Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 06.07.2005, Blaðsíða 62
30 6. júlí 2005 MIÐVIKUDAGUR Gríðarlegur áhugi er hjá íslensk-um karlmönnum á að taka þátt í kvikmyndinni Flags of Our Fathers sem Clint Eastwood leikstýrir. Það verður þó enginn rík- ur á þátttökunni því einungis verða borg- aðar fimm þúsund krónur fyrir tólf tíma vinnu. Um 800 hund- ruð karlmenn á aldrin- um 18-40 ára hafa þó skráð sig og því verður úr vöndu að ráða hjá Eskimo group sem sér um ráðningar á statist- um í myndina. Þó gengur erfiðlega að finna fólk af asískum uppruna en eins og kunnugt er fjallar mynd- in um innrás Bandaríkjamanna á Iwo Jima í Japan. Kvikmyndamiðstöð Íslands birtiá dögunum upplýsingar um hvaða kvikmyndagerðarmenn fengju styrk og vilyrði fyrir styrkjum árin 2005 og 2006. Þar kennir margra grasa og má nefna að Óvinafagnað- ur, kvikmynd úr smiðju Frið- riks Þórs Frið- rikssonar, fær vilyrði fyrir framleiðslu- styrk á þessu ári sem og Good Heart, ný kvikmynd Dags Kára. Farangur, mynd eftir Árna Óla Ásgeirsson, fékk tíu milljóna króna framleiðslu- styrk en það er Pegasus sem sér um framleiðsluna. Þá fékk kvik- myndafyrirtækið Umbi handritastyrk en Einar Kárason vinnur nú að gerð handrits á þeirra vegum eftir sög- unni sinni Stormur. Þá fékk Stefán Máni einnig handritastyrk en hann er að skrifa handrit eftir sögu sinni Svartur á leik. Athygli vekur hins vegar að Kvikyndi, kvik- mynd Ragnars Bragasonar, er hvergi á lista en tökum á henni er nú lokið. Lálárétt: 1 lagleg, 6 tæki, 7 stórfljót, 8 kveinstafir, 9 herma eftir, 10 reið, 12 skordýr, 14 óveður, 15 átt, 16 keyrði, 17 félaga, 18 sýniglugga. Lóðrétt: 1 megn, 2 askur, 3 leikar, 4 kunngjöri, 5 kyrra, 9 herðandi forskeyti, 11 hársveip, 13 jarðveg, 14 blóm, 17 hætta. Lausn. 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 Tilraun til að snara saman stærstu hljómsveit á Íslandi verður gerð í íþróttahúsinu Austurbergi í Breið- holti á fimmtudaginn. Fólk er beðið að mæta klukkan 20 í Austurberg með hljóðfæri sín eða raddir og verður byrjað á því að útskýra hvað muni eiga sér stað. Öll hljóðfæri sem fólk kemur með munu passa inn í fyrirfram ákveðinn hóp. Þátt- takendur þurfa ekki að kunna að lesa nótur. Tónleikar munu svo hefj- ast klukkan 21 og vona skipuleggj- endur tónleikanna, þeir Páll Ivan Pálsson og Guðmundur Steinn Gunnarsson, að sem flestir mæti til að það megi verða að veruleika að búa til stærstu hljómsveit á Íslandi. „Við gerum þetta aðallega til þess að sýna að þetta er hægt hér á Íslandi, það er svo mikið af tónlist- armönnum hér á landi og allir eru svo viljugir til að taka þátt í slíku verkefni. Við viljum undirstrika hversu mikil tónlistarútópía Ísland er og þetta er líka gert til að hvetja fólk til þess að koma og taka þátt í tónlist. Venjulega er fólk alltaf sett í áhorf- endahlutverk og er þetta því skemmtileg tilbreyting,“ segir Páll Ivan Pálsson annar skipuleggjandi tónleikanna. Landskunnir tónlistarmenn á borð við Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Egil Ólafsson, Rúnar Júlíusson, Óskar Guðjónsson og Björn Thoroddsen hafa staðfest þátttöku sína í verkefninu. ■ SNARSVEIT REYKJAVÍKUR Mynd frá Snarsveitaræfingu 17. júní sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem 20 manns voru boðaðir til tónleikahalds. Nú á að bæta um betur. [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á bls. 8 1 3 2 1.058 prósent. Tempel 1. Þórarinn Jón Magnússon. Bandaríski leikarinn Ryan Phillippe mun taka að sér eitt aðalhlutverk- anna í kvikmyndinni Flags of Our Fathers, sem leikstýrt verður af Clint Eastwood, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Phillippe, sem er giftur leikkonunni Reese Wither- spoon, er einn af heitustu ungu leik- urunum í Hollywood. Hann lék í kvikmyndinni Crash sem leikstýrt og skrifað var af Paul Haggis, sem einmitt skrifar handritið að kvik- myndinni Flags of our Fahters. Sú mynd hefur fengið gríðarlega góða dóma en Phillipe leikur þar á móti Don Cheadle og Söndru Bullock. Ferill Phillippe hófst í sápuóper- unni One Life to Live en þar lék hann fyrsta samkynhneigða ung- linginn í sjónvarpi. Hann vakti fyrst athygli þegar hann lék í unglinga- hryllingsmyndinni I Know What You Did Last Summer. Þá lék hann á móti Jennifer Love Hewitt og Söruh Michelle Geller. Síðan þá hefur leið hans legið upp á við. Hann sló svo endanlega í gegn í kvikmyndinni Cruel Intensions, sem byggð var á skáldsögu Choderlos de Laclos. Við gerð þeirrar myndar kynntist hann eiginkonu sinni Reese Witherspoon en hún er ef til vill þekktust fyrir hlutverk sitt sem Elle Woods í Legally Blonde. Reiknað er með að tveir karl- kyns aðalleikara til viðbótar verði ráðnir í aðalhlutverk. Mikil umræða er um hverjir verða næstu tveir á kvikmyndavefum imdb.com. Eitt heitasta nafnið í kringum eitt hlut- verkanna er ungur leikari sem heit- ir Michael Pena, en hann lék bæði í Million Dollar Baby og Crash. Hann gæti verið íslenskum sjónvarps- áhorfendum kunnur en hann hefur leikið í nokkrum þáttum í The Shield sem sýndir eru á Stöð 2. Þá hefur nafn söngvarans Josh Groban einnig heyrst en það verður þó að teljast ólíklegt. freyrgigja@frettabladid.is FLAGS OF OUR FATHERS: STYTTIST Í KOMU EASTWOODS Ryan Phillippe í aðal- hlutverki hjá Eastwood FRÉTTIR AF FÓLKI Mikið hefur áunnist Mér finnst það vera í mikilli framför. Mikið hefur áunnist í uppbyggingu vegakerfisins á síðastliðnum fimmtán árum og sérstaklega er gott hversu mikið hefur verið hugað að umferðaröryggis- málum. Samkvæmt vega- áætlunum eru miklar og stórar framkvæmdir framundan sem við munum sjá verða að veruleika á næstu árum. Málinu sam- kvæmt þurfa þær fram- kvæmdir hins vegar mikinn undirbúning. Það er eitt af því sem hefur breyst í gegnum árin að hver framkvæmd þarf lengri undirbúningstíma. Ekki nógu gott Mér finnst íslenska vegakerfið ekki nógu gott. Það á til að mynda að tvöfalda Reykjanesbrautina, sem stendur að vísu til, en síðan á að vera tvöföldun upp í Hveradali og vesturleiðina að göngum hið minnsta. Það er vonandi að Sunda- brautin bæti þar úr. Í eins öflugu og ríku landi og Ísland er á að vera hægt að sjá til þess að það séu tvö- faldar akreinar út úr borginni, það myndi minnka slysahættu til muna. Innanbæjar finnst mér tvímælalaust að það eigi að gera brú eða göng frá Álftanesi að Suð- urgötu. Þar með yrði tappað af mjög stórum hluta um- ferðaþungans til og frá Reykjvík. Það er samt augljós- lega eitthvert átak í gangi í sumar um að breikka götur borgarinnar og það finnst mér jákvætt. Háð pólitískum duttlungum Ansi gengur það hægt er það fyrsta sem kemur upp í hugann. Sérstak- lega eftir að hafa verið í Færeyjum í þægindum hins danska vegakerfis. hver göngin á fætur öðrum eru opnuð og malbikað út í ystu af- kima. En þetta er gjald sjálfstæðis er manni sagt. Við höfum víst ekki efni á meiru. Annað sem ég held að hái íslensku vegakerfi er hvað þetta er háð pólitískum duttlung- um. Það hrannast upp umferðahnútarnir í Reykjavík á meðan aðalumræðan er að gera göng milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar og maður spyr sig hvort það sé af pólitískum eða praktískum ástæðum. En þetta er eins og með allt annað á Íslandi, ef maður þekkir mann sem þekkir mann sem er í réttum stjórnmála- flokki þá fær maður úthlutað til vegagerðar og það er greinilega ekki Reykjavíkurborg um þessar mundir. HVAÐ FINNST ÞÉR UM ÍSLENSKA VEGAKERFIÐ? 3 SPURÐIR Arnbjörg Sveins- dóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins. Hlynur Sigurðs- son, umsjónar- maður sjón- varpsþáttarins Þak yfir höfuðið Björk Jakobs- dóttir leikkona. ...fá Dave Grohl og félagar í Foo Fighters fyrir frábæra tónleika í Egilshöll í gær og einnig fyrir tón- leika á Draugabarnum á Stokks- eyri í fyrradag. HRÓSIÐ MICHAEL PENA Lék í kvikmyndinni Million Dollar Baby eftir Eastwood og Crash eftir Paul Haggis sem gerir handritið að Flags of Our Fathers. Hann telst því lík- legur kandídat. PHILLIPPE OG WITHERSPOON Parið unga er meðal þeirra heitustu í Hollywood en Phillippe er væntanlega á leiðinni til Íslands til þess að leika í Flags of Our Fathers. Lárétt:1snotur, 6tól,7pó,8æi,9apa, 10ill,12lýs,14rok,15sa,16ók,17vin, 18skjá. Lóðrétt:1stæk,2nói,3ol,4upplýsi,5 róa,9all,11lokk,13sand,14rós,17vá. G O T T F Ó LK M cC A N N Stærsta hljómsveit á Íslandi? GLÆNÝR VILLTUR LAX Stór humar - medium humar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.