Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 42
Skrýtinn kokkteill
Næststærsti hluthafinn í Og
fjarskiptum er Eignarhaldsfé-
lagið Runnur. Eignarhaldið á
Runni er afar forvitnilegt þegar
uppákoman í FL Group er skoð-
uð því félagið er í eigu fyrrver-
andi og núverandi stjórnar-
manna flugfélagsins. Meðal eig-
enda eru Saxhóll, sem er Nóa-
túnsfjölskyldan, og Byggingar-
félag Gylfa og Gunnars, sem
mynda fjárfestingarfélagið Sax-
bygg. Aðrir hluthafar eru Hann-
es Smárason, stjórnarformaður
FL Group, Vífifell, sem er í eigu
Þorsteins M. Jónssonar, tilvon-
andi stjórnarmanns, og Mogs
sem er í eigu Magnúsar Ár-
manns sem kemur einnig inn í
stjórn FL Group á næstunni.
Ég tek bílinn en
þú húsið
Pálmi Haraldsson í Feng og Jón
Ásgeir Jóhannesson hafa marga
fjöruna sopið, átt sínar góðu
stundir á viðskiptavellinum og
tekist á þar á milli. Nú eru þeir
orðnir keppinautar í utanlands-
fluginu. Pálmi segir frá því í
Morgunblaðinu þegar hann
skildi Jón Ásgeir einan eftir í
veiðihúsi í Húnavatnssýslu „bíl-
lausan og allslausan“. Höfðu
þeir félagar orðið það heiftar-
lega ósammála að leiðir skildu
með þessum hætti. „Hvernig
Jón Ásgeir komst í bæinn á end-
anum í það skiptið veit ég ekki,“
segir Pálmi í greininni.
Afkomuviðvörun
Afkomuviðvaranir eru ekki dag-
legt brauð á íslenska markaðn-
um. Skráðum félögum ber að
láta vita ef afkoman er langt frá
áætlunum félaganna, og bæði ef
um jákvæðar fréttir er að ræða
sem og neikvæðar. Síðustu af-
komuviðvaranir sem hafa birst
hafa vel flestar verið jákvæðar
eða verið vegna óhappa, ekki
vegna slæms rekstrar. Neikvæð
afkomuviðvörun frá Icelandic
Group kom þvi töluvert á óvart
en ekki hefur tekist nægjanlega
vel að sameina starfsemi SH og
Sjóvíkur.
Þar sem eignarhald Icelandic
Group er að stórum hluta í eigu
skráðra fyrirtækja má gera ráð
fyrir að rekstrarerfiðleikar
Icelandic Group hafi áhrif á
gengi þessara félaga. Straumur,
Landsbankinn og Burðarás eiga
um helming hlutafjár í félaginu.
6 66,6 8stjórnarmenn gefa ekki kost á sér áfram í stjórn FLGroup og taka því sex nýir við á hluthfafundi á laug-ardaginn næsta. kaup Milestone á 66,6 prósenta hlut íSjóvá voru samþykkt af Fjármálaeftirlit-inu. Live 8 tónleikar voru haldnir í vikunni og G8fundurinn er settur í dag.
SÍMANÚMER MARKAÐARINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@markadurinn.is Veffang: visir.is
410 4000 | www.landsbanki.is
B2B | Banki til bókhalds
Betri þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og lánardrottna
Fyrirtækjabanki
B A N K A H Ó L F I Ð