Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 50
„Mér líður alveg sérdeilis vel þessa dagana,“ segir Sigurður Sigurjónsson leikari sem fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í dag. „Ég lít enn bjartari augum á lífið en ég gerði áður og hef tileinkað mér þá speki að líta alltaf á björtu hliðarnar.“ Nú um stundir sinnir Sigurður áhugamálunum sínum tveimur; silungaveiði og golfi, og hleður batteríin fyrir haustið þegar leik- húsin fara aftur af stað af fullum krafti. „Nú hamast ég við að leika mér. Þar sem ég hef atvinnu af að leika fyrir aðra þá reyni ég stund- um að leika við mig.“ Sigurður var kappsamur veiði- maður hér á árum áður og fór, að eigin sögn, yfir strikið í þeim efn- um.“ Ég fékk eiginlega nóg og hægði því ferðina. Þá tók golfið yfir en nú er veiðibakterían að blossa upp í mér á ný,“ segir Sig- urður sem er nýkominn úr veiði á Arnarvatnsheiði og ætlar senn í Veiðivötn. Í golfinu hefur hann 23 í for- gjöf og reiknar nú ekkert sérstak- lega með að komast mikið neðar. „Ég byrjaði svo seint á þessu, fékk nokkrar kylfur í fertugsaf- mælisgjöf og þær lágu ónotaðar í nokkur ár. Það var svo fyrir fimm til sex árum sem ég tók skurk í þessu.“ Sigurður er félagi í Golf- klúbbnum Keili og spilar á Hval- eyrarvelli í Hafnarfirði, einum fallegasta velli landsins, að hans sögn. Í tilefni dagsins býst Sigurður við að efna til lítils golfmóts með- al helstu meðspilara sinna og ráð- gerir að halda hóf fyrir þröngan hóp vina og ættingja með kvöld- inu. ■ 18 6. júlí 2005 MIÐVKUDAGUR WILLIAM FAULKNER (1897-1962) lést þennan dag. SIGURÐUR SIGURJÓNSSON LEIKARI: ER FIMMTUGUR Í DAG Horfir á björtu hliðarnar „Maður sem fjarlægir fjall byrjar á því að bera í burtu litlar steinvölur.“ William Faulkner var bandarískur rithöfundur. Hann hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels árið 1949. timamot@frettabladid.is ANDLÁT Guðrún Margrét Arngrímsdóttir, áður til heimilis að Harðangri, lést á dvalar- heimilinu Hlíð, Akureyri, 30. júní. Niels J. Hansen, húsasmíðameistari, Dvergholti 17, Mosfellsbæ, lést á líknar- deild Landspítalans 1. júlí. Egill Jónasson, Hagatúni 11, Höfn, lést 2. júlí. Hrafnhildur Gísladóttir, Sólhól, Boga- slóð 6, Höfn, lést 3. júlí. Þennan dag árið 1988 létust 167 manns þegar eld- ur braust út á olíuborpalli í Norðursjó. Talið er að sprenging á Piper Alpha-borpallinum hafi orsakað eldinn en pallurinn er staðsettur um 200 kílómetra norðaustur af Skotlandi. Þyrlur og skip voru send af stað til að bjarga starfs- mönnum um borð en flugmenn sögðu að eldhafið teygði sig yfir hundrað metra upp í loftið. Um 225 menn störfuðu á borpallinum sem var í eigu Occidental olíufélagsins. Flestir sem lifðu af sögðust hafa rennt sér niður rör eða hafa stokkið úr mikilli hæð ofan í sjóinn sem var þakinn brennandi olíu. Piper Alpha pallurinn var sá stærsti og elsti í Norð- ursjó. Flest fórnarlömbin létust þegar þau önduðu að sér eitruðum gufum. Engri sök var kastað á sínum tíma en eftir málaferli árið 1997 vegna trygginga- greiðslna var komist að þeirri niður- stöðu að tveir starfsmenn, sem létust í slysinu, hefðu sýnt af sér gá- leysi og valdið brunanum. Hins vegar hefur verið ef- ast um þá skýringu bæði af ættingjum mannanna og í rannsókn vegna heimildarmyndar sem sýnd var í sjónvarpi. 6. JÚLÍ 1988 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1483 Ríkharður III, konungur Breta, er krýndur. 1946 Bretar afhenda Íslendingum Reykjavíkurflugvöll við há- tíðlega athöfn. 1957 John Lennon kynnist Paul McCartney. 1958 Eyjólfur Jónsson syndir frá Reykjavík til Akraness á þrettán klukkustundum. 1964 Afríkulandið Malaví lýsir yfir sjálfstæði frá Bretum. 1971 Louis Armstrong djassisti andast 69 ára að aldri. 1987 Sænska rokkhljómsveitin Europe heldur tónleika í Laugardalshöll. 2000 Sonur Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, er handtekinn fyrir drykkju- skap. Eldur í olíuborpalli JAR‹ARFARIR 13.00 Hjörtur Benediktsson, fram- kvæmdastjóri, Laufengi 152, Reykjavík, áður Seiðakvísl 36, verður jarðsunginn frá Bústaða- kirkju. 13:00 Ólöf Auður Erlingsdóttir, Eikju- vogi 1, Reykjavík, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju. 13.00 Rakel Sæmundsdóttir, hár- greiðslumeistari, Stangarholti 28, Reykjavík, verður jarðsungin frá Háteigskirkju. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jórunnar Axelsdóttur Tunguseli 1, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar Karitas og Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Jóhanna Gréta Guðmundsdóttir Atli Sverrisson Karen Guðmundsdóttir Auðunn Örn Jónsson Hafdís Guðmundsdóttir Þorsteinn Kjartansson Bryndís Halla Guðmundsdóttir Óðinn Guðbrandsson Guðlaugur Guðmundsson Anna Þórdís Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurbjargar Stefánsdóttur Hjallaseli 55, Reykjavík, áður Strandgötu 19, Ólafsfirði. Örn Baldursson Elísabet Weisshappel Jóna Rósbjörg Þorvaldsdóttir Guðmundur Heiðar Gylfason Anna Stefanía Þorvaldsdóttir Björn Steinar Guðmundsson Lára Guðný Þorvaldsdóttir Steindór Helgason Brynja Þorvaldsdóttir Jón Björn Hjálmarsson Regína Þorvaldsdóttir Örn Pálsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Niels J. Hansen húsasmíðameistari, Dvergholti 17, Mosfellsbæ, lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi, föstudaginn 1. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 7. júlí kl. 13.00. Guðlaug Kristófersdóttir Þórður Guðni Hansen Þ. Magnús Nielsson Hansen Vala Jóhannsdóttir Sigurbjörg Nielsdóttir Hansen George Holmes Guðbjörg Nielsdóttir Hansen Smári H. Jónsson Jóna Hansen barnabörn og langafabarn. Innilegar þakkir til ykkar allra fyrir samúð, hlýhug, vináttu og stuðning við andlát og útför áskærs sonar okkar, bróður, barnabarns og frænda, Sigurðar Ragnars Arnbjörnssonar Kirkjuvegi 18, Keflavík. Erla Björk Sigurðardóttir Arnbjörn Rúnar Eiríksson Hafþór Raul Brown Kristmundur Arnbjörnsson Ísar Arnbjörnsson Hlíf Arnbjörnsdóttir Elín Arnbjörnsdóttir Aron Arnbjörnsson Þórunn Anna Arnbjörnsdóttir Sigurður Ragnar Björnsson Jóna G. Arnbjörnsdóttir og aðrir aðstandendur Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hjörtur Jónsson Brjánsstöðum, Grímsnesi, lést af slysförum mánudaginn 4. júlí síðastliðinn. Sonja G. Jónsdóttir og fjölskylda SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » SIGURÐUR SIGURJÓNSSON „Nú hamast ég við að leika mér. Þar sem ég hef atvinnu af að leika fyrir aðra þá reyni ég stundum að leika við mig.“ AFMÆLI Vladimir Ashkenazy tónlistarmaður er 68 ára. Guðmundur Magnússon, leikari og leik- stjóri, er 58 ára. Eiríkur Jónsson, for- maður Kennarasam- bands Íslands, er 54 ára. Magnús Kjartansson tónlistarmaður er 54 ára. Sævar Marinó Ciesielski er 50 ára. Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðar- kona er 40 ára. Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, er 37 ára. Kristín Ólafsdóttir kvik- myndagerðarkona er 33 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P ÁL L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.