Fréttablaðið - 13.08.2005, Page 30
6 13. ágúst 2005 LAUGARDAGUR
VINNUM EFTIR
CABAS-KERFINU
Almenn smurþjónusta
Hjólbarðaþjónusta
Sjálfskiptingaþjónusta
Rafgeymaþjónusta
Ísetning bremsuklossa
Dempara – ísetningar o.fl.
Vegmúli 4 • Sími 553 0440
Bíldshöfða 18 • 110 Rvk
Sími 567 6020 • Fax 567 6012
opið mán. - fös. kl. 8.00 - 18.00
www.abvarahlutir.is • ab@abvarahlutir.is
Partur–Spyrnan–Lyftarar
Eldshöfða 10
s. 585 2500 og 567 8757
TRIO
G O L F H J Ó L
Smurþjónusta
fyrir allar gerðir bíla
Eigum olíusíur í flestar gerðir bíla
Komdu með bílinn til okkar!
Frábær verð og góð þjónusta!
Alltaf heitt á könnunni!
Nýr Toyota Hilux í október
Toyota-umboðið hefur sölu á
nýja jeppanum í haust. Hann
er ívið stærri en forverinn.
Nýr Toyota Hilux Double Cab-
jeppi verður fáanlegur hjá
Toyota-umboðinu á Íslandi í októ-
ber. Jeppinn er talsvert stærri en
forverinn og býður upp á meira
pláss en áður, sérstaklega í far-
þegarýminu.
Nýi jeppinn býður upp á
þægilegt rými fyrir fimm full-
orðna einstaklinga
í farþega-
rýminu og
þ æ g -
indi í sætum hafa aukist tals-
vert. Sætispúðar eru lengri,
hægt er að renna og halla sætun-
um betur en áður og aftursætin
má nú fella upp á við og skapa
þannig meira farangursrými.
Geymslurýmið hefur verið
aukið, viðbótarglasahöldurum
komið fyrir, hurðarhólf víkkuð og
auka geymsluhólfi komið fyrir.
Í fyrstu mun 2,5 lítra D-4D
Toyota dísilvél knýja nýjan Hilux
en hún skilar 102 hestöflum við
3.600 snúninga og allt að 260 Nm
tog. Á næsta ári verður síðan
boðið upp á Intercooler-
gerð þessarar sömu
vélar. ■
Akstursmatið jákvæð breyting
Ökunám er í stöðugri endur-
skoðun enda mjög mikilvægt
að nýir ökumenn séu vel í
stakk búnir að takast á við
umferðina. Hrönn Bjargar
Harðardóttir ökukennari er
ánægð með breytingarnar
undanfarin ár og finnst að
upptaka akstursmats hafi
verið stórt skref í rétta átt.
Þónokkrar breytingar hafa orð-
ið á umgjörð ökunáms hér á
landi undanfarin ár. Ökunámið
sjálft hefur breyst sem og öku-
kennaranámið og miða breyt-
ingarnar að sjálfsögðu að því að
gera umferðina öruggari og búa
nýja ökumenn betur undir þá
ábyrgð sem felst í því að aka bíl.
Hrönn Bjargar Harðardóttir
er ánægð með breytingarnar
sem nú er komin nokkur reynsla
á. „Mér finnst ökukennslan vera
mjög góð í dag og flestir af þess-
um krökkum aka bara mjög vel
og huggulega,“ segir hún.
Hrönn finnst sérstaklega mikil
framför hafa falist í aksturs-
matinu sem ökumenn þurfa nú
að ganga í gegnum eftir að hafa
verið með bráðabirgðaskírteini
í tvö ár eftir prófið. „Aksturs-
matið hamlar þeim sem eru með
punkta að halda áfram á sömu
braut. Ef þú ert með punkta á
ökuferilsskránni þegar kemur
að matinu þá færðu ekki fulln-
aðarskírteini til sjötugs heldur
aftur bráðabirgðaskírteini til
tveggja ára,“ segir Hrönn. Mat-
ið er líka mjög gott til að búa til
betri ökumenn með því að svara
spurningum sem komið hafa
upp á þessu tveggja ára tíma-
bili. „Matstíminn byrjar á
sjálfsmati og svo sitja ökumenn
með kennara sem hefur leyfi til
að framkvæma svona mat sem
leiðbeinir þeim eftir þörfum.
Þau eru oft að spyrja um atriði
sem þau vilja vita meira um
eins og hægrirétt og að bakka í
stæði. Matskennarinn skrifar
síðan upp á hvort viðkomandi
ökumaður sé hæfur fyrir fulln-
aðarskírteini eður ei,“ segir
hún.
Alltaf er verið að breyta og
bæta ökunámið. „Ökukennslan
er núna á mjög góðri leið þó að
enn vanti kannski aðeins upp á
æfingasvæði og fleira,“ segir
Hrönn. Hún er þó mjög vongóð
um að það sé allt á réttri leið og
til dæmis hljóti æfingasvæði
fyrir akstur í hálku að vera rétt
handan við hornið. „Mér finnst
líka umræðan í þjóðfélaginu
vera jákvæð og bæði Umferðar-
stofa og lögreglan vera viljug að
gera eitthvað í því máli.“ ■
M-Class jeppinn er afar glæsilegur.
Nýr M-Class
jeppi
Askja hefur hafið sölu á nýjum M-
Class jeppa sem leysir eldri gerð af
hólmi.
Bíllinn er seldur með öflugum bensín-
og dísilvélum. Hann fæst með tveim
gerðum dísilvéla; 190 hestafla og 225
hestafla. Einnig verður hann boðinn
með tveimur gerðum bensínvéla,
ML350 sem er með 272 hestafla vél
og ML500 með 306 hestafla átta
strokka vél.
Bíllinn er með handstýrða gírskiptingu
í stýrishjóli, ESP-stöðugleikastýringu
og spólvörn en grunnverð á nýjum M-
Class hjá Öskju er 5.990.000 krónur.
Hrönn er ánægð með breytingar á ökunámi.
Toyota Hilux er mjög
vinsæll á Íslandi.