Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 26

Fréttablaðið - 13.08.2005, Side 26
Farsímar Mikilvægt er að hafa slökkt á farsímum við flugtak og lendingu því farsím- ar og annar rafeindabúnaður geta auðveldlega truflað stjórntæki vélarinn- ar. Best er að hafa slökkt á símanum þar til komið er út úr vélinni.[ ] Á kláfi í náttúruperluna Kringilsárrana Sigurpáll í kláfnum, ásamt Sæunni, 8 ára dóttur sinni, og öðrum ferðalangi. Nýlega var settur upp kláfur við Kringilsá, sem fellur í Jök- ulsá á Dal. Hann auðveldar aðgengi að hinum magnaða Kringilsrárrana. Fyrirtækið Augnablik stendur fyrir fjög- urra daga trússferðum þang- að og Sigurpáll Ingibergsson fór í eina slíka. „Þetta er eins og að taka að minnsta kosti tvær einingar í nátt- úrufræði á einu bretti því þarna mætist svo margt,“ segir Sigur- páll þegar hann er beðinn að lýsa í fáum orðum Kringilsárrana, sem er náttúruperla við norðanverðan Vatnajökul. Hann nefnir þrjú at- riði sem hann segir einstök. Stefnumót við hreindýrahjarðir, Hraukana sem urðu til við fram- skrið Brúarjökuls um 1890 og set- lögin sem sumir kalla handritin. „Svo hefur maður allan Vatnajök- ul í bakgrunni frá Grendli til Kverkfjalla og Snæfellið í ná- grenninu,“ bendir hann á. Sigurpáll var í 36 manna hópi fólks á öllum aldri og enginn þurfti að bera annað en nesti og föt til dagsins. Fólk var vakið með ljúfum söng og Augnablik lagði til allan mat. „Fyrsta dag var gengið upp með Jökulsá í Fljótsdal en þar eru fimmtán fossar sem verða þurrkaðir upp að minnsta kosti part úr árinu þegar búið verður að virkja. „Dagurinn var svolítið stífur en það var frábært veður. Þegar við komum undir Snæfellið var þar þó hávaðarok því þar myndast oft staðbundnar lægðir,“ lýsir Sigurpáll og heldur áfram. „Á öðrum degi var gengið með- fram Jökulsá á Brú og upp með Kringilsá að Töfrafossi, þar sem tjaldað var til tveggja nátta. Þriðja daginn var farið yfir Kringilsá í þessum frábæra kláfi sem nýlega var settur upp af fé- lagi um verndun hálendis Austur- lands. Þetta er traust mannvirki og það höfðu allir voða gaman af þessu. Svolítið eins og að fara í rússibana því það er mikill kraft- ur í ánni. Í Kringilsárrana rák- umst við á stóra hjörð hreindýra og gátum komist nærri þeim en síðan skokkuðu þau bak við hæð. Þó sáum við í hornin á þeim en þau áttuðu sig ekki á því.“ Sigur- páll tekur skýrt fram að fara verði um svæðið með gát enda sé það friðland hreindýra og heiða- gæsa. „Fólk verður að vera í skipulögðum hópferðum og á ákveðnum tímum. En þarna er margt sem maður upplifir á til- tölulega litlum punkti.“ Þess má geta að Augnablik er með aukaferð í Kringilsárrana 18.-21. ágúst og það er trússferð. gun@frettabladid.is Hason Raja er sérstaklega góður veitingastaður rétt við Russell Square í London. Í London er aragrúi af indverskum veitingastöðum og nokk- uð víst að maturinn þar er oftast góður. Einn þeirra er að finna á Southampton Row, rétt við Russell Square, og er einn þeirra sem skara fram úr. Hann heitir Hason Raja og sér- hæfir sig í mat frá Bangladess og Indlandi. Úrvalið er þar feikigott af góðum karrí- og tandoori-réttum og á matseðlin- um eru meðal annars réttir sem sérstaklega er ætlað að kynna tandoori-rétti. Þjónustan er óaðfinnanleg og umhverf- ið mjög huggulegt. Veitingastaðurinn er fjarri því að vera dýr og fær maður mikið fyrir peningana. Réttirnir eru hver öðrum girnilegri en sérstaklega er mælt með Garlic Mugh Tawa,Ýsem staðurinn sérhæfir sig í. Það er kjúklingur eld- aður með tómötum og grænni papriku ásamt hvítlauk og engifer. Staðurinn er í nokkurra mínútna göngu frá King's Cross- lestarstöðinni, en nákvæma staðsetningu er hægt að sjá á www.hasonraja.co.uk. Þar er einnig hægt að skoða matseðil- inn og panta borð. ■ Góður indverskur staður Á veitingastaðnum Hason Raja í London er hægt að fá öðruvísi og góða indverska rétti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY Fararstjórarnir Ásta Arnardóttir og Ósk Vilhjálmsdóttir í viðtali í heimildarmynd sem tekin var í ferðinni. Hálsalón mun ná í hælana á þeim. Hluti af Hraukunum fer því í kaf, sem og Sethjallarnir sem eru í baksýn og sumir kalla handritin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S IG U R PÁ LL I N G IB ER G SS O N Töfrafoss í Kringilsá.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.