Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 35
Bandaríkjamenn hyggjast ekki láta óháðum aðilum eftir að stýra um- ferð um netið eins og þeir höfðu áður lofað. Japanskir ráðamenn segja ákvörðunina líklega til að valda miklum deilum. Bandaríkjamenn hafa frá upphafi stjórnað svokölluðum „rótar- þjónum“, sem eru þrettán ofurtölvur sem sjá um að umferð á inter- netinu gangi vel fyrir sig með því að senda fyrirmæli til netþjóna og tölvupóstþjóna. „Það er fáránlegt að stjórn umferðar á netinu sé í höndum eins rík- is þegar fyrirbærið er orðið jafn alþjóðlegt og raun ber vitni. Þeir eru að ganga á bak orða sinna,“ sagði Masashiko Fujimoto, háttsettur embættismaður hjá japanska Samskiptaráðuneytinu. Bandaríkjamenn hafa frá upphafi haft umsjón með ofur- tölvunum þrettán og réttlætt hana með því að þeir hafi lagt mest fé til þróunar internetsins. Margir vilja láta stjórnina í hendur stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna. -jsk MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 13 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Sérðu stundum ekki skóginn fyrir trjánum? Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 87 27 06 /2 00 5 Vísindamenn telja að gangráður sem komið er fyr- ir í brjósti sjúklings geti læknað þunglyndi. Tækn- in, sem einnig hefur reynst Parkinson-sjúklingum vel, örvar heilastarfsemina með því að senda raf- strauma til heilans eftir þar til gerðum leiðslum. Breskir taugasérfræðingar hyggjast notfæra sér þessa nýju tækni eftir að prófanir í Bandaríkjunum gáfu góða raun. Tæknin byggir á tilraunum bandaríska vísindamannsins Helen Meyberg sem græddi gangráð á stærð við eldspýtu- stokk í brjóst fjögurra sjúklinga og sendi rafstrauma til heilans eftir örsmáum vír- um sem græddir voru í háls sjúklinganna. Ári seinna sögðu allir sjúklingarnir líðan sína betri og að engar aukaverkanir hefðu fylgt aðgerð- inni. Mayberg segir uppfinninguna byltingar- kennda en að ígræðsla gangráðs sé algert ör- væntingarúrræði: „Meðferðin er ætluð þeim allra veikustu. Tíu prósent fólks stríðir við al- varlegt þunglyndi einhvern tíma á ævinni. Hefðbundin meðferð hjálpar ekki tíu prósent þeirra. Gangráðurinn er ætlaður þeim“. -jsk Einn af hverjum þremur geisla- diskum sem seljast í heiminum er ólöglegt eintak, kom fram á ársfundi Alþjóðasamtaka tónlist- arframleiðenda (IFPI) sem hald- inn var í Madrid á dögunum. Velta ólöglegrar sölu geisla- diska á heimsvísu var á síðasta ári um 300 milljarðar króna. Segja forsvarsmenn samtakanna hagnað af sölunni notaðan til að fjármagna skipulagða glæpa- starfsemi. Verst er vandamálið í Kína, þar sem 85 prósent seldra hljóm- platna eru ólögleg, í Brasilíu og á Indlandi: ,,Við þurfum að fá ríkis- stjórnir til að samhæfa aðgerðir sínar og koma tónlistariðnaðin- um til bjargar“, sagði John Kenn- edy forseti IFPI. 1,2 milljarður ólöglegra geisladiska voru seldir árið 2004 og er það 34 prósent heildarsölu. Fundur IFPI er venjulega haldinn í London en í ár var ákveðið að halda hann í Madrid til að undirstrika hversu slæmur vandinn er á Spáni: ,,Við áttum okkur alveg á því hvað ólögleg sala geisladiska er að gera spæn- sku tónlistarlífi. Það mun alger- lega lognast út af ef fram heldur sem horfir“, sagði Kennedy. -jsk Á NETINU Skyldi þessi kona vita að Bandaríkja- menn gegna hlutverki umferðarlöggu á internetinu? Gangráður læknar þunglyndi Bandarískur vísindamaður hefur fundið upp gangráð sem græddur er í brjóst sjúklinga og sagður lækna þunglyndi með því að senda rafstrauma til heilans. HEFÐBUNDINN GANGRÁÐUR Dr. Sung Lee græddi hjartagangráð í Dick Cheney varaforseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó væntanlega ekki enn þá handfjatlað heila- gangráðinn sem vísindamenn segja lækna þunglyndi. Apple hefur í hyggju að ritskoða alla podcast-þætti sem settir verða inn á tónlistarforritið Itu- nes. Nýjasta útgáfa forritsins mun innihalda búnað til að hala niður slíka þætti en þeir fara nú sem eldur í sinu um internetið. Podcasts eru stafrænir út- varpsþættir sem nánast hver sem er getur tekið upp, aðeins þarf til tölvu, internettengingu og hljóðnema. Apple hyggst halda 3 þúsund þátta gagnagrunn og getur hver sem er sent inn þátt en fyrirtæk- ið mun svo ákveða hvaða þættir komast inn á hinn endanlega lista. ,,Nú komast stafrænar út- varpssendingar á næsta stig“, sagði Stan Ng markaðsstjóri Apple Ipod og bætti við: ,,Með þessu erum við að auðvelda fólki að hala niður, hlusta á og koma skipulagi á safn sitt af slíkum þáttum“. Ng sagði Apple ekki hafa í hyggju að selja þættina og að ekki væri um beina ritskoðun að ræða: ,,Við erum ekki að skerða tjáningafrelsi fólks, aðeins að sjá til þess að höfundarréttarlög séu ekki brotin og að óæskilegt efni komist ekki í fjöldadreif- ingu“. -jsk Apple ritskoðar podcasts Apple hyggst halda 3 þúsund þátta gagnagrunn af stafrænum útvarpsþáttum. Fyrirtækið mun skoða hvern einasta þátt sem settur verður inn á Itunes. IPOD SHUFFLE Apple hyggst gera notendum Itunes forritsins kleift að hala niður staf- rænum útvarps- þáttum. Segir talsmaður fyrir- tækisins að með þessu sé verið færa útgáfu slíkra þátta á næsta stig. Þriðjungur ólöglegur Stjórna áfram ofurtölvum Ó LÖ G L EGT Kona grúskar í geisladiskum hjá götusala í Peking. Í Kína eru 85 pró- sent allra g e i s l a d i s k a sem seljast ólöglegir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.