Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 06.07.2005, Qupperneq 38
MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 MARKAÐURINN16 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Þorgils Óttar Mathiesen, for- stjóri Sjóvár, segir það ráð sem fyrst komi upp í hugann vera að gera aldrei neitt sem ekki þolir dagsins ljós: ,,Þessa lífsreglu lagði faðir minn, Matthías Á. Mathiesen, mér þegar ég var ungur að árum og henni hef ég fylgt síðan.“ Þorgils Óttar, sem er gömul handboltahetja, lék lengi með FH og á að baki fjölda landsleikja fyrir Íslands hönd, segir ráðið upphaflega komið frá ekki ómerkari manni en Bjarna heitn- um Benediktssyni forsætisráð- herra: ,,Þetta ráðlagði Bjarni pabba þegar hann var ungur þingmaður og sagði honum að hafa í huga í öllu sem hann tæki sér fyrir hendur. Þetta á við um öll þau verkefni sem maður þarf að leysa, hvort sem um ræðir viðskipti eða pólitík og hefur reynst mér vel.“ - jsk B E S T A R Á Ð I Ð Ólafur Helgi Þorgrímsson er framkvæmda- stjóri Luxury Adventures, sem sérhæfir sig í ferðum fyrir vel efnaða einstaklinga. Hann segir hugmyndina mjög einfalda. „Við getum reddað öllu og nei er ekki svar.“ Viðskiptavinir Luxury eru að- allega litlir hópar og ein- staklingar sem vilja upplifa landið á ein- stakan hátt. „Við bjóðum upp á akstur með leiðsögumönnum, afþreyingu, gistingu og jafn- vel mat. Okkar sérstaða felst í raun í akstri fyrir efnað fólk.“ Luxury Adventures býður einnig upp á hefðbundnar ferðir á borð við Gullna hring- inn en Ólafur segir þær ferðir einungis eitt prósent af ferðunum. „Við erum nánast ein- göngu með sérsniðnar ferðir. Ferðirnar sam- anstanda af skoðunarferðum, afþreyingu og upplifun.“ ALLT STÚTFULLT Luxury Adventures var stofnað í janúar 2003 af Ólafi Helga Þorgrímssyni og fjölskyldu hans. Ólafur hefur gengið með hugmyndina í maganum frá því að hann var 17 ára. Þrír starfsmenn eru hjá fyrirtækinu og svo taka tugir leiðsögumanna að sér verkefni eftir þörfum. Fyrstu mánuðina eftir stofnun bjug- gu Ólafur og Linda Pálsdóttir kona hans á Spáni og undirbjuggu jarðveginn. Þar unnu þau að markaðssetningu fyrirtækisins og þróun hugmyndarinnar. Í janúar 2004 hófst svo starfsemin. „Það fyndna er að við byrjuðum í jeppaferðum og færðum okkur svo yfir í lúxusbílana þegar við sáum að þar var enginn fyrir.“ Síðar á því ári fór svo allt á fullt hjá Luxury Adventures, smá reytingur hafði verið framan af sumri og síðasta vetur bætti fyrirtækið við bílaflota sinn. Fór úr átta lúxusbílum í 11. Ólafur Helgi segir að viðskiptin í sumar verði fjórfalt meiri en síðasta sumar. „Það er allt stútfullt í sumar.“ Þrátt fyrir að svo sé vísar Ólafur sjaldnast viðskiptavinum frá. „Við hliðrum til og skipuleggjum ferðir á annan hátt ef svo ber undir.“ TÍU LAXVEIÐIÁR Ólafur segir að ferðirnar sem Luxury Adventures fari séu næstum jafn misjafnar og þær séu margar en tekur dæmi um ýkt- ustu ferðina sem hann hafi skipulagt. Banda- rískur auðkýfingur hafi komið til landsins á einkaþotu seint um kvöld og hafi haft sam- band úr flugvélinni. Hann ákvað að stoppa hér á landi á leiðinni heim frá Istanbúl því hann hafði heyrt að Ísland væri magnað. „Bandaríkjamað- urinn vildi gera eitt- hvað brjálað og það tók okkur klukku- tíma í sameiningu að finna út hvað hann vildi gera.“ Snemma morguninn eftir lögðu ferðamennirnir af stað í leigu- vél því að ekki var hægt að fljúga milli flug- valla hér á einkaþotu ferðamannsins vegna stærðar hennar. Önnur flugvél var tilbúin á Akureyri með skíðum undir því að áætlað var að geta lent á jökli ef þeir óskuðu þess. „Þeir vildu einnig hafa tíu laxveiðiár klárar um allt land. Allur bílafloti Luxury Adventures beið tilbúinn um allt land. Á flugi fundu þeir svo laxveiðiá sem þeir vildi veiða í og þeir hættu við að lenda á jöklinum. Þessi ferð kostaði tugi þúsunda Bandaríkjadala.“ NETIÐ LAÐAR Heimasíða Luxury Adventures, lux.is, dregur að sér 60 til 70 prósent af viðskiptum fyrir- tækisins. Ólafur Helgi segir ástæðuna vera hversu leitarvélavæn síðan er. „Ef við setjum peninga í eitthvað þá er það netið, þar er pen- ingunum vel varið.“ Ólafur segist áður hafa sótt ferðaþjónustu- sýningar erlendis en hann vilji alls ekki eyða fé sem skili sér ekki. „Við auglýsum ekkert og árangur af þessum sýningum sannaði end- anlega að netið sé besti staðurinn til að vera sýnilegur.“ Ólafur segir Bandaríkjamenn vera fjöl- mennasta meðal viðskiptavina sinna, þar á eftir komi Englendingar og svo Rússar. „Núna í sumar fjölgar Rússunum mjög mik- ið.“ Fyrirtækið er með starfsmann í Rúss- landi á sínum snærum.“ Umboðsmenn fyrir- tækisins starfa einnig í Frakklandi, Spáni, Ítalíu, Holllandi og Þýskalandi. Til viðbótar við erlenda ferðamenn eru ís- lensk fyrirtæki og einstaklingar meðal við- skiptavina. Ólafur segir þó orðsporið bestu markaðs- setninguna. „Þetta er svo lítill heimur að góð þjónusta spyrst fljótt út.“ Af innlendum viðskiptavinum segir Ólafur stóru fyrirtækin farin að uppgötva þjónustu Luxury Adventures og hæfni þess í að þjón- usta vel efnað fólk. „Við erum ekkert stress- aðir yfir því þótt við séum að fá einhverjar forsetafrúr, eða kvikmyndastjörnur eða moldríka fjárfesta, enda eru þeir bróðurpart- urinn af okkar viðskiptavinum.“ VINNA DAG OG NÓTT Forsenda þess að fyrirtækið gangi er að fyll- sta trúnaðar sé gætt um viðskiptavini þess. „Við höfum starfað í tvö ár og vitum ná- kvæmlega hvað við erum að gera.“ Ólafur segir að oft sé því haldið fram að allar þessar stjörnur hafi sérþarfir og erfitt sé að gera svo efnað fólk ánægt. Þvert á móti segir hann að í 95 prósentum tilvika séu við- skiptavinirnir mjög þægilegir og séu ánægð- ir með þjónustuna. Vel efnað fólk er ört vax- andi hópur og Ísland er í tísku, þannig að Ólafur virðist alveg á réttri hillu. Ólafur segir Luxury Adventures blómstra. Veturinn hafi skilað hagnaði, sem er óalgengt hjá ferðaþjónustufyrirtækjum. „Veturinn er oft dauði og djöfull hjá þessum fyrirtækj- um.“ Hann segir þó engan hægðarleik að halda rekstrinum í góðum gír. „Við vinnum dag og nótt og greiðum okkur ekki há laun. Ég horfi í hverja einustu krónu og er rosaleg- ur nískupúki.“ Lúxus Ævintýrareisur Stofnað: Janúar 2003 Fjöldi fastra starfsmanna: Þrír Fjöldi bíla: 11 Nei er ekki svar Lúxus Ævintýrareisur skipuleggur sérsniðnar ferðir fyrir efnað fólk. Ólafur Helgi Þorgrímsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segist geta reddað öllu og leggur alla áherslu á að viðskiptavinurinn upplifi eitthvað einstakt. Dögg Hjaltalín kann- aði eftir hverju viðskiptavinirnir sækjast og hverjir þeir eru. Elínborg Kvaran hefur tekið við starfi auglýsingastjóra TM. Elínborg starfaði hjá Markaðsdeild P. Samúelssonar hf. frá árinu 2000 til 2005. Hún útskrifaðist frá Háskóla Íslands árið 2000 með BS próf í viðskiptafræði. Ragnhildur Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns starfs- mannahalds TM. Ragnhildur hefur frá árinu 1998 verið starfsmannastjóri Og Vodafone og þar áður Tals. Frá árinu 1987 til 1997 starfaði Ragnhildur hjá A&P lögmönnum, síðast sem skrifstofustjóri. Ragnhildur er stúdent frá MH, lauk námi af textílbraut Myndlista- og handíða- skóla Íslands, hefur lagt stund á nám við Kennaraháskóla Íslands og er með Diplomagráðu í viðskiptafræði frá Há- skóla Íslands. HÖGNI GUÐMUNDSSON er nýr deildar- stjóri tjónaskoðunarstöðvar Trygginga- miðstöðvarinnar. Högni hefur starfað hjá TM frá árinu 2003. Frá árinu 2001 til 2003 rak Högni fyrirtæki sem sér- hæfði sig í innflutn- ingi vara og tækja til landflutninga. Þar áður starfaði Högni við bifreiðaviðgerðir og innflutning á aukahlutum í bifreiðar. Högni er með próf í rafeindavirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. BÍLAFLOTI LUXURY ADVENTURES Starfsmenn fyrirtækisins eru ekkert stressaður yfir því þótt viðskiptavinir þeirra séu einhverjar forsetafrúr, kvikmyndastjörnur eða moldríkir fjárfestar, enda eru þeir bróðurparturinn af viðskiptavinunum. Gerðu aldrei neitt sem ekki þolir dagsins ljós Fr ét ta bl að ið /H ör ðu r ÓLAFUR HELGI ÞORGRÍMSSON Heimasíða Luxury Adventure dregur til sín 60 til 70 prósent af viðskiptavinunum enda er síðan mjög leitarvélavæn. Ólafur segist eingöngu eyða peningum í markaðssetningu á netinu. ÞORGILS ÓTTAR MATHIESEN FOR- STJÓRI SJÓVÁR Segir föður sinn hafa ráð- lagt sér að gera aldrei neitt sem ekki þoli dagsins ljós. Þetta segir hann að eigi við um allt það sem fólk taki sér fyrir hendur. Jón Magnússon sem verið hefur starfs- maður hagdeildar TM veitir nú þeirri deild forstöðu. Jón hefur áralanga reynslu á sviði trygginga en hann hóf störf hjá Trygg- ingu hf. árið 1973. Þar starfaði hann í ýmsum deildum og var framkvæmda- stjóri tjónasviðs félagsins þegar það sameinaðist TM árið 1999. Lúðvík Þorgeirsson er nýr deildarstjóri umboða og útibúa hjá TM. Lúðvík hefur starfað hjá TM frá árinu 1992, lengst af sem tryggingaráð- gjafi. Auk þess að hafa sótt fjölda nám- skeiða í vátrygging- um hjá SÍT og end- urtryggingafélaginu SwissRe, numið markaðsfræði í Salem State College í Massachusetts í Bandaríkjunum, lauk Lúðvík BS prófi í viðskiptafræði frá Há- skólanum í Reykjavík árið 2004. Ólafur Haukur Ólafsson hefur tekið við starfi deildarstjóra eignatjóna á sviði tjónaþjónustu TM en Ólafur var áður fulltrúi í tjónadeild TM. Ólafur hefur starfað hjá Trygg- ingamiðstöðinni frá árinu 2003 en hann rak eigið fyrirtæki til þess tíma. Ólafur er húsasmíðameistari og með próf í tæknifræði á orku- og umhverfissviði frá Pauliskolan í Málmey í Svíþjóð. Stefán Melsted sem verið hefur sérfræð- ingur og lengst af deildarstjóri í fjár- máladeild TM hefur tekið við forstöðu greiðsluþjónustu- og áhættustýringar á fjármálasviði TM. Stefán, sem er með embættispróf í lög- fræði frá Háskóla Ís- lands, lauk fram- haldsnámi í lögfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla árið 1982 og hlaut rétt- indi til málflutnings í héraðsdómi árið 1984. Hann hefur starfað sem lögfræð- ingur hjá Landsbanka Íslands og Fram- kvæmdastofnun ríkisins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.