Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 65,76 66,08 115,5 116,06 78,21 78,65 10,494 10,556 9,884 9,942 8,288 8,336 0,588 0,5914 94,95 95,51 GENGI GJALDMIÐLA 05.07.2005 GENGIÐ HEIMILD: Seðlabanki Íslands SALA 110,30 +0,025% 4 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Hugað að endurskipulagningu verkferla eftir fjárdrátt á sambýli í Reykjavík: Efla flarf réttindagæslu Peningaflvætti sett undir smásjá Stofnun á vegum OECD ætlar a› gera úttekt á a›ger›um hér á landi gegn peningaflvætti. Vi›skiptará›herra segir mikilvægt fyrir íslenskt fjármálakerfi a› fá gó›a einkunn í slíkri úttekt. PENINGAÞVÆTTI Stofnun á vegum helstu iðnríkja heims og annarra landa ætlar á næstunni að gera út- tekt á aðgerðum og viðbúnaði Ís- lendinga gegn peningaþvætti. Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir að á ríkis- stjórnarfundi í gær hafi verið ákveðið að ráðuneyti hennar og dómsmálaráðherra fjalli frekar um málið næstu mánuði. „Ég kynnti málið á ríkisstjórnarfundi til þess að undirstrika alvöru málsins. Við verðum að standa okkur og leggja heilmikla vinnu í þetta til að úttektin verði okkur þokkalega hagstæð. Það getur haft talsvert að segja um álit á okkar fjármálakerfi, stofnunum og regluverki ef við komum ekki vel út í þessari úttekt.“ Valgerður segir að það hafi ýtt við sér að sambærileg úttekt var gerð ný- verið í Noregi. „Það kom Norð- mönnum í opna skjöldu að þeir skyldu ekki fá góða einkunn á öllum sviðum.“ Valgerður segir að skipuð hafi verið nefnd fulltrúa úr við- skipta- og dómsmála- ráðuneytinu, frá Seðlabankanum og viðskiptabönkunum til þess að fara yfir aðgerðir og viðbúnað gegn peningaþvætti hér á landi, en hugs- anlega þurfi að breyta lögum til þess að ná settum mark- miðum. Úttektin er gerð á vegum Financial Action Task Force, en sú stofnun er vistuð hjá OECD. Henni var komið á fót af helstu iðnríkjum heims árið 1989 og nú eiga um 30 lönd aðild að henni. Henni var upphaf- lega falið að kanna hvaða aðferðum væri beitt við pen- ingaþvætti, hvert umfangið væri og hvaða breytingum aðferðir til pen- ingaþvættis tækju í tímans rás. Upphaflega gaf stofnunin út til- mæli í 40 liðum til aðildarríkja sinna um aðgerðir gegn peninga- þvætti. Stofnunin tekur einnig sérstaklega á fjármögnun og peningaþvætti í þágu hryðju- verkahópa og hefur svo verið í kjölfar hryðjuverkanna í Banda- ríkjunum 11. september árið 2001. Úttekt sú sem bíður Íslands var síðast gerð í Belgíu og Nor- egi og voru niðurstöður stofnun- arinnar um þessi lönd birtar í síðasta mánuði. johannh@frettabladid.is LEITAÐ AÐ LÍKI VIÐ GULLINBRÚ Mikill fjöldi lögreglumanna, slökkviliðsmanna og björgunarsveitarmanna leituðu að líki í Grafarvoginum í fyrradag og -kvöld. Líkleit við Gullinbrú: Leitinni hætt án árangurs LÖGREGLUFRÉTTIR Hætt hefur verið leit að líki sem tilkynnt var að hefði sést við Gullinbrú í Reykjavík. Fjölmennt lið úr röðum slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita leitaði líksins fram yfir miðnætti í fyrri- nótt án árangurs. Þegar mest var tóku sex bátar, þrír kafarahópar, landlið og þyrla þátt í leitinni. Landliðið gekk fjör- ur, bátarnir könnuðu yfirborð sjáv- arins og kafarar leituðu á botni Grafarvogs. Ekkert lík fannst en þarna er mikill straumur sem gæti hafa fært lík milli staða hafi verið um slíkt að ræða. ■ Páll Sveinsson: Flogi› aftur til útlanda FLUG DC-3 flugvélin Páll Sveinsson heldur í dag af stað í hringflug til Bretlands og Norðurlanda þaðan sem hann snýr aftur til Íslands. Flugið er farið til að minnast þess að sextíu ár eru í haust síðan far- þegaflug hófst milli Ísland og ann- arra landa. Þristurinn leggur af stað frá Reykjavíkurflugvelli klukkan 8.30. Allir áhugamenn um flug og flug- sögu eru velkomnir að vera við- staddir brottförina Loftleiðahótels- megin á Reykjavíkurflugvelli. ■ Leiðtogar funda: Vilja loka herstö›vum ASTANA, AP Leiðtogar Rússlands, Kína og fyrrum Sovétlýðvelda í Mið-Asíu samþykktu ályktun á fundi sínum í Kasakstan í gær þar sem skorað var á bandarísk stjórn- völd að draga herlið sitt frá Ús- bekistan og Kirgisistan. Eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 settu Bandaríkja- menn upp herstöðvar í þessum löndum þaðan sem hernaðinum í Afganistan var stýrt. Þótt Rússar hafi ekki lagst gegn þessum aðgerð- um líta þeir á löndin sem hluta af sínu áhrifasvæði. Leiðtogarnir telja að ástandið í Afganistan hafi nú lagast svo mikið að ekki sé lengur þörf fyrir her- stöðvarnar. ■ Framtíð varnarsamstarfs: Vi›ræ›ur hefjast í dag VARNARSAMSTARF Viðræður um kostnaðarskiptingu vegna framtíð- arvarnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna á Keflavíkurflug- velli hefjast í dag. Viðræðurnar fara fram í Washington. James Gadsden, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, sagði í við- tali um helgina að Bandaríkjamenn væru þeirrar skoðunar að Íslend- ingar ættu að axla meiri hluta af kostnaði við reksturinn en nú er. Hann ítrekaði hins vegar að nú yrði einungis tekist á um kostnaðar- skiptingu, ekki framtíðarfyrir- komulag herstöðvarinnar. - oá SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 25% afsláttur af Vigor línuskautum og Concept hjólum 12, 16, 20 og 24 tommu. Hjól verð frá 5.990 kr. Línuskautar verð frá 2.990 kr. línuskautar Hjól og - mikið úrval VEÐRIÐ Í DAG HÁIR HERRAR Forsetar Rússlands og Kasakstan, Vladimír Pútín og Nursultan Nazarbajev, heilsuðust með virktum í upp- hafi fundarins. VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR VIÐSKIPTARÁÐHERRA Norðmenn voru ekki alls kostar ánægðir með niðurstöðuna þegar hliðstæð úttekt á aðgerðum gegn peningaþvætti var gerð í Noregi fyrir skemmstu. PENINGAR Stofnun hjá OECD skoð- ar aðgerðir ríkja gegn æ fjölbreyti- legri leiðum til peningaþvættis. SAKAMÁL Meintur fjárdráttur konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík er litinn mjög alvarlegum augum hjá svæðisskrifstofu fatlaðra, ekki síst þar sem um stjórnanda var að ræða. Þar mun nú hugað að endurskipulagningu verkferla. Fjárhæðir vegna málsins liggja ekki fyrir, en talið er að konan hafi dregið sér vörur í allt að ellefu mánuði. Henni var vik- ið frá störfum í lok apríl. Halldór Gunnarsson, formað- ur Landssamtakanna Þroska- hjálpar, veit til þess að innan svæðisskrifstofu fatlaðra hafi fólk áhyggjur af því að betra eftirlit þurfi með rekstri sambýla. „ Þ e t t a mál er á m i n n i n g um að huga þurfi betur að réttind- um þessa hóps og efla r é t t i n d a - gæslu. Þó má segja að nú horfi að- eins til betri vegar, eftir að skip- aður hefur verið trúnaðarmaður fatlaðra í fullu starfi í Reykja- vík og á Reykjanesi. Það er von- andi byrjunin,“ segir hann og vísar til þess að í maí hóf Krist- ín Júlía Sigurjónsdóttir störf sem trúnaðarmaður. Þá hafði staðan verið ómönnuð í nokkra mánuði. Kristín segist þessa dagana ferðast um og heimsækja sam- býli og heimili fyrir fatlaða, en þau skipta tugum. Hún áréttar að aðstandendur fatlaðra og einnig starfsfólk heimila geti snúið sér til hennar með mál og hún muni þá kanna þau. „En svæðisskrifstofan er virkilega að taka á þessu máli sem nú kom upp,“ sagði hún. - óká HALLDÓR GUNNARSSON Halldór telur að stórefla þurfi réttindagæslu á sambýlum. SJÁVARÚTVEGUR MET HJÁ ESKJU Mjöl- og lýsis- vinnsla Eskju tók á móti 133 þús- und tonnum af hráefni til vinnslu á fyrri hluta ársins og hefur aldrei tekið á móti jafn miklu hráefni á hálfu ári. LÍTIL SÍLDARVEIÐI Síldarveiðin gengur hægt. Íslensku skipin hafa landað tæplega 23 þúsund tonnum af 158 þúsund tonna heildarkvóta. Erlend skip hafa landað sex þúsund tonnum hér á vertíðinni. 318 ÞÚSUND TONN AF KOLMUNNA Íslensk skip hafa landað tvö þúsund tonnum af kolmunna síðustu daga og er heild- arafli þeirra nú kominn í 227 þús- und tonn. Þegar afli erlendra skipa sem hafa landað hér er talinn með nemur aflinn 318 þúsund tonnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.