Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 12
12 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Sólarlandafer›ir gætu hugsanlega lagst af Nýjasta nýtt í ljósabekkj- um hefur ratað til Ís- lands. Nú er hægt að liggja í bekknum, horfa á sjónvarp og finna ilminn af Miðjarðarhafinu. Fullyrt er að óþarfi sé að fara aftur til sólarlanda. „Þetta er það allra nýjasta og flottasta,“ segir Sigmundur Frið- geir Guðlaugsson, einn þriggja eigenda sólbaðsstofunnar Ibiza sem hóf starfsemi á laugardag. Það sem hann segir nýjast og flottast eru bekkirnir á stofunni. Þeir eru víst ekkert venjulegir; búnir sjónvarpstækjum með að- gangi að 90 sjónvarpsstöðvum, úrvalshljóðkerfi, vatnsúðabaði til kælingar og síðast en ekki síst; ilmkerfi. „Það er hægt að velja um tvær tegundir lykta. Önnur er strandarilmur og það er í raun óþarfi fyrir fólk að fara aftur til sólarlanda,“ segir Sig- mundur sem sjálfur er nýkominn frá Benidorm. Hann var þar þó áður en sólbaðsstofan opnaði og er sko ekki á leiðinni utan í bráð. Ibiza er, sem kunnugt er, sól- rík eyja úti fyrir strönd Spánar og þar hefur margur Íslending- urinn baðað sig í heitum geislun- um og jafnvel brunnið á maga eða nefi. Af þessari paradís sól- arunnenda er nafn nýju sólbaðs- stofunnar í Mjóddinni í Breið- holti dregið en minnstu mátti muna að stofan hlyti annað nafn og verra. „Við vorum á leiðinni niður í bæ að skrá stofuna og allt í einu datt bróður mínum í hug að nefna hana Ibiza. Áður átti hún að heita Sólex,“ segir Sigmundur sæll og glaður með hugdettur bróðurins enda aldrei allskostar ánægður með Sólex nafnið. Það kostar sitt að fara í ljós og segir Sigmundur að algengt verð á stofum sé um 800 krónur tím- inn. Og tími í ljósabekk tekur ekki einn klukkutíma heldur tutt- ugu mínútur. Fólk horfir því ekki á langar kvikmyndir á meðan að það verður brúnt þó aðstæður séu ákjósanlegar. Sigmundur er talsvert fyrir ljósaböðin og hefur verið síðustu ár. Lengi vel fór hann í ljós um það bil sex sinnum í mánuði en upp á síðkastið hefur hann verið duglegri og leggst fjórum til fimm sinnum í viku undir per- urnar. Og hann gefur lítið fyrir viðvaranir lækna um óhollustu ljósabaða. „Nú er öldin önnur og það er svo hollt að fara í ljós að það hálfa væri nóg,“ fullyrðir sólbaðsstofueigandinn sem sjálf- sagt fær bágt fyrir þá skoðun sína frá heilbrigðisstarfsmönn- um. bjorn@frettabladid.is „Ég hef ekki hugmynd um hvort mennirnir eru sekir eða saklausir,“ segir Sigrún Ármanns Reynisdóttir, formaður Samtaka fátækra, aðspurð um mat sitt á stöðu sakborninga í Baugsmálinu svonefnda. „Ég hef ekki kynnt mér málsatvik umfram það sem fram hefur komið í fjöl- miðlum og get því lítið sagt.“ Sigrúnu finnst þó sem rannsóknin hafi tekið fulllangan tíma og vonar innilega að dómstólar verði röskari en lögreglan og að dómur falli fyrr en síðar. „Annars verð ég að segja eins og er að Bónusfeðgar hafa gert margt gott um ævina. Ég hef heyrt í mörgum efnalitlum sem segjast ekki vita hvað þeir myndu gera ef þeir gætu ekki verslað í Bónus. Ég óska þeim feðgum því alls hins besta.“ SIGRÚN ÁRMANNS REYNISDÓTTIR Tók of langan tíma BAUGSMÁLIÐ SJÓNARHÓLL Við komum að Almannaskarði um miðjan dag í gær eftir næstum 30 kílómetra göngu. Fyrri part dagsins rigndi á okkur líkt og fjóra síðustu daga en upp úr hádegi stytti upp – eða því sem næst. Við fengum skýringu á þessari úrkomu þegar við komum til Hafnar í Hornafirði því forsvarsmenn bæjarins sögðu okkur að þeir hefðu hreinlega pantað rigninguna til að vökva gróðurinn. Okkur finnst þetta samt hafa verið full mikið af hinu góða. Við lentum í alveg nýrri reynslu í gær þegar blessaður lómurinn réðist á okkur. Vorum við á göngu eftir þjóðveginum og vissum ekki fyrr en lómur af stærri gerðinni sveimaði yfir okkur og gerði sig líklegan til að stinga sér niður og gogga í okkur. Var ekki annað að gera en að veifa göngustöfunum upp í loftið því ekki viljum við fá gat á hausinn. Lómurinn var reyndar ekki eini fuglinn sem hafði horn í síðu okkar því kríur komu að okkur í sömu erindagjörðum. Stafirnir góðu vörnuðu slys- um. Allt hefur gengið vel til þessa og okkur hef- ur tekist að halda áætlun. Allstaðar þar sem við höfum komið höfum við fengið höfðing- legar móttökur og langflestir ökumenn sem ekið hafa framhjá hafa slegið af hraðanum. Það á þó ekki við um alveg alla og biðjum við ökumenn vinsamlegast um að hafa í huga að örðugt er að ganga þegar bíll brun- ar framhjá á blússandi ferð. Við viljum líka benda velunnurum okkar á síðuna okkar, gangan.is en þar er hægt að sjá allar upplýsingar um ferðalagið. Kveðja, Bjarki og Guðbrandur. Ur›u fyrir árás fugla HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „...í eitt skipti blés svo hressilega á milli okkar a› ég ákva› a› skilja Jón Ásgeir eftir bíllaus- an og allslausan í vei›i- húsi í Húnavatnss‡slu seint um kvöld.“ PÁLMI HARALDSSON ATHAFNAMAÐUR Í AÐSENDRI GREIN Í MORGUNBLAÐ- INU. „fia› er vont a› bera fletta saman vi› Reykjavík, fla› mikla rigningabæli.“ GESTUR EINAR JÓNASSON ÚTVARPS- MAÐUR Í FRÉTTABLAÐINU. OR‹RÉTT„ “ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI MEÐ AUGUN OPIN Hægt er að velja á milli 90 sjónvarpsstöðva á Ibiza. Tekið skal fram að vanalega liggur fólk fáklætt í ljósabekkjum. SÓLBRÚN Eigendur Ibiza eru Sigmundur Friðgeir Guðlaugsson, Tinna Sædal Ragn- arsdóttir og Birgir Már Guðlaugsson. Ritgerðasamkeppni: Japansför í ver›laun Japönsk stjórnvöld bjóða Ís- lendingum á aldrinum 18 til 35 ára að taka þátt í ritgerðasam- keppni og er tveggja vikna ferð til Japans í verðlaun. Þátttakendur þurfa að skrifa ritgerð á ensku upp á eina A4 blaðsíðu og skila um leið ferils- skrá. Efni ritgerðarinnar er: Hvað er hægt að gera til þess að styðja þróun sambands milli Ís- lands og Japans? Ritgerðum skal skila til sendiráðs Japans á Íslandi og er skilafrestur til 25. júlí. Þar fást einnig nánari upplýsingar. Fjölbreytt dagskrá bíður þeirra sem boðið verður til Jap- ans en þátttakendur í ferðinni verða frá yfir 30 Evrópulöndum. Utanríkisráðuneyti Japans mun greiða flugfargjöld og dvalarkostnað og skipuleggja ferðina fyrir þá Íslendinga sem býðst að taka þátt í námsferð- inni. Þátttakendur verða að hafa góða enskukunnáttu, mega ekki hafa komið til Japan áður, né vera með áþreifanleg plön um að fara til Japans í nánustu framtíð. Einnig er ætlast til að þátttakendur séu sveigjanlegir, félagslyndir og að þeir hafi gaman af því að vinna saman í hóp, en stór hluti ferðarinnar mun byggjast á hópvinnu. ■ SILUNGSVEIÐI Menn þurfa ekki að vera háir í loftinu til að stunda silungsveiði. Það sannar Bjartur Helgason, sex ára, sem er ötull veiðimaður. Hann landaði á dög- unum vænum silungi úr lækjar- sprænu við Hafnarfjarðarhraun og átti ekki í vandræðum með það. Fengurinn var hinn vænsti en Bjartur hefur þó ekki í hyggju að leggja sér sjálfur aflann til munns. „Kötturinn fær fiskinn,“ sagðir Bjartur hinn hróðugasti og greinilegt að vel er hugsað um köttinn þann. Bjartur hefur veitt þá nokkra það sem af er sumri en þessi var sá stærsti. Er ekki að efa að hann á eftir að landa þeim enn stærri þegar fram í sækir. Það er ekki fyrir hvaða veiði- mann sem er að ná fiski úr læknum í hrauninu og sagðist Bjartur hafa lært alla sína veiði- tækni af karli föður sínum en vildi ekki útlista nánar í hverju tæknin væri fólgin. Stangaveiðitímabilið nær senn hámarki og má segja að hvar sem vatn rennur og minnsta von er um fisk, þar er stöng. - jse BJARTUR HELGASON Stoltur veiðimaður með vænan silung. Hann segist hafa fengið marga í sumar en þessi sé sá allra stærsti. Ber vel í veiði: Landa›i lækjarlontu Unglingur barði Steingrím Njálsson með hafnaboltakylfu Steingrímur ekki búinn að kæra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.