarvísitalan hækkað um rúm þrjú prósent en töluverð- ar hækkanir voru á gengi nokk- urra félaga í Útrásarvísitölunni. deCODE er sem áður há- stökkvari vikunnar og hækkar um tæp 11 prósent. EasyJet og Carnegie hækka einnig um tæp sjö prósent. FL Group bætti við sig hlut í easyJet og orðrómur um áhuga FL Group á að yfirtaka félagið hækkar gengi þess. Carnegie hefur hækkað mikið að undanförnu en Burðarás á 20 prósenta hlut í félaginu. French Connection og NWF lækka um rúm 11 prósent. Sjá síðu 6. -dh Kaupa meirihluta í breskum ilmvatnssala Eigeindur Lyfja og heilsu hafa keypt 70 prósent í breska fyr- irtækinu Per-Scent sem markaðssetur og dreifir ilmvatni. Kaupverðið er fimm milljarðar. PÁLL GUNNAR PÁLSSON FOR- STJÓRI SAMKEPPNISEFTIRLITS- INS Páll lét af störfum sem forstjóri Fjármálaeftirlitsins þann fyrsta júlí. Umsóknarfrestur um stöðuna rann út á mánudag og verða umsóknir teknar fyrir á stjórnarfundi í dag. Ekkert stjórnleysi í FME Umsóknir um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins verða teknar fyrir á stjórn- arfundi í dag. Stefnt að því að ganga frá ráðningunni sem fyrst. Fr ét ta bl að ið /P ál l B er gm an n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.