Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 16

Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 16
Kópavogsbær hefur nýverið út- hlutað um 200 lóðum í Þinga- hverfi, en það er hluti af svæðinu á Vatnsenda, uppi við Elliðavatn. Þessar úthlutanir hafa verið nokkuð til umræðu, og meðal annars verið bent á að margir „áberandi“ og „vel megandi“ ein- staklingar hafi fengið þar lóðir, en einnig að fólk með góð tengsl inn í bæjarkerfið hafi fengið þarna lóðir, umfram aðra. Eins og gefur að skilja verja forráða- menn bæjarins þessa úthlutun, og vísa í að farið hafi verið eftir þeim reglum sem bærinn hafi sett sér. Þetta kann að vera rétt svo langt sem það nær, en gallinn er sá að reglurnar sem farið er eftir eru engan veginn nógu gagnsæjar. Í rauninni er hægt að lesa út úr reglunum að það sé al- gerlega undir geðþótta bæjar- ráðsmanna komið hverjir fái lóð- ir á hverjum tíma. Hvort sem það er þannig eða ekki að bæjar- ráðsmenn hafi hjálpað einhverj- um að fá lóðir eða „togað í spotta“ þá er það algerlega óá- sættanlegt að reglurnar séu svo loðnar og auðsveigjanlegar að slíkur kvittur komi upp. Því mið- ur er þetta ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist, og ekki það síðasta, verði reglunum ekki breytt. Bæj- arbúar og aðrir umsækjendur verða að geta trúað því að allir sitji við sama borð þegar að út- hlutun kemur. Það er algerlega óþolandi að gæðum eins og lóð- um, sé úthlutað eftir fyrirkomu- lagi sem er jafn loðið og raun ber vitni. Það er jafnframt algerlega óviðunandi að þeir einstaklingar sem fá úthlutað lóðum þurfi í kjölfarið að sitja undir ásökun- um í fjölmiðlum um að hafa not- ið einhvers forgangs. Til lengdar er slíkt orðspor slæmt til af- spurnar fyrir bæinn og getur jafnvel fælt umsækjendur frá því að sækja um. Nokkrar leiðir hafa verið reyndar í sveitarfélögunum í næsta nágrenni Kópavogs. Happdrætti sem allir geta tekið þátt í er ein leið til jafnræðis, en verð lóðanna verður þá að vera sem næst markaðsverði á svæð- inu, að öðrum kosti aukast líkur á því að fólk sæki um til þess eins að leysa inn hagnað við sölu lóð- arinnar. Uppboð hafa verið reynd, en eru ósanngjörn að því leyti að þau útiloka í raun aðra en þá sem hafa tekjur í hærri kantinum eða aðgang að fjár- magni. Á móti má segja að sveit- arfélagið getur þá notað það fé sem fæst umfram útlagðann kostnað til þess að bæta félags- lega þjónustu og bæta aðstöðu þeirra sem ekki geta boðið í lóð- ir. Einnig hefur verið notað punktakerfi þar sem fyrir fram er ákveðið að menn fái punkta fyrir ákveðna þætti, s.s. búsetu, fyrri umsóknir, fjölskyldustærð o.s.fr.v. Enn ein leið væri fær, en hún væri sambland af einföldu punktakerfi (t.a.m. kerfi sem tæki tillit til 3ja til 4ra þátta), og útdrætti. Þannig mætti nota punktakerfið til þess að minnka þann hóp sem eftir væri til út- dráttar þegar fleiri sækja um heldur en lóðir eru í boði. Hvaða kerfi sem er valið, verður að vera hægt að treysta því að menn fái ekki úthlutað gæðum á vegum bæjarins í krafti nafns síns eða stöðu, og þeir sem fá úthlutun að geta treyst því að úthlutun þeim til handa verði ekki gerð tortryggi- leg vegna óvandaðra vinnu- bragða bæjaryfirvalda. Höfundur er formaður bæjar- málaráðs Vinstri grænna í Kópa- vogi. 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Ætlar að hækka um 15 cm Árdísi leiðist að vera dvergur DAGBLAÐIÐ VÍSIR 181. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 Helgarblað LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2005 Bls. 31 Bls. 52-53 Bls. 42 Bls. 39 & Konurnar í lífi Clints ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR Arnar Gauti Heiðrún Fitness-drottning: Ástfangin og til í slaginn Jón Ásgeir í breskum fjölmiðlumÁkærður fyrir að kaupa sér pylsu, Big Mac og Dolce Gabbana Bls. 28-29 Bls. 8 Kemur í stað Völu Matt SJÁLFSTÆÐengum háð SKILNAÐUR SKEKUR SAUTJÁN-VELDIÐSTARFSFÓLKIÐ VILL KAUPA nældi í ofurfyrirsætu Svava í 17 Bls. 18–20 Sa m se tt m yn d Helgarbla› Hefurflúsé› DV í dag Ætlar að hækka um 15 cm Árdísi leiðist að vera dvergur DAGBLAÐIÐ VÍSIR 181. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295 elgarblað LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 2005 Bls. 31 Bls. 52-53 Bls. 42 Bls. 39 Konurnar í lífi Clints ELMA LÍSA GUNNARSDÓTTIR Arnar Gauti Heiðrún Fitness-drottning: Ástfangin og til í slaginn Jón Ásgeir í breskum fjölmiðlumÁkærður fyrir að kaupa sér pylsu, Big Mac og Dolce Gabbana Bls. 28-29 Bls. 8 Kemur í stað Völu Matt SJÁLFSTÆÐengum háð SKILNAÐUR SKEKUR SAUTJÁN-VELDIÐST FSF L I VILL AR Ó K Ð KAUPA l i í f f i t í d o ur yr rs u Bls. 18–20 Sa m se tt m yn d Skilnaður skekur Sautján veldið Starfs- fólkið vill kaupa „Blessuð sértu sveitin mín“ hljómar nú á ólíklegustu stöðum á Akureyri. Hvarvetna þar sem Benedikt Sigurðarson, stjórnar- formaður KEA, sést á ferð má heyra þetta þekkta lag. Ástæðan er sú að nefndur Benedikt er með lagið sem hringitón í gemsanum sínum, og þessa dagana eiga margir erindi við hann og far- síminn hringir ótt og títt. Sennilega aldrei verið fleiri, og það er líka ástæðan fyrir því að Benedikt er „maður vikunnar“ að þessu sinni. Benedikt komst í frétt- irnar, þegar hann greindi frá því að Andri Teitsson, f r a m k v æ m d a s t j ó r i KEA, hefði fallist á að láta af störfum hjá fé- laginu (NB:KEA er ekki kaupfélag eins og í gamla daga heldur fjárfestingarfélag) í stað þess að taka níu mánaða fæðingarorlof eins og hann á rétt á lögum samkvæmt, en Andri og kona hans eignuðust nýlega tví- bura. Þetta vakti mikið uppnám og hneykslan, því gagnvart fæðingaror- lofi eiga víst allir að vera jafnir, og skiptir þá engu máli þótt forstjóri með milljón á mánuði eða tvær eigi í hlut og almannasjóðir þurfi að greiða laun hans að stórum hluta í orlofinu. Svo liðu nokkrir dagar með reiðum álits- gjöfum, og þá kom allt í einu sú frétt að í rauninni hefði fram- kvæmdastjóranum ekki verið sagt upp vegna fæðingarorlofsins heldur af því að hann hefði ekki staðið sig nógu vel og ruglað sam- an eigin hagsmunum og KEA í einhverjum fjárfestingum. Þessu hefur svo aftur verið mótmælt og vita menn nú ekki lengur hvað er rétt og hvað er rangt í þessu ein- kennilega máli. Eftir stendur að Benedikt þykir hafa haldið klaufalega á sín- um hlut og KEA fengið vonda pressu. En klaufaskapur er þó engan veginn einkenni hans að sögn Akureyringa sem til hans þekkja. Um Benedikt, sem yfir- leitt er bara kallaður Bensi, er það að segja að hann er gamall barna- kennari. Eftir kennaranám og framhaldsnám í Kanada var hann í nokkur ár skólastjóri Barnaskóla Akureyrar, en er núna aðjunkt við kennaradeild og viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er sveitapiltur að upplagi, ættaður frá Grænavatni í Mývatnssveit, bróðir annars nafnkunns manns á Akureyri, Erlings Sigurðarsonar. Benedikt fær þá umsögn hjá bæj- arbúum sem þekkja til að hann sé heiðarlegur, stefnufastur, fylginn sér. Sem stjórnandi þykir hann fylgja vel eftir þeim málum sem hann tekur að sér, jafnvel svo að heyrst hefur kvörtun um að hann sé farinn að anda ofan í háls- málið á undirmönnum sín- um. Barnakennarinn er ríkur í honum. Kennara- prikið aldrei langt und- an. Hann þykir snöggur upp á lagið og sagt er að það geti stormað í kringum hann, en kost- urinn sé sá að hann taki yfirleitt vel rökum og reiðin renni fljótt af honum. Hann er sagður stjórnsamur, en sækist ekki eftir völdum. Hann vilji frekar koma mál- um fram, heldur en að drottna yfir rekstri og framkvæmdum. Benedikt er formað- ur Sundsambands Ís- lands, en hefur þó ekki sjálfur safnað verðlauna- gripum, heldur eru það kona hans, Helga Sigurðardóttir, og dæturnar, Þorgerður líf- fræðingur og Sigrún menntaskólanemi, sem all- ar hafa staðið sig vel í þeirri íþrótt. Sigrún er í unglinga- landsliðinu. Benedikt stendur frekar á laugarbakkanum og hrópar hvatningarorðin. Hann stundar hestamennsku og á nokkra hesta. Heyrist hann gjarnan taka lagið þegar riðið er um nærsveitir Akureyrar, enda góður söngmaður og fyrrum fé- lagi í Kirkjukór Akureyrarkirkju. Ekki er líklegt að Andramálið hafi áhrif á stöðu Benedikts hjá KEA. Fleiri en hann í stjórn fé- lagsins voru ósáttir við fram- kvæmdastjórann fyrrverandi. Þegar fjölmiðlafárinu út af fæð- ingarorlofinu linnir snúa KEA- menn sér að því aftur að efla norðlenska byggð, enda kjörorð þeirra „Blessuð sértu sveitin mín“. ■ MAÐUR VIKUNNAR Me› kennaraprik á lofti BENEDIKT SIGURÐARSON STJÓRNARFORMAÐUR KEA TE IK N IN G : H EL G I S IG U RÐ SS O N – H U G VE R K A. IS Ló›aúthlutanir í Kópavogi fia› er algerlega óflolandi a› gæ›- um eins og ló›um, sé úthluta› eft- ir fyrirkomulagi sem er jafn lo›i› og raun ber vitni. fia› er jafn- framt algerlega óvi›unandi a› fleir einstaklingar sem fá úthluta› ló›um flurfi í kjölfari› a› sitja undir ásökunum í fjölmi›lum um a› hafa noti› einhvers forgangs. ÓLAFUR ÞÓR GUNNARSSON SKRIFA UM LÓÐAMÁL

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.