Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 24
24 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR Lágmark að vera í leðurbuxum Björgvin Franz Gíslason og félag- ar hans í The Doors tribute band ætla að halda tvenna tónleika á Gauki á stöng dagana 17. og 18. ágúst. Mikil stemning hefur myndast í kringum hljómsveitina og engin lát virðast vera á vin- sældum hennar. „Já, þetta verður bara vinsælla og vinsælla,“ segir Björgvin. „Við erum auðvitað öðruvísi en hin hefðbundnu bönd því við erum ekki að kynna nýtt efni heldur flytja gamla og góða klassíkera. Það er bara stappfullt á öllum tónleikum hjá okkur og frábær stemning.“ Níðþröngar leðurbuxur The Doors tribute band kom fram á Akureyri um verslunarmanna- helgina og nú er komið að borgar- búum að fá að njóta tónlistarinn- ar. „Við stefnum alltaf að því að skipta út lögum og koma með eitt- hvað „nýtt“ sem við höfum ekki spilað áður. Við tökum líka tillit til þess sem fólk biður um og höldum öllu opnu því það er af svo mörg- um góðum lögum að taka.“ Björgvin Franz þykir gletti- lega líkur Jim Morrison á sviðinu en hann segist ekki vera að reyna að leika hann. „Ég er bara Björg- vin að sýna tónlistinni og flytjand- anum virðingarvott. En alveg eins og prestur fer í hempu þegar hann messar, þá fer maður í leðurbuxur og er með sítt hár þegar maður syngur Jim Morrison. Við erum ekki viljandi að klæða okkur eins og þeir heldur erum við bara að fylgja stemningunni og fyrst og fremst að gera músikinni hátt undir höfði.“ Leðurbuxurnar sem Björgvin klæðist á tónleikunum hafa vakið þónokkra athygli en hann er nýbú- inn að láta þrengja þær. „Þegar ég byrjaði í bandinu var ég að lyfta eins og brjálæðingur og borðaði bæði skyr og fæðubótarefni. Ég var með alveg ótrúlega góðan einkaþjálfara og hef aldrei þyngst jafn mikið. Svo hætti ég að vera í svona miklu líkamsræktarstuði og þá fór ég að grennast. Ég vildi ómögulega að buxurnar yrðu hólkvíðar svo ég fór og lét þrengja þær um daginn. Nú eru þær alveg níðþröngar, svipaðar þeim sem Bubbi var í á sínum tíma í Utangarðsmönnum eða Egó.“ Úr Benedikt Búálfi í Jim Morrison Björgvin segir að ekki hafi allir haft trú á því að Doors-uppátækið myndi heppnast og margir efast um að „Benedikt Búálfur“ gæti passað í þetta hlutverk. „Mér finnst mjög ánægjulegt að heyra frá þessu fólki núna þegar það segir mér að tónleikarnir hafi komið því skemmtilega óvart og hvað þetta hefur almennt gengið vel,“ segir hann. „Strákarnir í hljómsveitinni flytja lögin alveg ógeðslega vel því þeir eru algjörir snillingar. Þeir ganga svo sannar- lega alla leið. Svo dugar auðvitað ekki að vera bara með gott band því áhorfendurnir hafa verið al- veg frábærir og þegar við erum uppi á sviði líður okkur eins og við séum komnir í partí með öllum okkar bestu vinum,“ segir hinn geðþekki og orkumikli söngvari sem hvetur alla til þess að mæta á Gaukinn í næstu viku. soleyk@frettabladid.is BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON Björgvin segir að þeir tónleikahaldarar sem hljómsveitin hafi unnið með séu til mikils sóma og hafi hlúð vel að hljómsveitinni. „Sigurður Hólm og félagar á Gauknum eru búnir að vera alveg frábærir og fólkið sem sér um Sjallann líka. Þau eiga öll heiður skilinn því svona gott samstarf er ekki sjálfgefið.“ Sæskrímsli gle›ja grænlensk börn „Ég laumaði því að Hrafni Jök- ulssyni með mikilli lævísi að það væri mjög mikilvægt að ég væri með sýningu í Tasiilaq á meðan skákhátíð Hróksins stæði yfir,“ segir mynlistar- konan Hulda Hákon, sem sýnir verk sín í samkomuhúsinu í Tasiilaq á Grænlandi þar sem Hrókurinn heldur nú áfram landnámi skákarinnar á Austur- Grænlandi. „Hrafn beit sem bet- ur fer á agnið,“ segir Hulda en hana hefur lengi langað til þess að sækja Grænlendinga heim. „Mér þykir mjög vænt um að fá þetta tækifæri og sem Íslend- ingur finnst mér það eiginlega skammarlegt að ég hafi ekki komið hingað miklu fyrr. Þetta eru nú einu sinni okkar næstu nágrannar og þótt ég segi sjálf frá finnst mér þessar myndir passa mjög vel inn í þetta ís- lensk-grænlenska samhengi.“ Verkin sem Hulda kýs að sýna á Grænlandi eru myndir af sæskrímslum sem eiga sér fyr- irmyndir í gömlu Íslandskorti. „Ég hef sýnt þessi skrímsli víða áður og margir kannast sjálf- sagt við þau. Þau eru til dæmis sýnd á Akureyri um þessar mundir. Myndirnar eru gerðar eftir teikningum á korti eftir hollenskan listamann sem myndskreytti landakort á 17. öld. Þetta gamla kort sem ég studdist við er eignað Guð- brandi Þorlákssyni og þetta eru nákvæmar eftirmyndir af teikn- ingunum á því.“ Hulda gerði myndirnar árið 2000 og segir þær hafa verið persónulega gjöf til sjálfrar sín. „Við eigum svo lítið af gamalli íslenskri myndlist og með því að gera nákvæmar eftirlíkingar af gömlum fyrirmyndum fannst mér ég vera að draga eitthvað sem mér þykir vænt um úr menningu okkar í fortíðinni inn í nútímann. Það eru líka fleiri skrímsli á þessu gamla Íslands- korti en gengur og gerist á öðr- um kortum frá sama tíma þannig að sennilega hafa norð- urhöfin verið dularfull og hættuleg í augum Evrópubúa.“ Hulda er ánægð með athygl- ina sem verkin hafa fengið hjá heimamönnum. „Þar sem sýn- ingin er haldin að mínu frum- kvæði gleður það mig að þau skuli falla í góðan jarðveg hérna. Grænlensku krakkarnir eru mikið að skoða þetta og kannski eigum við þarna ein- hvern sameiginlegan bakgrunn þar sem þetta eru fyrirbæri sem búa í sjónum.“ Krakkarnir eru mjög upprifnir yfir myndunum og horfa andaktug á skrímslin og stelast stundum til að snerta þau. „Ég er nú ekki mikið fyrir það að fullorðið fólk í Reykjavík sé að pota í verkin mín en þau þola alveg snertingu og það er allt annað þegar lítil börn á Grænlandi eru að pota. Mér þykir bara vænt um það.“ thorarinn@frettabladid.is HULDA HÁKON Myndlistarkonan hefur sérstaklega gaman að því hversu mikinn áhuga grænlensku börnin sýna myndlist hennar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.