Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 35

Fréttablaðið - 06.07.2005, Side 35
Bandaríkjamenn hyggjast ekki láta óháðum aðilum eftir að stýra um- ferð um netið eins og þeir höfðu áður lofað. Japanskir ráðamenn segja ákvörðunina líklega til að valda miklum deilum. Bandaríkjamenn hafa frá upphafi stjórnað svokölluðum „rótar- þjónum“, sem eru þrettán ofurtölvur sem sjá um að umferð á inter- netinu gangi vel fyrir sig með því að senda fyrirmæli til netþjóna og tölvupóstþjóna. „Það er fáránlegt að stjórn umferðar á netinu sé í höndum eins rík- is þegar fyrirbærið er orðið jafn alþjóðlegt og raun ber vitni. Þeir eru að ganga á bak orða sinna,“ sagði Masashiko Fujimoto, háttsettur embættismaður hjá japanska Samskiptaráðuneytinu. Bandaríkjamenn hafa frá upphafi haft umsjón með ofur- tölvunum þrettán og réttlætt hana með því að þeir hafi lagt mest fé til þróunar internetsins. Margir vilja láta stjórnina í hendur stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna. -jsk MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 6. JÚLÍ 2005 13 NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI Sérðu stundum ekki skóginn fyrir trjánum? Hafðu samband við fyrirtækjaráðgjöf Og Vodafone í síma 599 9500 eða sendu tölvupóst á 5999500@ogvodafone.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 87 27 06 /2 00 5 Vísindamenn telja að gangráður sem komið er fyr- ir í brjósti sjúklings geti læknað þunglyndi. Tækn- in, sem einnig hefur reynst Parkinson-sjúklingum vel, örvar heilastarfsemina með því að senda raf- strauma til heilans eftir þar til gerðum leiðslum. Breskir taugasérfræðingar hyggjast notfæra sér þessa nýju tækni eftir að prófanir í Bandaríkjunum gáfu góða raun. Tæknin byggir á tilraunum bandaríska vísindamannsins Helen Meyberg sem græddi gangráð á stærð við eldspýtu- stokk í brjóst fjögurra sjúklinga og sendi rafstrauma til heilans eftir örsmáum vír- um sem græddir voru í háls sjúklinganna. Ári seinna sögðu allir sjúklingarnir líðan sína betri og að engar aukaverkanir hefðu fylgt aðgerð- inni. Mayberg segir uppfinninguna byltingar- kennda en að ígræðsla gangráðs sé algert ör- væntingarúrræði: „Meðferðin er ætluð þeim allra veikustu. Tíu prósent fólks stríðir við al- varlegt þunglyndi einhvern tíma á ævinni. Hefðbundin meðferð hjálpar ekki tíu prósent þeirra. Gangráðurinn er ætlaður þeim“. -jsk Einn af hverjum þremur geisla- diskum sem seljast í heiminum er ólöglegt eintak, kom fram á ársfundi Alþjóðasamtaka tónlist- arframleiðenda (IFPI) sem hald- inn var í Madrid á dögunum. Velta ólöglegrar sölu geisla- diska á heimsvísu var á síðasta ári um 300 milljarðar króna. Segja forsvarsmenn samtakanna hagnað af sölunni notaðan til að fjármagna skipulagða glæpa- starfsemi. Verst er vandamálið í Kína, þar sem 85 prósent seldra hljóm- platna eru ólögleg, í Brasilíu og á Indlandi: ,,Við þurfum að fá ríkis- stjórnir til að samhæfa aðgerðir sínar og koma tónlistariðnaðin- um til bjargar“, sagði John Kenn- edy forseti IFPI. 1,2 milljarður ólöglegra geisladiska voru seldir árið 2004 og er það 34 prósent heildarsölu. Fundur IFPI er venjulega haldinn í London en í ár var ákveðið að halda hann í Madrid til að undirstrika hversu slæmur vandinn er á Spáni: ,,Við áttum okkur alveg á því hvað ólögleg sala geisladiska er að gera spæn- sku tónlistarlífi. Það mun alger- lega lognast út af ef fram heldur sem horfir“, sagði Kennedy. -jsk Á NETINU Skyldi þessi kona vita að Bandaríkja- menn gegna hlutverki umferðarlöggu á internetinu? Gangráður læknar þunglyndi Bandarískur vísindamaður hefur fundið upp gangráð sem græddur er í brjóst sjúklinga og sagður lækna þunglyndi með því að senda rafstrauma til heilans. HEFÐBUNDINN GANGRÁÐUR Dr. Sung Lee græddi hjartagangráð í Dick Cheney varaforseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó væntanlega ekki enn þá handfjatlað heila- gangráðinn sem vísindamenn segja lækna þunglyndi. Apple hefur í hyggju að ritskoða alla podcast-þætti sem settir verða inn á tónlistarforritið Itu- nes. Nýjasta útgáfa forritsins mun innihalda búnað til að hala niður slíka þætti en þeir fara nú sem eldur í sinu um internetið. Podcasts eru stafrænir út- varpsþættir sem nánast hver sem er getur tekið upp, aðeins þarf til tölvu, internettengingu og hljóðnema. Apple hyggst halda 3 þúsund þátta gagnagrunn og getur hver sem er sent inn þátt en fyrirtæk- ið mun svo ákveða hvaða þættir komast inn á hinn endanlega lista. ,,Nú komast stafrænar út- varpssendingar á næsta stig“, sagði Stan Ng markaðsstjóri Apple Ipod og bætti við: ,,Með þessu erum við að auðvelda fólki að hala niður, hlusta á og koma skipulagi á safn sitt af slíkum þáttum“. Ng sagði Apple ekki hafa í hyggju að selja þættina og að ekki væri um beina ritskoðun að ræða: ,,Við erum ekki að skerða tjáningafrelsi fólks, aðeins að sjá til þess að höfundarréttarlög séu ekki brotin og að óæskilegt efni komist ekki í fjöldadreif- ingu“. -jsk Apple ritskoðar podcasts Apple hyggst halda 3 þúsund þátta gagnagrunn af stafrænum útvarpsþáttum. Fyrirtækið mun skoða hvern einasta þátt sem settur verður inn á Itunes. IPOD SHUFFLE Apple hyggst gera notendum Itunes forritsins kleift að hala niður staf- rænum útvarps- þáttum. Segir talsmaður fyrir- tækisins að með þessu sé verið færa útgáfu slíkra þátta á næsta stig. Þriðjungur ólöglegur Stjórna áfram ofurtölvum Ó LÖ G L EGT Kona grúskar í geisladiskum hjá götusala í Peking. Í Kína eru 85 pró- sent allra g e i s l a d i s k a sem seljast ólöglegir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.