Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar ÚTSALA. ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR. ÞÚ GERIR ALLT TIL AÐ VERA FLJÓTUST FRÁ 20. JÚNÍ TIL 10. JÚLÍ ER HAGSTÆTT AÐ MÆTA MEÐAL ÞEIRRA FYRSTU Natuzzi býður núna upp á sérstaka útsölu með allt að 30% afslætti á völdum sófum, hæginda- stólum og öðrum aukabúnaði. Ítölsk hönnun, gæði og handbragð eru tryggð af Natuzzi, heimsins fremsta framleiðanda á leðursófum. Natuzzi verslunin: SMÁRALIND 201 Kópavogur - Sími 564 4477 It’s how you live GÆÐAFRAMLEIÐSLA FRÁ ÍTALÍU – Vottað ISO 9001-14001 Fáðu frekari upplýsingar eða ókeypis eintak af Natuzzi bæklingnum. Hringdu gjaldfrjálst í síma 800-4477 eða smelltu á www.natuzzi.com Verslunin er einnig opin á sunnudögum frá kl. 13-18 Góðan dag! Í dag er miðvikudagur 6. júlí, 187. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.53 13.34 23.13 AKUREYRI 3.12 13.19 23.23 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Helga Bestla Njálsdóttir skrifstofu- stjóri á markaðssviði Símans er úti- vistarkona af lífi og sál. Flestar helgar sumarsins er hún í ævintýraferðum, ýmist á sjó eða landi, ásamt manni sínum, Birni Hermannssyni. „Við vorum að koma vestan af Snæfjalla- strönd þar sem við sigldum um Ísafjarðar- djúpið á kajökum með viðkomu í Æðey. En svo kom rokið og setti strik í reikninginn,“ segir Helga Bestla hlæjandi þegar í hana næst í farsíma eftir nokkrar tilraunir. Þessi yfirlýsing kallar ótvírætt á ferðasögu! „Við vorum á tveimur bátum og lögðum af stað frá Hömrum á Langadalsströnd sem er næstum inni í botni Ísafjarðardjúps. Vorum svona sex tíma í róðrinum og það var mjög fínt. Ætluðum að sigla út með allri Snæfjallaströndinni en þurftum að hætta við það vegna hvassviðris.“ Hún segir þau til allrar hamingju hafa verið komin með fast land undir fætur þegar versta veðrið skall á. „Við vorum nýkomin úr Æðey yfir á Snæfjallaströndina þegar hvessti og lögð- um að við bæ sem heitir Tyrðilmýri. Þar hittum við fyrir húsráðendur sem sýndu okkur heilmikla gestrisni. Næsta dag var áætlað að ganga inn að Kaldalóni, og bíða af sér veður en fólkið á Tyrðilmýri tók sig til og keyrði okkur alla leið að Hamri svo við gætum sótt bílinn.“ Flestir þættust þurfa að jafna sig eftir svona slarkferðir – en ekki Helga Bestla. Hún er strax farin að undir- búa næstu helgi því þá á aftur að leggja í hann og nú á tveimur jafnfljótum. „Við ætl- um í fimm daga gönguferð með gönguhópi TKS. Við leggjum upp frá Bjallavaði að Landmannahelli, komum við í Landmanna- laugum, Strúti og Álftavatnskrókum og endum í Hólaskjóli.“ Ekki verður látið þar við sitja því fleiri ferðir eru framundan. Spurð að lokum hvort þau hjón hafi getað smitað börnin sín þrjú af útivistaráhuganum svarar Helga Bestla hlæjandi. „Þau eru ekki mjög æst en við reynum að fara eina fjölskylduferð á sumri – þá er það ein helgi.“ gun@frettabladid.is Rokið setti strik í reikninginn born@frettabladid.is Fótboltamörk Lýðheilsustöð hvetur foreldra á vefsíðu sinni til að athuga fótboltamörk íþróttafélaga áður en börnin eru send þangað á námskeið. Það stendur skýrt í reglugerð að fótboltamörk skulu vera vel fest en misbrestur hefur verið á þessu, sérstaklega hjá knatt- spyrnufélögunum. Á 17 árum hafa rúmlega 40 börn slasast alvarlega og sum þeirra hlotið varanlegan skaða og yfir 100 börn hafa verið lögð inn á sjúkrahús til frekari rannsókna vegna þess að mark hefur dott- ið yfir þau. Hjólabretti Þessa dagana standa yfir miklar framkvæmdir við Rimaskóla í Grafar- vogi því þar er ÍTR að láta setja upp hjólabrettaaðstöðu þar sem all- ir geta komið og rennt sér á hjólabrettum og línuskautum. Aðstaðan verður byggð upp á svipaðan hátt og brettagarðarn- ir sem fyrir eru við frístunda- miðstöðvarnar Miðberg og Tónabæ. Þarna verða rampar, stökkpallar og rör af öllum mögulegum stærðum og gerð- um. Asmi og þunglyndi Börn á leikskólaaldri sem eru með asma geta átt frekari hættu á því en önnur börn að þjást af fælni, kvíða og þunglyndi á unglingsárum, samkvæmt nýrri rannsókn frá Ástralíu. Ef frekari rannsóknir staðfesta þetta gæti það reynst læknum mikilvægt að fylgjast sér- staklega vel með hegðunar- vanda hjá börnum með asma. Á Ísafjarðardjúpinu áður en hvessti. Langadalsströnd í baksýn LIGGUR Í LOFTINU hjá börnum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR BÖRN BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Til að laga te verð- ur vatnið fyrst að sjóða þangað til það er orðið mjúkt. Öðruvísi leikföng BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JÖ R N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.