Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 13.08.2005, Qupperneq 28
Olía Reglulega þarf að fylla á olíuna á bílvélinni og ágætt að venja sig á að athuga olína einu sinni í mánuði. Eftir því sem bíllinn er eldri, því oftar þarf að skipta. Auk þess þarf að huga að því að fara með bílinn í smurningu þegar við á og mun það lengja líftíma vélarinnar til muna.[ ] Almennar bílaviðgerðir Klæðningarlaust og klassískt Ducati Monster-línan er hönnuð af Miguel Galluzzi. Nýjasta útfærsla Monster-hjólsins heitir S2R og státar af ýmsum búnaði sem einkennir S4R-hjólið, öflugasta Monster-hjólið frá upphafi, en það kom fyrst á markað í fyrra. Klassískar línur Monster-hjólsins njóta sín vel í rauðu og hvítu og með vélina loftkælda og bera. Þegar Ducati kynnti fyrsta Mon- ster-hjólið árið 1993 hætti fyrir- tækið sér á ný mið. Í stað mála- miðlunarlausu sporthjólanna, sem höfðu skapað orðstír Ducati öðru fremur og skilað mörgum knapan- um til sigurs í kappakstri, var hér komið götuhjól þar sem öllu var sleppt nema því bráðnauðsynleg- asta. Eftir hönnuðinum Miguel Galluzzi er haft að hugsunin að baki Monster-hjólinu hafi verið: „Allt sem maður þarf er hnakkur, tankur, vél, tvö hjól og stýri.“ Með þessu meistarastykki, sem nú, rúmum áratug síðar, lítur jafn ferskt en samt klassískt út, skapaði Galluzzi sér orðstír sem einn færasti mótorhjólaklæðskeri heims. Bezti vitnisburðurinn um gæði þessarar hönnunar hans er hve margir mótorhjólaframleið- endur hafa reynt að herma eftir henni. Sú staðreynd, að enn í dag sé Monster-línan mest seldu Ducati-hjólin, er heldur ekki síðri vitnisburður um hve vel tókst til með hönnun þessa klæðningar- lausa götuhjóls. Alls hafa um 150.000 Monster-hjól runnið út úr smiðju Ducati á þessum rúma ára- tug. Nýjasta útfærsla Monster- hjólsins ber nafnbótina S2R, og státar af ýmsum búnaði sem ann- ars einkennir S4R-hjólið, öflug- asta Monster-hjólið frá upphafi, en það kom fyrst á markað í fyrra. Blaðamanni bauðst að reynsluaka báðum þessum hjólum á dögun- um. Í S2R-hjólinu eru hestöflin 77, en það eru líka mun betur „nýtan- leg“ hestöfl, það sýndi reynslu- aksturinn ótvírætt. Strax og setzt er á S2R-hjólið finnst hvað það er létt og meðfærilegt, og þegar tek- ið er af stað ýtir karakter vélar- innar enn undir þessa tilfinningu. Sé snúningnum haldið yfir 3.000 er vinnslan í henni svo góð og svarar svo vel minnstu hreyfingu inngjafarinnar, að maður á bágt með að ímynda sér að maður hafi við nokkuð meira að gera. Auk þess nýtur maður einkennandi tveggja strokka bassa-urrsins sem vélin gefur frá sér; vélar- hljóðið er ótvírætt talsverður hluti akstursánægjunnar. Létt og nákvæm kúplingin og skiptingin og mátulega bitmiklar bremsurn- ar fullkomna síðan akstursánægj- una. Fyrsti gírinn er reyndar áberandi hár. Og lappalangir Monster-knapar verða að venjast því að keyra með hnén krepptari en þægilegast væri. Ásetan er annars tiltölulega afslöppuð-upp- rétt, þó maður halli talsvert fram á stýrið að sportlegum Ducati- hætti. Fjöðrunin er líka að Ducati-hætti sportlega stíf. Á S2R-hjólinu er hún aðeins stillan- leg að aftan. Eins og gefur að skilja er vindvörnin ekki mikil á klæðningarlausu hjóli, en það munar þó ótvírætt um litlu mæla- borðshlífina. Þegar skipt er beint af S2R-inu yfir á S4R-hjólið er áberandi hvað það síðarnefnda er allt þyngra og „harðara“ ñ kúplingin er miklu stífari og bremsurnar taka fastar í. Og þegar gírað er niður á hjóli með svona miklum sleggjumótor saknar maður „anti-hopping“-kúp- lingarinnar, sem S2R-ið státar af. Mótorbremsan getur nefnilega tekið hressilega í keðjuna. Upp- takið er slíkt að maður þarf að passa að vera ekki síprjónandi. Hjól fyrir lengra komna. Verðið á hjólum í Monster-lín- unni byrjar í rétt tæpri milljón (M620 Dark). Toppurinn, S4R-ið, kostar 1.636.000 kr. Sem gerir verðið á S2R-hjólinu áhugavert, en það er um 450.000 kr. lægra en á „stóra bróður“. audunn@frettabladid.is DUCATI MONSTER S2R Vél: L-2, loftkæld, rúmtak 803 ccm. Afl: 77 hö (57 kW) v. 8.250 sn./mín. Tog: 73 Nm v. 6.500 sn./mín. Drif: sex gíra kassi, keðja. Stell: Stálröragrindarrammi. Fjöðrun: Hvolfgaffall framan (43mm), einarmur og miðlæg fjöðrunareining aftan. Þyngd: 173 kg (þurrvigt) Verð: 1.185.000 kr. Umboð: www.ducati.is DUCATI MONSTER S4R Vél: L-2, vatnskæld, rúmtak 996 ccm. Afl: 117 hö (86,1 kW) v. 8.750 sn./mín. Tog: 99 Nm v. 7.000 sn./mín. Þyngd: 193 kg. Verð: 1.636.000 kr. REYNSLUAKSTUR „Stóri bróðir“ S4R. Útlitstruflandi vatns- kassinn og tilheyrandi slönguskógur gefa sleggjuaflið til kynna. Sams konar ál-einarmur heldur afturhjól- inu bæði á S2R og S4R. Annað einkenni er 2-í-1-í-2-pústið. Kút- arnir liggja hátt og þétt upp að hjólinu. Stór kringlótt framluktin er mikilvægur hluti sígilds útlits. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N LJ Ó SM . E .Ó L.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.