Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 1
Persónuleikaraskanir Njálu
Jon Geir Høyersten
hefur rannsakað
geðheilsu Íslendinga
fyrr á tímum og
komist að ýmsu
fróðlegu um persón-
ur Njálu og persónu-
leikaraskanir þeirra.
ÍSLENDINGASÖGUR 28
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000
+13
+9
+9
+11
Hæg norðaustlæg átt
HÆGLÆTISVEÐUR Í DAG OG
BJART SYÐRA en bætir í vind í nótt og
fer að rigna í fyrramálið, með strekk-
ingsvindi vestanlands en heldur hægari
eystra. VEÐUR 4
LAUGARDAGUR
13. ágúst 2005 - 216. tölublað – 5. árgangur
Ætla sér sigur á HM
Íslenska landsliðið í handknattleik
karla, skipað leikmönnum 21 árs og
yngri, stefnir á sigur á HM í Ungverja-
landi sem hefst á þriðjudaginn.
Þjálfarar og leikmenn
liðsins segja liðinu allir
vegir færir og að liðið
hafi klárlega getu til
þess að standa
uppi sem
sigurvegari
á mótinu.
Með kennaraprik á lofti
Gamli barnaskóla-
kennarinn Benedikt
Sigurðsson er
sagður heiðarleg-
ur, stefnufastur og
fylginn sér en
fylgist kannski full
vel með undir-
mönnum sínum.
MAÐUR VIKUNNAR 16
ÓLAFUR ELÍASSON
Í MIÐJU BLAÐSINS
● bílar ● ferðir
▲
Nýtt kortatímabil
Opið 10-18 í dag
Hannar fyrir
BMW
Tekur upp Flags
of Our Father
ÓLAFUR GUÐNASON
▲
FÓLK 46
GAMAN AÐ SJÁ HVERNIG EASTWOOD VINNUR
Fílefld í sporum
valkyrjunnar
CAROLINE DALTON
▲
MENNING 38
GÓÐ ÁHRIF Á MIG AÐ LEIKA STERKA KVENPERSÓNU
Segja ekkert hlusta› á
sk‡ringar sakborninga
Fréttabla›i› birtir í dag ákærur í Baugsmálinu í 40 li›um ásamt athugasemdum sakborninga. Jón Ásgeir
Jóhannesson og Jóhannes Jónsson segja a› málatilbúna›urinn eigi sér pólitískar rætur eins og fram
kemur í ítarlegum vi›tölum vi› flá bá›a.
BAUGSMÁLIÐ Sakborningum í Baugs-
málinu, einkum Jóni Ásgeir Jó-
hannessyni, Jóhannesi Jónssyni og
Tryggva Jónssyni, er gefið að sök
fjárdráttur og umboðssvik auk
þess sem þeir eru taldir brotlegir
við lög um hlutafélög, bókhald,
tolla og skatta. Brotin sem tengjast
viðskiptum við Jón Gerald Sullen-
berger og félagið Nordica teljast
fjárdráttur í ákærunum en alvar-
leg brot af slíkum toga ásamt al-
varlegum umboðssvikum geta
varðað allt að sex ára fangelsi.
Jóni Ásgeiri, Jóhannesi og
Tryggva er einnig gefið að sök að
hafa misnotað aðstöðu sína hjá
Baugi. Stærstu kærurnar um slík
umboðssvik lúta að viðskiptum
milli annars vegar Baugs og
Gaums með Vöruveltuna – sem átti
10- 11 búðirnar – og hins vegar með
hlutabréf í bresku verslunarkeðj-
unni Arcadia.
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, segir öll viðskipti
milli Gaums, eignarhaldsfélags
fjölskyldunnar, og Baugs hafa ver-
ið þannig að Baugur hafi alltaf
hagnast. „Við erum ekki að tala um
hundruð milljóna, við erum að tala
um milljarða. Enda hefur hvorki
stjórn Baugs, endurskoðendur né
hluthafar kvartað né gert athuga-
semdir við viðskiptin.“
Fjömargir ákæruliðir tengjast
viðskiptum, viðskiptareikningum
og lánum milli Baugs og Jóns Ás-
geirs auk persónulegra útgjalda
hans og Tryggva Jónssonar. Jón Ás-
geir segist saklaus og staðan á við-
skiptareikningum hans gagnvart fé-
laginu ævinlega verið Baugi í hag.
Engu hafi verið stolið og enginn orð-
ið fyrir tjóni af hans völdum.
Jón Ásgeir og faðir hans Jóhann-
es Jónsson telja Ríkislögreglustjóra
hafa farið offari í rannsókn málsins
og ekki tekið neitt tillit til skýringa
sakborninga í málinu. Skoðanir
Davíðs Oddssonar, fyrrverandi for-
sætisráðherra, á forsvarsmönnum
fyrirtækisins hafi skapað andrúm
sem hafi ráðið miklu um hvernig að
rannsókn var staðið.
Fréttablaðið birtir í dag ákær-
urnar í Baugsmálinu ásamt athuga-
semdum sakborninga. Jafnframt
eru í blaðinu ítarleg viðtöl við Jón
Ásgeir og Jóhannes þar sem þeir
greina frá sjónarmiðum sínum í
Baugsmálinu.
- jh / hh
Sjá miðju blaðsins
ÍÞRÓTTIR 34
BÆNAHALD Í ÁRMÚLA Rúmlega þrjátíu trúbræður leggjast á bæn í bænahúsi múslima í Ármúla. „Við erum ekki í neinu trúboði,“ segir
Salmann Tamimi. „Reyndar lítum við á það sem hlutverk okkar að upplýsa Íslendinga um íslam en hver og einn verður svo að gera það
sem hugur og hjarta segir honum. Um það bil hundrað Íslendingar hafa gerst múslimar og þeim fer fjölgandi.“
Félag múslima:
Fjölmenni vi›
bænahald
FJÖLMENNING Öflugt félag músl-
ima er starfrækt hér á landi
með um það bil 350 skráða með-
limi. Formaður þess Salmann
Tamimi telur að tæplega þúsund
múslimar séu búsettir hér á
landi og þeim fari fjölgandi.
Þeim Íslendingum fer einnig
fjölgandi sem láta af kristinni
trú og taka við þeirri íslömsku í
staðinn.
Á hverjum föstudegi koma
trúbræður saman í bænahúsi fé-
lagsins í Ármúlanum þar sem
þeir leggjast á bæn og skrafa
saman.
Þótt víða um Evrópu hafi
komið til togstreitu og átaka
vegna sambýlis kristinna og
múslima bera múslimar sem hér
búa Íslendingum vel söguna og
segja þá ekki fordómafulla í
sinn garð. - jse/ sjá síðu 22
SRÍ LANKA, AP Friðarhorfur á Srí
Lanka versnuðu enn þegar Laks-
hman Kadirgamar utanríkisráð-
herra var ráðinn af dögum í gær.
Kadirgamar var skotinn til bana
af leyniskyttum skömmu eftir að
hann steig upp úr sundlaug við
heimili sitt. Tvö skot hæfðu
hann, annað í höfuðið og hitt í
hjartað.
Kadirgamar sem var náinn
samstarfsmaður Chandrika Kum-
aratunga var mjög gagnrýninn á
Tamíl-Tígra og barðist fyrir því að
samtökin yrðu bönnuð á heims-
vísu sem hryðjuverkasamtök,
sjálfur var Kadirgamar Tamíli.
Talsmenn hersins telja Tamíl-
Tígra hafa staðið að morðinu.
Hagrup Haukland, sem hefur
unnið að friðarmálum á Srí
Lanka fyrir norsk stjórnvöld,
sagði morðið mikið áfall fyrir
friðarferlið í landinu óháð því
hver stæði á bak við það. Hann
sagði of snemmt að spá því að
borgarastríð brytist út á ný. Kofi
Annan, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, fordæmdi
morðið það glæpsamlegt athæfi.
Friðarhlé komst á í landinu árið
2002 fyrir milligöngu Norðmanna.
Síðasta árið hefur ofbeldisverkum
fjölgað eftir klofning í röðum
Tamíl-Tígra. 65 þúsund manns
létu lífið í tveggja áratuga löngu
borgarastríði. - bþg
Hætta á nýju borgarastríði eykst á Srí Lanka:
Utanríkisrá›herrann rá›inn af dögum
VEÐRIÐ Í DAG
MIKIL ÖRYGGISGÆSLA Fjöldi hermanna tók sér stöðu við sjúkrahúsið sem Kadirgamar
var fluttur á. Kumaratunga forseti vitjaði hans þar.